Reykjavík Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu. Innlent 19.10.2025 23:05 Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus. Lífið 19.10.2025 22:33 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Ingveldur Valdimarsdóttir í vesturbæ Reykjavíkur kallar ekki allt ömmu sína þrátt fyrir að vera orðin 105 ára gömul því hún býr ein í sinni íbúð á 10 hæð í blokk og sér alveg um sig sjálf. Hún spilar boccia nokkrum sinnum í viku og besti matur, sem hún fær er nýr fiskur. Magnús Hlynur heimsótti Ingveldi. Innlent 19.10.2025 20:06 Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við að vísa fólki út af hótelherbergi í hverfi 105 í dag. Í dagbók lögreglu segir að fólkið hafi haldið vöku fyrir öðrum gestum hótelsins með partý. Fram kemur að fólkið hafi yfirgefið hótelið án nokkurra vandræða. Innlent 19.10.2025 17:20 „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan. Innlent 19.10.2025 13:52 Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. Innlent 18.10.2025 20:57 Fjórir á lista Páls hættir við Fjórir af þeim sex sem prýddu framboðslista Páls Baldvins Baldvinssonar til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur eru hættir við framboðið. Þrír þeirra staðfestu aldrei framboð sitt. Lífið 18.10.2025 16:39 Dró upp hníf í miðbænum Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands. Innlent 18.10.2025 07:45 Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Innlent 17.10.2025 15:07 Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina. Menning 17.10.2025 13:25 Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum. Innlent 16.10.2025 20:02 Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Íbúi í Fossvogi segir að strætóumferð í gegnum hverfið úr Kópavogi geri það að umferðareyju. Hann segir að sextán strætisvagnar muni keyra í gegnum hverfið á hverri klukkustund verði strætó að ósk sinni að opna þar leið á milli Kópavogs og Reykjavíkur. Innlent 16.10.2025 19:31 Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. Innlent 16.10.2025 17:08 Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Íslenska ríkið þarf að greiða fasteignafélagi í Reykjavík 19 milljónir króna í skaðabætur vegna ólömætrar skyndifriðunar Minjastofnunar árið 2019. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hóteleigendur hafi misst af átta daga virði af leigutekjum vegna tafa sem friðunin olli. Innlent 16.10.2025 17:05 Kærastan áfram í farbanni Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Innlent 16.10.2025 16:42 Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Strengslit urðu á stofnstreng Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis á fimmta tímanum. Það hafði áhrif á nettengingar í Norðlingaholti en viðgerðum er nú lokið. Innlent 16.10.2025 16:36 Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, IER, gerir tólf tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu eftir úttekt IER á aðdraganda og fyrirkomulagi þess þegar Reykjavíkurborg samdi við olíufélögin um fækkun bensínstöðva í borginni í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Innlent 16.10.2025 15:23 Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Skoðun 16.10.2025 09:31 Krónupíning foreldra er engin lausn Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Skoðun 16.10.2025 09:02 Köld kveðja á kvennaári Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Skoðun 16.10.2025 09:02 Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun. Innlent 16.10.2025 08:24 Berum virðingu fyrir börnunum okkar Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Skoðun 16.10.2025 07:02 Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu. Innlent 15.10.2025 23:00 Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. Innlent 15.10.2025 22:00 Við þurfum að tala um Heiðmörk Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur. Skoðun 15.10.2025 19:02 Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram. Skoðun 15.10.2025 15:31 Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Á bráðamóttökunni í Fossvogi er þessa stundina mikið álag og margir sem bíða eftir þjónustu. Innlent 15.10.2025 14:36 Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu. Innlent 15.10.2025 12:27 Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Innlent 15.10.2025 12:00 Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt. Innlent 15.10.2025 11:27 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Fyrstu drög að fyrstu borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur voru nýlega sett í samráðsgátt. Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir stefnuna loforð til íbúa um það hvernig borg eigi að byggja og hvaða gæði eigi að tryggja við það. Hún segir umræðu um hennar eigin fasteignakaup hafa vakið hjá henni reiði og óöryggi og það hafi sérstaklega sært hana hversu samhengislaus umfjöllunin var. Kaupin kjarni hennar pólitík og stefnu. Innlent 19.10.2025 23:05
Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Hjónin Finnur Geirsson og Steinunn K. Þorvaldsdóttir, sem áður áttu og ráku Nóa Síríus, selja nú hús sitt að Strýtuseli 13 í Reykjavík. Finnur lét af störfum eftir 31 ár sem forstjóri félagsins árið 2021 þegar norska fyrirtækið Orkla keypti Nóa Síríus. Lífið 19.10.2025 22:33
105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Ingveldur Valdimarsdóttir í vesturbæ Reykjavíkur kallar ekki allt ömmu sína þrátt fyrir að vera orðin 105 ára gömul því hún býr ein í sinni íbúð á 10 hæð í blokk og sér alveg um sig sjálf. Hún spilar boccia nokkrum sinnum í viku og besti matur, sem hún fær er nýr fiskur. Magnús Hlynur heimsótti Ingveldi. Innlent 19.10.2025 20:06
Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði við að vísa fólki út af hótelherbergi í hverfi 105 í dag. Í dagbók lögreglu segir að fólkið hafi haldið vöku fyrir öðrum gestum hótelsins með partý. Fram kemur að fólkið hafi yfirgefið hótelið án nokkurra vandræða. Innlent 19.10.2025 17:20
„Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Það er löngu komin tími til að þú, Guðmundur Ingi og þitt ráðuneyti, hysjið upp um ykkur, takið ábyrgð og sýnið það í verki, áður en að fleiri börn deyja á ykkar vakt. Því barnið mitt dó á ykkar vakt og það er blákaldur sannleikurinn,“ skrifar móðir sautján ára drengs sem lést í eldsvoðanum á Stuðlum fyrir ári síðan. Innlent 19.10.2025 13:52
Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans. Innlent 18.10.2025 20:57
Fjórir á lista Páls hættir við Fjórir af þeim sex sem prýddu framboðslista Páls Baldvins Baldvinssonar til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur eru hættir við framboðið. Þrír þeirra staðfestu aldrei framboð sitt. Lífið 18.10.2025 16:39
Dró upp hníf í miðbænum Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands. Innlent 18.10.2025 07:45
Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Landsréttur staðfesti fimm ára fangelsisdóm yfir Sindra Kjartanssyni fyrir tilraun til manndráps í gær. Ekki var fallist á rök Sindra að hann hefði stungið mann í tvígang með hnífi í brjóstið í neyðarvörn eftir að ráðist hefði verið á hann kynferðislega. Innlent 17.10.2025 15:07
Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina. Menning 17.10.2025 13:25
Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn segir ýmsum spurningum enn ósvarað um samninga borgarinnar við olíufélög um fækkun bensínstöðva. Skoða þurfi hvort tilkynna þurfi samningana til eftirlitsstofnunar EFTA. Í dag var birt skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um samningana og vill oddvitinn bíða með frekari uppbyggingu á lóðunum. Innlent 16.10.2025 20:02
Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Íbúi í Fossvogi segir að strætóumferð í gegnum hverfið úr Kópavogi geri það að umferðareyju. Hann segir að sextán strætisvagnar muni keyra í gegnum hverfið á hverri klukkustund verði strætó að ósk sinni að opna þar leið á milli Kópavogs og Reykjavíkur. Innlent 16.10.2025 19:31
Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Ökumaður keyrði á ellefu ára dreng á hjóli og ók svo í burtu án þess að stöðva. Faðir drengsins segir hann í andlegu áfalli og leitar vitna að atvikinu. Innlent 16.10.2025 17:08
Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Íslenska ríkið þarf að greiða fasteignafélagi í Reykjavík 19 milljónir króna í skaðabætur vegna ólömætrar skyndifriðunar Minjastofnunar árið 2019. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að hóteleigendur hafi misst af átta daga virði af leigutekjum vegna tafa sem friðunin olli. Innlent 16.10.2025 17:05
Kærastan áfram í farbanni Landsréttur hefur úrskurðað sambýliskonu veitingamannsins Quangs Lé í áframhaldandi farbann en hún er sakborningur í stærsta mansalsmáli Íslandssögunnar ásamt eiginmanni sínum og bróður hans. Hún mun að óbreyttu sæta farbanni fram í lok janúar. Auk mansals er hún grunuð um skjalafals, peningaþvætti og ólöglega sölu dvalarleyfa. Innlent 16.10.2025 16:42
Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Strengslit urðu á stofnstreng Mílu á milli Breiðholts og Hveragerðis á fimmta tímanum. Það hafði áhrif á nettengingar í Norðlingaholti en viðgerðum er nú lokið. Innlent 16.10.2025 16:36
Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar, IER, gerir tólf tillögur að umbótum sem miða að því að bæta starfsemi og stjórnsýslu borgarinnar. Tillögurnar eru settar fram í skýrslu eftir úttekt IER á aðdraganda og fyrirkomulagi þess þegar Reykjavíkurborg samdi við olíufélögin um fækkun bensínstöðva í borginni í borgarstjóratíð Dags B. Eggertssonar. Innlent 16.10.2025 15:23
Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Það hafa verið vonbrigði að fylgjast með nýlegri umræðu um aðgengi hreyfihamlaðs fólks í tengslum við fyrirætlanir vinstri meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum. Barátta sem margir töldu að væri vel á veg komin hefur þurft að vera endurvakin og áfangar sem við töldum að hefði verið náð í þessum málaflokki eru heillum horfnir í huga flokkanna sem nú stýra borginni. Skoðun 16.10.2025 09:31
Krónupíning foreldra er engin lausn Nú liggja fyrir í samráðsferli tillögur um breytingar á leikskólastarfi Reykjavíkurborgar. Tillögurnar varða skráningu á dvalartíma barna, breytt skipulag leikskólans og nýja gjaldskrá sem byggir á tekjutengingum og refsingu fyrir foreldra sem þurfa fulla vistun. Skoðun 16.10.2025 09:02
Köld kveðja á kvennaári Í ár eru 50 ár frá því að konur gengu út og sögðu hingað og ekki lengra, við krefjumst jafnréttis og það strax. Þetta var dagurinn sem hjól íslensks atvinnulífs stöðvuðust því konur lögðu niður störf. Formæður okkar sýndu hversu mikilvægar þær væru á vinnumarkaði og í íslensku samfélagi. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en samt er jafnrétti ekki náð og nú eru hreinlega blikur á lofti. Skoðun 16.10.2025 09:02
Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Einn var vistaður í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti í gærkvöldi eða nótt. Alls gistu fjórir í fangaklefum lögreglunnar í nótt eða gærkvöldi og voru alls 45 mál skráð í kerfið lögreglunnar frá klukkan 17 og til fimm í morgun. Innlent 16.10.2025 08:24
Berum virðingu fyrir börnunum okkar Ég er faðir og fjölskyldumaður sem býr í Laugardal og á þrjú börn sem öll hafa gengið í leik- og grunnskóla í Reykjavík. Í gegnum árin hef ég séð hversu mikilvægt það er að börnin okkar séu í skólaumhverfi sem er bæði öruggt og heilbrigt. Margt hefur verið vel gert í skólamálum, og ég vil sérstaklega hrósa því starfsfólki sem hefur sinnt börnunum okkar af einlægni og alúð, bæði í leikskólum og grunnskólum. Hins vegar blasir við að það er ýmislegt sem mætti bæta þegar kemur að almennri umsýslu málaflokksins og í viðhaldi á húsnæðum borgarinnar. Skoðun 16.10.2025 07:02
Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Dýraverndarsamtök segja minnst ellefu hunda hafa drepist við Geirsnef síðan hundasvæðið var opnað. Svæðið sé illa girt og öryggi ökumanna stórlega ógnað með aðgerðarleysi. Þær segja lukkulegt að ekki hafi orðið banaslys á svæðinu. Innlent 15.10.2025 23:00
Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Framkvæmdir við Sundabraut gætu hafist eftir tvö ár, gangi áform stjórnvalda eftir. Þeir sem vilja lýsa skoðun sinni hafa núna sex vikna frest, til 30. nóvember, til að koma áliti sínu á framfæri. Innlent 15.10.2025 22:00
Við þurfum að tala um Heiðmörk Borgarfyrirtækið Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélag þess, Veitur, ætla að stækka mjög girðingar í kringum vatnsverndarsvæði í Heiðmörk og vill breyta skipulagi þannig að akandi verði gert að leggja í þriggja til fjögurra kílómetra fjarlægð frá vinsælustu útivistarsvæðum Heiðmerkur. Skoðun 15.10.2025 19:02
Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið Það eru margar leiðir að því að stuðla að vellíðan barna og unglinga. Ein af áhrifaríkustu leiðunum er félagsmiðstöðin. Þessi opni vettvangur þar sem ungmenni fá að vera þau sjálf, prófa sig áfram, læra, skapa og vera hluti af hópi þar sem virðing, lýðræði og þátttaka eru leiðarljós. Þarna blómstrar sjálfsmyndin og þar liggur styrkur samfélagsins. Í tilefni af því að í dag er félagsmiðstöðvardagurinn er tækifæri til að draga þær fram. Skoðun 15.10.2025 15:31
Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Á bráðamóttökunni í Fossvogi er þessa stundina mikið álag og margir sem bíða eftir þjónustu. Innlent 15.10.2025 14:36
Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot leiðbeinanda sem starfaði á leikskólanum Múlaborg er á lokametrunum og málið á leið til héraðssaksóknara. Lögregla kveðst ekki geta staðfest endanlega hversu mörgum börnum maðurinn er grunaður um að hafa brotið gegn, nú þegar rannsókn málsins er að ljúka af hálfu lögreglu. Innlent 15.10.2025 12:27
Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Formaður Eflingar heimsótti í morgun nokkra leikskóla í Reykjavík þar sem hún kynnti könnun félagsins á afstöðu starfsfólks leikskóla til breytinga á gjaldskrá leikskóla. Hún segir breytingar muni henta félagsmönnum Eflingar, ekki bara starfsfólki. Hún segist undrast málflutning annarra verkalýðsfélaga vegna málsins. Innlent 15.10.2025 12:00
Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Gangandi kona sem ekið var á á Sæbraut þann 29. september 2024 lést samstundis. Hún varð fyrir bíl sem ekið var norður eftir Sæbrautinni á rúmlega tvöföldum hámarkshraða en konan gekk yfir götuna þó gönguljósið hafi verið rautt. Innlent 15.10.2025 11:27
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið