Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Ekin niður á skóla­lóðinni en ekki komin nægjan­lega langt í náminu

Tryggingafélagið VÍS, Vátryggingafélag Íslands, hefur verið sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfu konu sem fór fram á að félagið myndi greiða henni tæplega 6,5 milljónir króna, auk vaxta, vegna slyss sem hún varð fyrir. Konan vildi raunar fá tæplega ellefu milljónir, en hafði þegar fengið 4,6 milljónir greiddar.

Innlent
Fréttamynd

Laugarneshverfi verður á­fram eitt skóla­hverfi

Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 

Innlent
Fréttamynd

Brott­vísanir frá sjónar­horni ís­lensku­kennara

Haustið 2022 byrjaði ég að kenna íslensku sem annað mál í framhaldsskóla í Reykjavík eftir að hafa kennt almenna íslensku í þrjú ár. Ég stökk í þessa kennslu blaut á bak við eyrun og þurfti heldur betur að læra nýja nálgun á kennslu, læra að vera kennari í öðru máli en móðurmáli.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti barna á Ís­landi hefur heyrt um Barnasáttmálann

Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn. 

Innlent
Fréttamynd

Fá engin svör og í­huga réttar­stöðu sína

Foreldrar barna á Leikskóla Seltjarnarness íhuga réttarstöðu sína vegna útfærslu verkfalls kennara á fáum útvöldum leikskólum. Foreldrar séu í mikilli óvissu varðandi hvað taki við eftir áramót og hafa sent fyrirspurnir á Kennarasambandið en engin svör fengið. 

Innlent
Fréttamynd

Sam­þykkja að leikskóla­byggingin verði rifin

Borgarráð Reykjavíkurborg hefur samþykkt ósk umhverfis- og skipulagssviðs um að stöðva framkvæmdir við endurbætur á leikskólanum Laugasól við Leirulæk og heimild til að rífa húsið til að hægt sé að hanna og reisa nýjan leikskóla á lóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Jón Nor­dal er látinn

Jón Nordal tónskáld og fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskólans í Reykjavík andaðist í gær, 5. desember, 98 ára að aldri. Hann var meðal ástsælustu tónskálda þjóðarinnar og einn helsti forystumaður í uppbyggingu tónlistarlífs á Íslandi á síðastliðinni öld.

Innlent
Fréttamynd

Úti­loka verk­fall í FSu á nýju ári

Stjórnir og samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum hafa tekið þá ákvörðun að verkföll hefjist ekki aftur í Fjölbrautarskóla Suðurlands verði enn ósamið í kjaradeilunni þann 1. febrúar. Í staðinn muni hugsanlegar aðgerðir beinast að öðrum framhaldsskólum strax í febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Háskólafólk mót­mælir gjald­töku á nem­endur utan EES

Fjöldi deilda innan Háskóla Íslands mótmælir fyrirhuguðum breytingum á gjaldtöku á nemendur í háskólanum sem eru frá löndum utan EES. Þau segja gjaldtökuna mismuna á grundvelli efnahags, þjóðernis og uppruna. Nemendum muni fækka og einstaka deildir líða fyrir fækkunina. Þá muni efling íslensku og íslenskukennslu líða mest fyrir breytinguna. 

Innlent
Fréttamynd

Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Sel­fossi

Það ríkti mikil ánægja hjá nemendum Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi í morgun þegar þau gátu loksins mætt aftur í skólann eftir nokkra vikna verkfall kennara. Skólameistari skólans trúir ekki öðru en að samið verði við kennara en verkfallinu var bara aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Blandar sér í bar­áttuna um rektorinn

Kolbrún Þ. Pálsdóttir sviðsforseti og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands hefur gefið kost á sér til embættis rektors Háskóla Íslands. Hún greinir frá framboði sínu á Facebook.

Innlent
Fréttamynd

Er lausnin í leik­skóla­málum að grafa undan at­vinnu­þátt­töku og jafn­rétti?

Talsverð þróun hefur átt sér stað í leikskólamálum á landsvísu undanfarin misseri. Svo virðist sem að með hverjum deginum kynni fleiri sveitarfélög breyttar áherslur í starfsemi leikskóla sinna en rauði þráðurinn í öllum þessum breytingum er sá sami. Aukning í gjaldtöku, skertur vistunartími og takmörkun á þjónustu sem viðbrögð við mönnunarvanda.

Skoðun
Fréttamynd

Í skýjunum með sigurinn og stefnir á út­gáfu í vor

Jónas Björn Sævarsson fór með sigur af hólmi í tónlistarkeppninni Rímnaflæði sem fór fram í síðustu viku. Jónas, eða Jonni eins og hann er kallaður, segir það mikinn heiður að hafa unnið keppnina. Hann stefnir á útgáfu með hljómsveitinni sinni, Þrívídd, í vor.

Lífið
Fréttamynd

Önnin kláruð með eðli­legum hætti í MR

Rektor Menntaskólans í Reykjavík fagnar því að fá nemendur aftur í skólann á mánudaginn næstkomandi. Verkfall hefur staðið yfir í skólanum síðustu tvær vikur, en hefur nú verið slegið á frest. Önnin verður kláruð með eðlilegum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Kennara­verk­falli frestað

Verkfalli kennara hefur verið frestað um tvo mánuði. Innanhússtillaga Ríkissáttasemjara þess efnis var samþykkt um klukkan 15. 

Innlent
Fréttamynd

Ó­breytt skóla­hald í Sunnulækjar­skóla eftir helgi

Nemendur í 5. til 10. bekk í Sunnulækjarskóla á Selfossi gátu ekki mætt í skólann í morgun vegna vatnsleka, sem varð á þeirra svæði í nótt. Slökkviliðið sá um hreinsunarstarf í morgun en reiknað er með að skólastarf verið með óbreyttu sniði eftir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Pólitík í pípum sem leka

Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (HVIN), sem einnig á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins, notar stöðu sína í pólitískum tilgangi á síðustu dögum kosningabaráttunnar og snýr hlutunum á hvolf með svari sínu við grein um iðnnám.

Skoðun
Fréttamynd

Keyrum á nýrri mennta­stefnu

Þau sem fylgst hafa með Formúlunni síðustu ár hafa tekið eftir því að Max Verstappen hefur einokað fyrsta sætið nær algjörlega frá árinu 2021. Þegar núverandi tímabil hófst bjuggust flestir formúluaðdáendur við að mynstrið myndi ólíklega breytast í ár.

Skoðun
Fréttamynd

Erfiðara að manna í frí­stund í austur­hluta borgarinnar

Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju ætti ég að standa með kennurum?

Ég og mín fjölskylda erum ein af þeim sem að hafa orðið fyrir barðinu á verkfalli kennara. Nú er fimmtu vikunni að ljúka. Dóttir mín er þriggja ára, hún fæddist töluvert fyrir tímann og smæðin hefur fylgt henni hingað til. Ekki út á við, heldur innra með henni.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lenska, hvað?

Mjög hefur tíðkast á tyllidögum að hampa íslenskri tungu, þetta gera ráðherrar gjarnan þegar þeir vilja líta vel út í augum kjósenda. Á tímabili starfaði meira að segja nefnd fimm ráðherra til halda utan um fjöreggið okkar dýra og skilaði hún 19 tillögum sem samþykktar voru sem þingsályktun Alþingis 8. maí sl.

Skoðun
Fréttamynd

Óður til kennara

Ein af stóru ástæðum þess að ég fór út í stjórnmál á sínum tíma voru menntamálin. Ég er ólst upp að miklu leyti hjá ömmu minni sem helgaði ævistarfinu menntamálum sem skólastjóri og sérkennari og smitaðist snemma af áhuga hennar og ástríðu fyrir málaflokknum.

Skoðun
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Alls 70 prósent grunn­skóla í Reykja­vík símalausir

Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 

Innlent