Ræðst um helgina hvort Sara Sigmunds komist aftur á heimsleikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir getur náð risastóru takmarki í endurkomu sinni í Amsterdam um helgina. Instagram/@sarasigmunds Ísland á fjóra keppendur og eitt lið í undanúrslitamótinu CrossFit Lowlands Throwdown í Hollandi sem fram fer um helgina en þar er keppt um fimm laus sæti á heimsleikunum í haust í karlaflokki, kvennaflokki og hjá liðum. Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Íslensku keppendurnir í karlaflokki eru þeir Björgvin Karl Guðmundsson og Haraldur Holgeirsson en í kvennaflokki keppa Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir. Þetta eru fyrri undanúrslitin hjá Evrópubúum en hinir íslensku keppendurnir keppa í London eftir þrjár vikur. Það búast flestir við því að Björgvin Karl tryggi sér örugglega farseðilinn til Madison en eins eru sumir sem hafa trú á því að Haraldur geti komið á óvart. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Þá er einnig búist við því að liðið hennar Anníe Mistar Þórisdóttur, lið CrossFit Reykjavíkur, tryggi sér eitt af fimm lausum sætum á heimsleikanna. Í liðinu hennar eru þau Lauren Fisher, Khan Porter og Tola Morakinyo. Mjög mörg augu verða líka á Söru Sigmundsdóttur sem er að koma til baka eftir krossbandsslit. Sara var mjög vaxandi í átta manna úrslitunum og það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir um helgina nú þegar það er að duga að drepast. Hollendingarnir eru líka mjög spenntir fyrir Söru enda fengu þeir hana til að auglýsa mótið og hjálpa við að selja miða eins og sjá má hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Sara hefur misst af síðustu heimsleikunum, því hún var ekkert með í fyrra vegna hnémeiðslanna og komst heldur ekki í ofurúrslitin 2020 sem voru mjög fámenn vegna kórónuveirunnar. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Keppt verður í sex greinum, tveimur á hverjum degi. Árið á undan lenti Sara síðan í niðurskurði og fékk því ekki að keppa í síðustu sex greinunum á leikunum. Söru tókst heldur ekki að klára keppni á heimsleikunum 2018 eftir að hafa rifbeinsbrotnað í keppninni. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown) Aðdáendur Söru, sem eru fjölmargir út um allan heim, hafa því beðið lengi eftir því að sjá hana reyna sig aftur meðal þeirra bestu. Fyrsta skrefið til að komast þangað er að tryggja sér farseðilinn um helgina. Í kvennakeppninni í Amsterdam telja flestir að þær Laura Horvath og Gabriela Migala fari örugglega áfram enda báðar verið að gera frábæra hluti í ár. Það er hins vegar mjög opið hvaða þrjár fylgja þeim til Madison. Keppnin hefst í dag og líkur síðan á sunnudaginn. Nú segjum við bara áfram Ísland og vonandi komast sem flest á heimsleikana í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Lowlands Throwdown (@crossfitlowlandsthrowdown)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira