Smjörstrákarnir mættu til Íslands og eyddu degi með Anníe, Katrínu og BKG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2022 11:30 Smjörstrákarnir Heber Cannon and Marston Sawyers með Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Instagram/@butterybro Hvað er í vatninu á Íslandi? Af hverju á Ísland svona frábært afreksfólk í CrossFit íþróttinni. Tveir miklir áhugamenn um hreysti og líkamsrækt með 171 þúsund áskrifendur á Youtube reyndu að komast að því. Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Buttery Bros, eða Smjörstrákarnir eins og væri hægt að kalla þá á íslensku, heimsóttu Ísland á dögunum og fengu að kynnast hinum flotta æfingahópi Anníe Mist Þórisdóttur nú þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir er flutt heim og æfir með bestu vinkonu sinni. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Buttery Bros eru þeir Heber Cannon and Marston Sawyers, tveir hressir strákar sem hafa verið að gera heimildaþætti á Youtube um heilsuræktarheiminn og þá sérstaklega CrossFit fjölskylduna. Anníe Mist Þórisdóttir er nú búin að skipta yfir í liðakeppni en þau Katrín Tanja Davíðsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson ætla sér að vanda stóra hluti í einstaklingskeppni heimsleikanna. Smjörstrákarnir fengu að eyða æfingadegi með þessum þremur stórstjörnum CrossFit heimsins en auki voru nýju liðsfélagar Anníe og kærasti Katrínar með í fjörinu. Það er athyglisvert að sjá liðsfélaga Anníe taka á því en um leið gefa af sér og sýna það að gleði og húmorinn fær mikið að njóta sín í þessu liði. View this post on Instagram A post shared by ButteryBros (@butterybros) Strákarnir taka stutt viðtöl við afreksfólkið sem segir frá æfingunum sem eru fram undan. Anníe Mist talaði einnig um þjálfara sinn frá 2010, Jami Tikkanen, sem er núna líka tekinn við sem þjálfari Katrínar Tönju. Anníe segir meðal annars frá því að hún hafi verið að hugsa um það í mörg ár að skipta yfir í liðakeppni en hún náði þriðja sætinu í fyrra innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. „Ég vissi ekki hvort ég myndi keppa í fyrra eftir að hafa eignast stelpuna mína en endaði með að keppa í einstaklingskeppninni. Ég áttaði mig síðan á því að þetta var engin lokaákvörðun. Ef ég vil fara í liðakeppnina í ár og keppa sem einstaklingur á næsta ári þá er það ekkert mál. Af hverju þá ekki að keppa í liðakeppninni í ár,“ sagði Anníe Mist. Það má sjá þennan þátt þeirra hér fyrir neðan en þetta er ekki aðeins góð innsýn í æfingar besta CrossFit fólks Íslands heldur einnig fínast landkynning fyrir Ísland. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=kfV8rsD5BPc">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira