Skóla- og menntamál

Skóla- og menntamál

Fréttir af skóla- og menntamálum á Íslandi.

Fréttamynd

Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill meina að Samfylkingin „hljóti að fara að spyrja sig hvort það hafi verið skynsamlegt að koma Flokki fólksins til valda.“ Ummælin lætur hann falla á samfélagsmiðlum í kvöld í framhaldi af Kastljósviðtali við Ingu Sæland í kvöld, en hún tók við embætti mennta- og barnamálaráðherra á dögunum og hefur þegar sætt nokkurri gagnrýni fyrir ummæli sem hún hefur látið falla um skóla- og menntamál síðan ljóst varð að hún tæki við nýju ráðherraembætti. Guðmundur Ingi bætist þannig í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa málflutning Ingu síðan hún tók við nýju ráðherraembætti, en ummæli hennar hafa meðal annars mætt gagnrýni úr ranni kennarastéttarinnar.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna

Þúsundir grunnskólabarna í Helsinki fá áskrift að vikublaði um teiknimyndapersónuna Andrés Önd ókeypis á næstunni. Tilgangurinn er að kanna hvort aðgangur að lesefni hafi áhrif á áhuga barna á lestri sem fer dvínandi í Finnlandi eins og víðar annars staðar.

Erlent
Fréttamynd

Mennta­stefna á finnskum kross­götum

Nýr barna- og menntamálaráðherra, Inga Sæland, talaði nýverið á Sprengisandi um svokallaða „Finnsku leið“. Það er fagnaðarefni að ráðherra horfi til Finnlands en þangað hefur fagfólk í skólakerfinu lengi horft. Félag grunnskólakennara þýddi fyrir rúmum áratug bókina Finnska leiðin eftir Pasi Sahlberg, einn áhrifamesta menntafræðing Norðurlanda sem gefin var út árið 2011.

Skoðun
Fréttamynd

Inga vill skóla með að­greiningu

Verðandi mennta- og barnamálaráðherra talar fyrir aðgreindum skólum í þágu barna sem hafa ekki íslensku að móðurmáli, skólar án aðgreiningar séu börn síns tíma. Hún vill líta til Finnlands til að bæta íslenska menntakerfið sem hafi brugðist bæði nemendum og kennurum.

Innlent
Fréttamynd

Skipu­lagt svelti í fram­halds­skólum

Yfirvöldum finnst gaman að tilkynna stórsóknir í menntamálum. Þetta er gert reglulega og er þessum áætlunum yfirleitt gefin falleg heiti með lýsingarorðum í efsta stigi. Þetta var t.d. gert árið 2019 og meira að segja voru framlög til framhaldsskólanna þá aukin töluvert.

Skoðun
Fréttamynd

„Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“

Inga Sæland kveðst full tilhlökkunar að taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra. Henni sé mjög umhugað um að bæta læsi grunnskólabarna, einkum drengja, og að huga vel að andlegri heilsu og líðan barna og ungmenna. Henni þyki ekki skrýtið að verða nú beinn yfirmaður Ársæls Guðmundssonar, skólameistara í Borgarholtsskóla, enda hugsi hún aðeins með hlýju til Ársæls.

Innlent
Fréttamynd

Brösug og stutt ráð­herra­tíð Guð­mundar Inga

Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 

Innlent
Fréttamynd

Ragnar Þór verður ráð­herra

Inga Sæland formaður Flokks fólksins tekur við af Guðmundi Inga Kristinssyni sem mennta- og barnamálaráðherra eftir afsögn Guðmundar. Þá verður Ragnar Þór Ingólfsson þingflokksformaður Flokks fólksins félags- og húsnæðismálaráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi segir af sér

Guðmundur Ingi Kristinsson hefur tilkynnt að hann muni segja af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann mun halda áfram sem þingmaður Flokks fólksins. 

Innlent
Fréttamynd

Meiri­hluti vill lög­festa rétt til leikskóla­pláss

Ísland er áratugum á eftir hinum Norðurlöndunum þegar kemur að stuðningi við barnafjölskyldur með leikskóla eða dagvistun að loknu fæðingarorlofi. Mörg sveitarfélög hafa ekki tryggt úrræði fyrir börn, og foreldrar, oftast mæður, standa frammi fyrir mánuðum eða jafnvel heilu ári þar sem þau hafa ekki aðgang að vistun.

Skoðun
Fréttamynd

Styttum nám lækna

Nú ríða um sveitir pólitískir knapar sem vilja bjóða sig fram til að leiða borgar- og sveitastjórnir í landinu. Eitt af því sem nokkrir þeirra leggja til er að stytta nám heimilislækna til að fjölga þeim hraðar og banna þeim með lögum að starfa annars staðar en á heilsugæslustöðvum sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann

Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum.

Innlent
Fréttamynd

Munu skoða hvort til­efni sé til að hægja á inn­töku nýrra barna

Fái börn sem hafa sótt um flutning af leikskólanum Funaborg pláss á öðrum leikskóla verður það metið í samráði við skólastjórnendur hvort hægt verði á inntöku nýrra barna . Foreldraráð leikskólans kallaði í dag eftir aðgerðum af hálfu borgarinnar til að koma í veg fyrir eða bregðast við skipulagðri fáliðun á leikskólanum, einn og hálfan dag í viku.

Innlent
Fréttamynd

Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku

Ólöf Eiríksdóttir, formaður foreldraráðs leikskólans Funaborgar, segir ólíðandi að foreldrar þurfi að hafa leikskólabörn sín heima í einn og hálfan dag í hverri viku. Hún gagnrýnir skipulagða fáliðun leikskólans og kallar eftir betri aðgerðum af hálfu borgarinnar. 

Innlent