Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar 4. apríl 2025 13:16 Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Skóla- og menntamál Mest lesið Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Í vikunni hef ég vakið athygli á málefnum drengja og ungra manna (sjá FB-síðu mína). Það er ekki gert í þeim tilgangi að fórnarlambsvæða þúsundir einstaklinga, heldur að vekja athygli á því umhverfi og þeirri orðræðu sem við þeim virðist blasa í dag og þá stöðu sem skapast getur vegna þess. Ég hef, í gegnum störf mín sem skólamaður, átt í samskiptum við mikinn fjölda ungra manna og náð mjög góðum tenglum við stóran hóp þeirra. Athygli mín vaknaði þegar ég heyrði í nokkur skipti drengi segja eitthvað á þessa leið: ,,Af hverju hata okkur allir?“ Ég þóttist vita að þetta væri frekar ýktur talsmáti eins og mörgum er tamt. En þegar ég gróf dýpra þá voru bæði drengir og stúlkur sammála um það að umræðan um drengi og karla væri mjög oft vond og niðurbrjótandi. Stúlkurnar voru ekkert síður sammála um þetta og tiltóku dæmi um að það mætti skilja sem svo af umræðunni að allir drengir væru mögulegir nauðgarar og að þeir fengju allt upp í hendurnar. Krakkarnir þóttust vita betur, að allir ættu sína góðu og slæmu daga og það væru einstaklingarnir en ekki kynið sem skipti máli. Stúlkurnar nefndu einnig að þær væru oft hvattar til að gera hitt og þetta, alls konar stelpumál og viðburðir væru oft í gangi en ekkert þannig væri fyrir drengi. Þetta fannst þeim ósanngjarnt en samt aðeins fyndið, sögðust ætla að ráða yfir öllu, enda oft galsi í glöðu ungu fólki. Drengirnir fái hins vegar oft neikvæða umræðu þar sem þeim sé gerð upp einhverskonar gerenda hegðun – að þeir séu plássfrekir, hættulegir og yfirgangssamir. Að þeir skuldi samfélaginu fyrir eitthvað sem þeir hafa litla hugmynd, að þeir eigi að ,,hafa sig hæga“ en samt hegða sér þannig að það þóknist öðrum fremur en að vera þeir sjálfir. Þetta eru ekki holl skilaboð til ungra drengja og manna. Í raun vond skilaboð til allra hverjir sem það eru. Það er orðið þreytt að skipa fólki á hópa og haga orðræðunni þannig að hópar eru merktir sem góðir eða slæmir, gerendur eða fórnarlömb, forréttindadólgar eða réttindalausir smælingjar. Svo ég vitni í Chimamanda Ngozi Adichie: „Við þurfum að hætta að bæla niður einstaklinga í stað þess að hlusta á þá og sjá þá fyrir það sem þeir eru. Við verðum að taka á ábyrgðinni þegar við formum orðræðuna, því hún hefur bein áhrif á hvernig við sjáum og meðhöndlum hvert annað.“ – Chimamanda Ngozi Adichie. Leiðin til helvítis er vörðuð góðum ásetningi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun