Annie Mist miðlar líkamsvirðingu eftir athugasemdir netverja um steranotkun Helgi Ómarsson skrifar 19. apríl 2022 16:30 Anníe Mist er á toppnum á mótinu sem stendur. instagram.com/anniethorisdottir/ Crossfit drottningin Annie Mist birti færslu á Instagram þar hún opnar sig um eigin líkamsvirðingu gegn þeim athugasemdum á líkama sinn sem hún hefur fengið í gegnum tíðina. „Ég, eins og allir aðrir þarna úti á hluti við sjálfa mig sem mér finnst ekki fullkomnir. Og satt að segja er það í lagi svo lengi sem þú lætur það ekki hindra þig, eða hafa áhrif á þig daglega,“ skrifar Annie Mist á síðuna sína. „Eitt af þessu er maginn á mér, nei hann lítur ekki eins út eftir óléttuna,“ segir hún og bætir því einnig við að hún sé með aðskilnað í kviðarholi (e.diastisis recti) sem hún hafi einnig verið með fyrir meðgöngu sína. „Auk þess er ég með meiri húð á maganum. Ekki aðeins sé ég þetta heldur sýni ég þetta þegar ég er að æfa, þó að mér líki það ekki, þá skammast ég mín EKKI fyrir það.“ „Ég fæ athugarsemdir að ég hljóti að vera nota stera vegna þess að maginn á mér stingur út og að ég hljóti að vera ólétt aftur. Já þetta getur stungið, eins og fyrir hverja aðra manneskju,“ heldur hún áfram. Annie Mist þakklát fylgjendum Annie segist vera þakklát fyrir þá sem koma henni til varnar í athugasemdakerfum en sama hvað sé skrifað um hana er hún staðráðin í því að neikvæð ummæli munu ekki ná henni niður eða fá hana til að fela magann. „Ég þekki aðra sem eru að ganga í gegnum það sama og jafnvel þó að flest okkar búi við líkamlegt óöryggi af einhverju tagi, þá er það EKKI eitthvað til þess að skammast sín fyrir og eitthvað sem ætti að fela.“ Endar á neglu Annie endar færsluna með stórum og áhrifaríkum orðum og hrósum við hjá Lífinu henni fyrir þetta áhrifaríka innslag sem veitir öðrum eflaust innblástur. „Orð hafa aðeins kraftinn sem ÞÚ gefur þeim. Það er undir þér komið hvort þú leyfir þeim að hafa áhrif á þig eða ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Liðið hennar Anníe Mistar í sviðsljósi CrossFit-heimsins í kvöld Anníe Mist Þórisdóttir og nýju liðsfélagar hennar í liðakeppni heimsleikanna í CrossFit munu sjá um að kynna þriðju og síðustu æfinguna á The Open í kvöld. 10. mars 2022 08:30 Sjáðu Anníe Mist og nýju liðsfélagana rúlla upp bandaríska liðinu í 22.3 Nýja liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur fékk þann heiður að keppa á kynningarkvöldi þriðja og síðasta hluta The Open í gær. 11. mars 2022 10:31 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
„Ég, eins og allir aðrir þarna úti á hluti við sjálfa mig sem mér finnst ekki fullkomnir. Og satt að segja er það í lagi svo lengi sem þú lætur það ekki hindra þig, eða hafa áhrif á þig daglega,“ skrifar Annie Mist á síðuna sína. „Eitt af þessu er maginn á mér, nei hann lítur ekki eins út eftir óléttuna,“ segir hún og bætir því einnig við að hún sé með aðskilnað í kviðarholi (e.diastisis recti) sem hún hafi einnig verið með fyrir meðgöngu sína. „Auk þess er ég með meiri húð á maganum. Ekki aðeins sé ég þetta heldur sýni ég þetta þegar ég er að æfa, þó að mér líki það ekki, þá skammast ég mín EKKI fyrir það.“ „Ég fæ athugarsemdir að ég hljóti að vera nota stera vegna þess að maginn á mér stingur út og að ég hljóti að vera ólétt aftur. Já þetta getur stungið, eins og fyrir hverja aðra manneskju,“ heldur hún áfram. Annie Mist þakklát fylgjendum Annie segist vera þakklát fyrir þá sem koma henni til varnar í athugasemdakerfum en sama hvað sé skrifað um hana er hún staðráðin í því að neikvæð ummæli munu ekki ná henni niður eða fá hana til að fela magann. „Ég þekki aðra sem eru að ganga í gegnum það sama og jafnvel þó að flest okkar búi við líkamlegt óöryggi af einhverju tagi, þá er það EKKI eitthvað til þess að skammast sín fyrir og eitthvað sem ætti að fela.“ Endar á neglu Annie endar færsluna með stórum og áhrifaríkum orðum og hrósum við hjá Lífinu henni fyrir þetta áhrifaríka innslag sem veitir öðrum eflaust innblástur. „Orð hafa aðeins kraftinn sem ÞÚ gefur þeim. Það er undir þér komið hvort þú leyfir þeim að hafa áhrif á þig eða ekki.“ View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Liðið hennar Anníe Mistar í sviðsljósi CrossFit-heimsins í kvöld Anníe Mist Þórisdóttir og nýju liðsfélagar hennar í liðakeppni heimsleikanna í CrossFit munu sjá um að kynna þriðju og síðustu æfinguna á The Open í kvöld. 10. mars 2022 08:30 Sjáðu Anníe Mist og nýju liðsfélagana rúlla upp bandaríska liðinu í 22.3 Nýja liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur fékk þann heiður að keppa á kynningarkvöldi þriðja og síðasta hluta The Open í gær. 11. mars 2022 10:31 Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Liðið hennar Anníe Mistar í sviðsljósi CrossFit-heimsins í kvöld Anníe Mist Þórisdóttir og nýju liðsfélagar hennar í liðakeppni heimsleikanna í CrossFit munu sjá um að kynna þriðju og síðustu æfinguna á The Open í kvöld. 10. mars 2022 08:30
Sjáðu Anníe Mist og nýju liðsfélagana rúlla upp bandaríska liðinu í 22.3 Nýja liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur fékk þann heiður að keppa á kynningarkvöldi þriðja og síðasta hluta The Open í gær. 11. mars 2022 10:31