Sport

Sara: Þetta er ekki búið fyrr en það er búið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir keppir nú á „Last-Chance Qualifier“ um mánaðarmótin júní, júlí þar sem tvö laus sæti á heimsleikanna verða í boði.
Sara Sigmundsdóttir keppir nú á „Last-Chance Qualifier“ um mánaðarmótin júní, júlí þar sem tvö laus sæti á heimsleikanna verða í boði. Instagram/@sarasigmunds

Það vantaði ekki mikið upp á það að Sara Sigmundsdóttur næði að tryggja sér sæti á heimsleikunum í Amsterdam í Hollandi um helgina.

Sara varð að sætta sig við sjötta sætið en fimm efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana.

Þrátt fyrir að þessi möguleiki sé runninn Söru úr greipum þá á hún enn möguleika á að tryggja sig inn á heimsleikana.

Sara sendi aðdáendum sínum stutt og skýr skilaboð eftir keppni helgarinnar.

„Þetta er ekki búið fyrr en það er búið,“ skrifaði Sara á Instagram. Með birti hún mynd af sér þar sem fer mikill keppnismaður að gefa allt sitt í krefjandi grein.

Sara og þær CrossFit konur sem eru hársbreidd frá því að tryggja sig áfram í undanúrslitunum fá þátttökurétt á lokamótinu. Í Evrópukeppnunum tveimur eru það keppendur sem enduðu í 6. til 8. sæti sem fá annað tækifæri.

Lokatækifærið er netmót sem fer fram 29. júní til 1. júlí. Það kallast „Last-Chance Qualifier“.

Heimsleikarnir fara fram í Madison í Wisconsin fylki frá 3. til 7. ágúst. Það er náttúrlega enginn draumaundirbúningur fyrir þá að vera berjast fyrir þátttökurétt mánuði fyrr en svoleiðis er bara staðan fyrir okkar konu.

Átján konur munu berjast þar um tvö síðustu sætin á heimsleikanna og samkeppnin verður því hörð þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×