Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

„Liggur al­veg ljóst fyrir að þetta frum­varp er drasl“

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, spáir því að þingmeirihlutinn muni á morgun leggja fram breytingar á veiðigjaldafrumvarpinu. Meirihlutinn muni gera það vegna þess að hann viti það innst inni í hjarta sér að frumvarpið sé ekki gott.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sögu­legur dagur á Al­þingi: Lýðræðisákvæði eða kjarn­orku­sprengja?

Sögulegur þingfundur fór fram í dag. Forseti Alþingis, beitti 71. grein þingskaparlaga og í kjölfarið samþykkti meirihluti þingsins að önnur umræða um veiðigjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar yrði stöðvuð. Í kjölfarið voru greidd atkvæði um frumvarpið og það sent til þriðju umræðu. Stjórnarliðar segja beitingu ákvæðisins nauðsynlega í lýðræðisríki, en stjórnarandstæðingar hafa talað um beitingu kjarnorkuákvæðis.

Innlent
Fréttamynd

Dæmir sig sjálft

Það hefur verið hreinlega ömurlegt að fylgjast með framgöngu Kristrúnar Frostadóttur og skorti hennar á leiðtogahæfni undanfarna daga. Allir aðrir forsætisráðráðherrar hafa náð samkomulagi um þinglok, málamiðlun, frá árinu 1959. Ekki ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, og það vegna skattahækkunar. Sú geðshræring sem virðist hafa gripið um sig á stjórnarheimilinu vegna þinglokasamninga hefur leitt til vægast sagt vanstilltra ummæla ráðherra og annarra stjórnarliða, sem eru hver öðru skaðlegri.

Skoðun
Fréttamynd

Hug­takið valda­rán gengis­fellt

Málþóf er vitanlega umdeilt. Sjálfur var ég ekki sérlega ánægður með það til dæmis þegar Samfylkingin og aðrir þáverandi stjórnarandstöðuflokkar gripu til málþófs á fyrri hluta árs 2014 með það að yfirlýstu markmiði að koma í veg fyrir það að þingsályktunartillaga þáverandi ríkisstjórnar Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, um að umsókn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um inngöngu í Evrópusambandið yrði dregin til baka, næði fram að ganga. Sem tókst. Ég áfelldist þó ekki þáverandi stjórnarandstöðu heldur stjórnarmeirhlutann fyrir það að hafa ekki staðið í lappirnar.

Skoðun
Fréttamynd

Halda á­fram að ræða veiðigjöldin

Þingfundur hefur verið boðaður á Alþingi klukkan tíu dag þar sem eina málið á dagskrá er frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöldin. Fundurinn kemur í kjölfar viðburðaríks þingfundar gærdagsins.

Innlent
Fréttamynd

Hélt á lokuðu um­slagi

Stjórn og stjórnarandstaða hafa átt í heitum deilum um „lokuð umslög“ í dag þar sem forsætisráðherra sagði stjórnarandstæðinga hafa lagt fram sitt eigið frumvarp í umslagi í þinglokaviðræðum. Stjórnarandstæðingar neituðu því en þingflokksformaður Samfylkingarinnar hélt einmitt á lokuðu umslagi í viðtali í kvöldfréttum Sýnar í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Á­byrgðin er þeirra

Undanfarnar vikur hefur forsætisráðherra, Kristrún Frostadóttir, ráðherrar ríkisstjórnarinnar og þingmanna stjórnarmeirihlutans skellt skuldinni af þeirri stöðu sem upp er komin á Alþingi á stjórnarandstöðuna, haldið því fram að málþóf hafi staðið í vegi fyrir framgangi mikilvægra mála og fullyrt að lýðræðislega kjörin stjórnarandstaða ógni lýðræði í landinu, jafnvel lýðveldinu öllu, með því að sinna einfaldlega sínum skyldum.

Skoðun
Fréttamynd

Til­lögur „ekki af­hentar í lokuðu um­slagi“

Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hafna því að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi lagt fram tillögur „í lokuðu umslagi yfir borðið“ í þinglokaviðræðum. Þeir segja óæskilegt að ræða um viðræðurnar, sem eigi að vera bundnar trúnaði, á opinberum vettvangi. 

Innlent
Fréttamynd

Segir um­mæli ráð­herra um sig ó­geð­felld

Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins lýsir orðum ráðherra um hana í kjölfar fundarslita gærkvöldsins alvarleg og ógeðfelld. Ríkisstjórnin hefur fordæmt ákvörðun Hildar, og mennta- og barnamálaráðherra hefur líkt atvikinu við valdarán.

Innlent
Fréttamynd

Um fundar­stjórn for­seta

Vegna margumtalaðs atburðar sem átti sér stað í gærkvöldi þegar Hildur Sverrisdóttir, varaforseti Alþingis, sleit þingfundi, vil ég sem 1. varaforseti Alþingis halda eftirfarandi til haga:

Skoðun
Fréttamynd

Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu?

„Þær nefndu ekki 71. greinina. En mér sýndist algjörlega augljóst að það sé í rauninni það sem þær eru að tala um,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, um ávarp Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra og málflutning ráðherranna Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ingu Sæland á Alþingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Á­form um að eyði­leggja Ís­land!

Ísland, landið okkar, er í stórhættu og við öll íbúar þess verðum að vita af því og verja það. Áskorun á Alþingi Íslands að banna nú þegar, með lögum, uppsetningu á vindorkuverum á og í kringum Ísland!

Skoðun
Fréttamynd

„For­sætis­ráð­herra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir áhugavert að hlusta á forsætisráðherra, sem hann segir búinn að koma Alþingi „fullkomlega í skurðinn,“ útskýra fyrir þinginu hvernig þetta hefur verið. „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið,“ sagði Guðlaugur ákveðinn.

Innlent
Fréttamynd

„Það er orrustan um Ís­land“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, segir að framundan sé orrusta um Ísland sem ríkisstjórnin ætli að vinna. Hún segir framkomu núverandi minnihluta fordæmalausa á aldarfjórðungs þingferli hennar. Sérhagsmunaöfl úti í bæ stýri minnihlutanum í samningaviðræðum.

Innlent
Fréttamynd

„Al­var­leg yfir­lýsing frá for­manni flokks“

Guðrún Hafsteinsdóttir segir að forseti Alþingis hafi ekki upplýst um lengd þingfundar í gær, og spurði forseta af hverju ekkert samtal hefði átt sér stað milli forseta og varaforseta þess efnis. Kristrún Frostadóttir segir að allir sem þekki til þingstarfa eigi að vita að varaforsetar slíti ekki fundi nema eftir samtal við forseta.

Innlent
Fréttamynd

Þykir leitt að hafa valdið upp­námi

„Mér þykir innilega leiðinlegt að fundarstjórn mín sem varaforseti í gærkvöldi sé túlkuð sem tilraun til valdaráns eða hvað það er sem ég heyri víða þennan morguninn. Í stuttu máli var það að sjálfsögðu alls ekki ætlun mín,“ segir Hildur Sverrisdóttir. Ákvörðun hennar um að slíta þingfundi klukkan 23:39 í gærkvöldi olli miklu fjaðrafoki á þingi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort draga eigi vald­hafa undir hús­vegg og skjóta

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, spyr hvort minnihlutinn stefni Alþingi í átt að stjórnleysi líkt og í löndum þar sem valdhafar eru teknir af lífi. Minnihlutinn hafi ekki áhuga á samtali og þingflokksformenn hans mæti óundirbúnir þegar fundað er.

Innlent
Fréttamynd

Sauð upp úr þegar Bryn­dís sagði Hildi fylgja vinnu­reglum

Allt ætlaði um koll að keyra þegar Bryndís Haraldsdóttir sagði að ákvörðun Hildar Sverrisdóttur að slíta þingfundi í gær, væri í samræmi við vinnureglur og handbók forseta. Hróp og köll heyrðust úr þingsal, „Jesús“ sögðu sumir og „hvaða kjaftæði“ sagði einhver hátt og snjallt.

Innlent