Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins beindi fyrirspurn til Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum: Hvað verður um tillöguna um að fella brott áminningar til opinberra starfsmanna? Innlent 11.3.2025 14:08
Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Mögulegt tollastríð gæti haft umtalsverð áhrif á íslenskan almennig að mati seðlabankastjóra. Vöruverð gæti hækkað og ferðamenn síður skilað sér til landsins. Seðlabankinn vinnur að greiningu á líklegum áhrifum. Viðskipti innlent 11.3.2025 12:14
Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar sem fjallað verður um skýrslur peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir árið 2024. Innlent 11.3.2025 08:24
Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Hægt væri að spara að minnsta kosti sjötíu milljarða króna í rekstri ríkissjóðs næstu fjögur ár samkvæmt tillögum hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir hægt að byrja strax á að sameina lögregluembætti. Þá hefur hún ákveðið að afnema handhafalaun vegna forsetavalds. Innlent 4. mars 2025 20:02
Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Fimmtíu og fjórir sóttu um starf sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar, en tólf drógu umsókn sína til baka. Umsóknarfrestur var til 17. febrúar 2025. Eiríkur Björn Björgvinsson, þingmaður Viðreisnar, er í fimm ára leyfi frá starfinu. Innlent 4. mars 2025 15:47
Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. Innlent 4. mars 2025 14:32
Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Enginn stjórnmálaflokkur uppfyllti skilyrði nýrra laga um skráningu flokka þegar fjármálaráðuneytið greiddi út fyrstu styrkina eftir lagabreytingu. Fjármálaráðherra telur að ráðuneytið hefði átt að bíða með greiðslurnar þar til skráning flokkanna væri lögum samkvæmt. Innlent 3. mars 2025 19:33
Fékk blóðnasir í pontu Alma Möller heilbrigðisráðherra var í miðri setningu í pontu á Alþingi þegar hún skyndilega fékk blóðnasir. Hlé var gert á þingfundi. Innlent 3. mars 2025 15:49
Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Ragnar Þór Pétursson, kennari og fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, fordæmir fortakslaust áform Ásthildar Lóu Þórsdóttur, barna- og menntamálaráðherra, um bann við snjallsímum í grunnskólum landsins. Innlent 3. mars 2025 15:16
Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins telur að flýta þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Bregðast þurfi við breyttri heimsmynd og tryggja þjóðaröryggi landsins. Innlent 3. mars 2025 13:23
Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafa skipt sköpum fyrir sigurinn Guðrún Hafsteinsdóttir, nýr formaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að nýta tímann í stjórnarandstöðu til að líta inn á við. Sjálfstæðisflokkurinn eigi að vera stærri og breiðari fylking. Hún vill koma flokknum „aftur í bílstjórasæti íslenskra stjórnmála“. Ný forysta fái það hlutverk að endurhugsa starf flokksins. Innlent 3. mars 2025 09:12
Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis heldur í dag opinn fund þar sem fjallað verður um ákvörðun Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um að krefjast ekki endurgreiðslu framlaga til stjórnmálasamtaka. Daði Már mætir sjálfur og situr fyrir svörum hjá nefndinni. Innlent 3. mars 2025 08:54
Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir var rétt í þessu kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á 45. landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Hún vann formannskjörið gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og verður því tíundi formaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 2. mars 2025 13:17
Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Guðrún Hafsteinsdóttir var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll eftir harða keppni við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningin var jöfn og spennandi, en Guðrún hafði að lokum sigur með 19 atkvæða mun. Innlent 2. mars 2025 11:58
„Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir boðaðar breytingar á lögum, sem fela í sér auknar heimildir lögreglu, ekki ógna stoðum réttarríkisins. Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra hafa verið kynnt í samráðsgátt, sem hefur það að markmiði að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinning af glæpum. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar. Innlent 1. mars 2025 14:16
Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Arnþór Sigurðsson, stjórnarmaður í VR hefur lýst því yfir að hann sé farinn í verkfall frá störfum stjórnar. Hann segir vargöld ríkja í stjórninni og telur að Halla Gunnarsdóttir, formaður VR, eigi að taka sér leyfi frá störfum á meðan stjórnarkjör gengur yfir. Innlent 28. febrúar 2025 16:50
Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir mögulega aðkomu ríkisins að fjármögnun kjarasamninga við kennara þurfa að ræða í stærra samhengi um fjármögnun sveitarfélaga. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar fagnar því að samningar séu í höfn og er ekki sammála því nýgerðir kjarasamningar hleypi af stað höfrungahlaupi. Innlent 28. febrúar 2025 15:07
Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla. Innlent 27. febrúar 2025 21:00
Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, arftaka hans í embættinu, eigna sér árangur hans og gera lítið úr árangri þeirra sem á undan henni komu. Innlent 27. febrúar 2025 20:11
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. Innlent 25. febrúar 2025 14:42
Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Formaður Eflingar á rétt á sex mánaða launagreiðslum við starfslok samkvæmt ráðningasamningi sínum. Sólveig Anna Jónsdóttir segir að hún þægi ekki þau laun næði hún sæti sem kjörinn fulltrúi. Innlent 25. febrúar 2025 14:23
Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn þingmaður og fyrrverandi formaður VR, segir biðlaun sem hann fékk greidd frá verkalýðsfélaginu fara í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Framlínufólk verkalýðsbaráttunnar eigi oft erfitt á vinnumarkaði eftir að það hættir að starfa fyrir verkalýðsfélögin. Innlent 25. febrúar 2025 11:15
VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Ragnar Þór Ingólfsson fékk greiddar rúmar tíu milljónir króna frá stéttarfélaginu VR í hálfs árs biðlaun og orlof eftir að hann lét af embætti formanns til þess að taka sæti á Alþingi í desember. Hann hefur fengið greidd laun fyrir þingsetu frá því í desember. Innlent 25. febrúar 2025 08:36
Stjórnarskráin Reynt hefur verið breyta stjórnarskránni allan þann tíma sem ég man eftir að hafa fylgst með landsmálum og reyndar miklu lengur. Eftir því sem ég best get séð hefur sú vinna alltaf strandað á neitunarvaldi þröngra hagsmunahópa innan Alþingis. Skoðun 24. febrúar 2025 16:32