Íslenska CrossFit fólkið langt frá toppnum eftir fyrsta hluta The Open Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 08:16 Anníe Mist Þórisdóttir ætlar ekki að keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár en hún er engu að síður efst Íslendinga eftir fyrsta hluta The Open. Instagram/@anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri í 22.1 hluta The Open en enginn íslenskur keppandi er meðal 35 efstu í fyrsta hluta undankeppni heimsleikanna í CrossFit. Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Keppendur höfðu frest þangað til í gær til að skila æfingunum og nú þarf einungis að bíða eftir endanlegri staðfestingu frá CrossFit samtökunum. Sætin gætu því enn eitthvað hliðrast til. Anníe Mist er í 36. sæti og efst íslenskra kvenna en Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslenskra karla. Hann er í 50. sætinu. Anníe náði 360 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 392 endurtekningum. Anníe Mist er 22 sætum á undan Þuríði Erlu Helgadóttir (58. sæti) og 47 sætum á undan Andreu Ingibjörgu Orradóttur sem er þriðja best íslensku kvennanna og í 83. sæti. Sara Sigmundsdóttir er í 118. sæti og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í 137. sæti. Þær Steinunn Anna Svansdóttir og Sólveig Sigurðardóttir eru síðan jafnar í 144. sæti. Björgvin Karl er 480 sætum á undan næsta íslenska karlmanni en Haraldur Holgersson er í 530. sæti. Þorri Þorláksson er síðan í 762. sæti og undan þeim Alex Daða Reynisson (798. sæti) og Ingvari Svavarssyni (896. sæti). Björgvin náði 352 endurtekningum en 22.1 hlutinn vannst á 390 endurtekningum. Svíinn Victori Ljungdal er efstur hjá körlunum og Kanadamaðurinn Cédric Lapointe er annar. Næstir eru síðan Bandaríkjamaðurinn Saxon Panchik og Driss Bouchiah frá Marokkó. Heimsmeistarinn Justin Medeiros er í fimmta sætinu. Hjá konunum er hin átján ára gamla Mallory O'Brien efst og Pólverjinn Gabriela Migala er önnur og hin átján ára Emma Cary er þriðja. Norðmenn eiga greinilega efnilega stelpu því hin átján ára Leah Stören deilir fimmta sætinu með heimsmeistaranum Tiu-Clair Roomet og Karin Freyová frá Slóvakíu. Hér fyrir neðan má sjá þessa fyrstu æfingu í The Open í ár. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira