Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar 15. nóvember 2025 08:32 Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Sveinbjörn Guðmundsson Flokkur fólksins Borgarstjórn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Múslimar Evrópu einangraðir Fastir pennar Álitsgjafinn Jón Kaldal Fastir pennar Aðhaldsleysi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Tilfinningar og eiginhagsmunir Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Ísland á jaðrinum Auðunn Arnórsson Fastir pennar Tímamót Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Prófsteinn í orkunýtingarmálum Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Lending í sátt Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Fastir pennar Á matarslóðum Fastir pennar Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Í landi langvarandi skammdegis yfir vetrarmánuðina skiptir miklu máli að þétting byggðar skerði ekki birtu og lífsgæði íbúanna. Á tiltölulega skömmum tíma hefur mikil þétting átt sér stað miðsvæðis í Reykjavík. Margt af því sem gert hefur verið bætir borgina og nýtir vel það rými og innviði sem fyrir eru. Þrátt fyrir góðan ásetning hefur þétting byggðar sum staðar gengið of langt. Skuggavarp hefur orðið of mikið með neikvæðum afleiðingum á lífsgæði íbúa. Hljóðvist hefur einnig verið ábótavant í sumum tilvikum. Það er mikilvægt að læra af reynslunni og byggja á því sem vel hefur tekist. Ný borgarhönnunarstefna Ný borgarhönnunarstefna Reykjavíkurborgar sem samþykkt var hinn 12. nóvember markar tímamót í þessu ferli. Stefnan er faglega unnin og setur skýrari ramma um sjálfbæra uppbyggingu, gæði byggðar og borgarrými sem endurspegla fjölbreytileika borgarinnar allt frá Skerjafirði upp á Kjalarnes. Lykilatriðið er að skipulag og hönnun borgarinnar verði á forsendum íbúanna. Þótt aldrei sé hægt að gera öllum til geðs er mikilvægt að markmið Reykjavíkurborgar sé að gera enn betur. Stuðla þannig að því að sem flestir borgarbúar geti verið sáttir og stoltir af sínu hverfi og borginni í heild. Mörg þúsund nýjar íbúðir! Eftir að Flokkur fólksins tók þátt í myndun nýs meirihluta í Reykjavík hefur hann ásamt samstarfsflokkum ákveðið að brjóta land undir allt að tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal. Þessar áætlanir kallast vel á við aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. Strax á næsta ári gætu framkvæmdir hafist við uppbyggingu allt að fjögur þúsund íbúða í Úlfarsárdal. Þessi uppbygging færi fram samkvæmt nýrri aðferðarfræði á vegum nýs innviðafélags í samstarfi borgarinnar, lífeyrissjóða og verkalýðshreyfingar. Ný borgarhönnunarstefna verður lykilverkfæri í þessari uppbyggingu. Hún á að tryggja birtuflæði, hljóðvist og alla aðra þætti sem skipta máli fyrir mannvænt og gott samfélag. Við ætlum ekki bara að byggja meira heldur betur. Höfundur er fyrsti varaborgarfulltrúi Flokks fólksins og fulltrúi í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar