Nýlega var ráðist á tólf ára dreng í hverfinu sem hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika. Ungmenni hafa áreitt fólk við Mjóddina, þar á meðal kastaði ungur drengur gangstéttarhellu í höfuð manns þar, og í janúar skaut hópur ungmenna flugeldum í átt að fólki.
Hægt er að horfa á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Foreldri hafa lýst ráðaleysi og að lítið sé brugðist við. Borgin segist hafa reynt ýmislegt og ástandið innan veggja skólanna sé orðið betra. Hins vegar sé erfiðara að stjórna því sem gerist utan skólans.
Gestir Pallborðsins voru Hermann Austmar, faðir í Breiðholti, Heimir Ríkarðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, Elísa Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur og Helga Þórðardóttir, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar.