Sport

„Um leið og ég byrjaði þá varð ég allt í einu Sara aftur“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Í hvaða sæti ætli Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endi í ár?
Í hvaða sæti ætli Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir endi í ár? Mynd/Twitter/@CrossFitGames

Sara Sigmundsdóttir hefur náð mögnuðum árangri í endurkomu sinni eftir að hafa slitið krossband í hné á síðasta ári. Rætt var við Söru í Sportpakka Stöðvar 2 á föstudagskvöld.

Nú, tæpu ári eftir að hafa farið í aðgerð á hné, er Sara komin á fullt í undankeppninni fyrir heimsleikana. Eftir síðustu keppni er Sara komin upp í þriðja sætið í Evrópu.

„Ég er enn með nokkra veikleika en ég kom sjálfri mér alveg virkilega á óvart. Ég nefndi þrjár æfingar sem ég vildi alls ekki að kæmu en þær komu allar. Hugsaði „Úff, þetta er ekki að fara vera gott,“ en um leið og ég byrjaði þá varð ég allt í einu Sara aftur og treysti líkamanum mínum, nýtti mér „zone-ið“ og ég er að komast á ról aftur en ég er ekki alveg kominn í besta hópinn aftur“ sagði Sara og hló í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

„Standið núna er of gott til að vera satt. Sjö, níu, þrettán. Ég er komin á gott ról aftur, ég flutti til Bandaríkjanna og er bara vélmenni þar. Ég vakna átta fer að æfa níu, er að æfa frá níu til svona sex eða hálf sjö. Með pásum á milli auðvitað. Fer síðan í klakabað, fer í gufu og svo er ég bara farin að sofa aftur. Þetta er bara vélmennalífið núna og það er að skila sér,“ sagði Sara að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×