Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Guð­mundur Ingi á­varpaði mennta­fólk á leið­toga­fundi

Guðmundur Ingi Kristinsson nýr mennta- og barnamálaráðherra segir áskoranir í skólakerfinu aukst og samfélagið standi á tímamótum. Hann vonar að að leiðtogafundur í menntamálum hjálpi til við sameiginlegt markmið þátttakenda að gefa kennurum tólin til að hjálpa börnum að mæta áskorunum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Guð­björg að­stoðar Guð­mund Inga

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir verður aðstoðarmaður Guðmundar Inga Kristinssonar nýs mennta- og barnamálaráðherra. Guðbjörg var mætt ásamt ráðherra þar sem hann flutti opnunarávarp á leiðtogafundi um menntamál í Hörpu í morgun. Um er að ræða fyrsta opinbera embættisverk hans sem ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­menn í for­eldra­rölt til að lægja ofbeldisöldu

Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Fá­tæk börn upp­lifa meiri van­líðan og minna öryggi

Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldu þeirra sé slæm finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum en jafnaldrar þeirra. Þetta kom fram í niðurstöðum úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem kynntar voru á málþingi í tilefni af Alþjóðlegum hamingjudegi sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Innlent
Fréttamynd

Börn hafi reynt að drepa önnur börn

Hermann Arnar Austmar, foreldri í Breiðholti, segir að það hafi komið upp atvik tengd ofbeldisöldu ungmenna í hverfinu, sem hefur verið sérstaklega tengd Breiðholtsskóla, þar sem hann telur að börn hafi reynt að ráða önnur börn af dögum.

Innlent
Fréttamynd

Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verk­efni

Jón Pétur Zimsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að skólar eigi að vera griðastaður barna, en ekki vettvangur daglegs ofbeldis árum saman. Hann gerði ofbeldisvandann í Breiðholtsskóla að umtalsefni á Alþingi í dag, en hann segir að fullorðið fólk á góðum launum í stjórnsýslunni ráði ekki við erfið mál og kasti þeim frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Græðgin, vísindin og spila­kassarnir

Á mánudaginn var efndu Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og hópur kennara og nemenda til hádegisfundar á Þjóðminjasafninu. Þetta var fallegur dagur en fundarefnið var það ekki. Til umræðu var nefnilega spilafíkn og spilakassarekstur Háskóla Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Gripið verði inn í strax í leik­skóla

Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, segja það brýnt að gripið sé inn í mál barna með fjölþættan vanda strax í leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

For­varnir á ferð

Þegar fólk hugsar um félagsmiðstöðvar sveitarfélaganna dettur því eflaust í hug hefðbundna hluta starfsins, sem felur í sér kvöldopnun í félagsmiðstöðinni þar sem að unglingar hittast með félögum sínum og upplifa líflega dagskrá í öruggu umhverfi.Sé kafað dýpra má glögglega sjá að hið hefðbundna starf skilar miklu í þágu forvarna og er öflugt félagsmiðstöðvastarf lykillinn að því að draga úr áfengisneyslu og annarri vímuefnaneyslu ungmenna. Þar gefst ungmennum færi á að rækta sinn félagsþroska í umhverfi með starfsfólki sem getur gripið inn í niðrandi orðræðu og aðstoðað þau á rétta braut í samskiptum við jafningja.

Skoðun
Fréttamynd

Fegurð sem breytir skólum

Ástríða fyrir fegurð og list er það sem getur umbreytt okkar daglega lífi og náð langt út fyrir það sem við sjáum á yfirborðinu. Hvað ef við myndum bæta umhverfi okkar með fallegum, metnaðarfullum listaverkum? ekki bara til að skreyta veggi, heldur til að fá innblástur til að skapa, hugsa og líta á heiminn með nýjum augum? Það er einmitt það sem gerir fegurð svo dýrmæta. Það er svo miklu meira en bara sjónræn ánægja, hún hefur kraft til að vekja tilfinningar, hugmyndir og ástríðu!

Skoðun
Fréttamynd

Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun

Elísabet Ósk Maríusdóttir, lögreglumaður í samfélagslöggæslu, segir lögreglu síðustu ár hafa orðið vör við aukið ofbeldi meðal barna. Gerendur ráðist á jafnaldra sína oft án tilefnis. Foreldrar í Breiðholti hafa kallað eftir því að brugðist verði við ástandinu í hverfinu, en þó sagt jákvætt að lögregla hafi aukið samfélagslöggæslu í Breiðholti.

Innlent
Fréttamynd

Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið

Á meðan ráðalausir foreldrar barna í Breiðholtsskóla hittust til að bera saman bækur sínar í gærkvöldi var að tilefnislausu ráðist á tólf ára dreng sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér út að leika sér. Foreldri í Breiðholtinu segir tifandi tímasprengju í hverfinu. Einn gerandi sem hafi verið skilað á heimili sitt í handjárnum í gær hafi að líkindum verði tilkynntur fleiri hundruð sinnum til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Tímaskekkjan skólaíþróttir

Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði.

Skoðun