Reykjavík

Fréttamynd

Játaði fjár­drátt hjá Stangaveiðifélagi Reykja­víkur

Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018.

Innlent
Fréttamynd

Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins

Forsvarsmenn félagsins sem reisir nú stærðarinnar hús við Álfabakka 2 í Reykjavík, nágrönnum þess til nokkurs ama, segja framkvæmdina í fullu í samræmi við gildandi deiliskipulag og þær heimildir sem borgaryfirvöld hafa gefið út. 

Innlent
Fréttamynd

Borgar­stjóri biðlaði til at­vinnu­lífsins vegna leikskólavandans

Einar Þorsteinsson borgarstjóri segist hafa hvatt atvinnulífið til þess að hefja samtal við borgina um samvinnuverkefni við að brúa bilið milli fæðingarorlofs og innritun í leikskóla. Alvotech hefur þegar tilkynnt áform um að stofna þrjá leikskóla og fleiri atvinnurekendur hafa fundað með borginni.

Innlent
Fréttamynd

Skip­stjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnar­kant

Gáleysi skipstjóra hvalaskoðunarskips var talin orsök þess því var siglt á hafnarkant í Reykjavíkurhöfn í sumar. Þrátt fyrir að skipstjórinn væri í brúnni var hann ekki með athygli við stýrið samkvæmt niðurstöðum rannsóknarnefndar samgönguslysa.

Innlent
Fréttamynd

„Mér finnst þetta bara ömur­legt“

„Ég skil íbúa mjög vel og mér finnst þetta bara ömurlegt,“ sagði Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, um risavaxið iðnaðarhúsnæði sem risið er í Breiðholti, þétt upp við fjölbýlishús.

Innlent
Fréttamynd

Síðast­liðin tvö ár verið „al­veg skelfi­leg“

Íbúi fjölbýlishúss í Breiðholti er allt annað en ánægður með framkvæmdir sem staðið hafa yfir á næstu lóð í meira en ár. Þegar framkvæmdum lýkur mun standa eftir mörg þúsund fermetra vöruhús, steinsnar frá stofuglugganum.

Innlent
Fréttamynd

Breytir gömlu heilsu­gæslunni í sex í­búðir

Hekla fasteignir hefur keypt fasteign að Drápuhlíð 14 til 16 þar sem áður var heilsugæsla. Félagið er í eigu forstjóra Heklu, Friðberts Friðbertssonar. Heilsugæslan flutti í Skógarhlíð sumarið 2023. Eignina keypti Friðbert af Reykjavíkurborg og ríkissjóði á um 341 milljón. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þau vilja taka við af Helga Gríms­syni

Tuttugu og tveir sóttu um starf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar sem auglýst var laust til umsóknar í nóvember. Tilkynnt var í haust að Helgi Grímsson hefði ákveðið að láta af störfum. 

Innlent
Fréttamynd

Bjargar deginum að komast að­eins úr klefanum

Fangar á Hólmsheiði eru á fullu þessa dagana að framleiða, mála og búa til jólaskraut sem þeir selja. Fangi segir það gríðarlega mikilvægt að fá að gera eitthvað á daginn annað en að hanga inni í klefa.

Lífið
Fréttamynd

Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægi­síðu

Re­bekka Rafns­dótt­ir, kvik­mynda­gerðarkona og rithöfundur, hefur sett fallega hæð við Ægisíðu á sölu. Um er að ræða 174 fermetra hæð í húsi sem var byggt árið 1952 og steinað meðal annars með íslenskri hrafntinnu. 

Lífið
Fréttamynd

Höll sumar­landsins komin á sölu

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa sett íbuð sína við Skeljanes á sölu. Ásett verð er 108 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Villi Vill og Halla Vil­hjálms á Nínu

Það var líf og fjör á opnun skemmtistaðarins Nínu við Hverfisgötu á dögunum. Eigendur segja staðinn vera svar við kalli landsmanna um öðruvísi og lágstemmdari skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig.

Lífið
Fréttamynd

„Mikil­vægt fyrir dalinn að það sé komin á­kvörðun“

Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. 

Innlent
Fréttamynd

Hundarnir áttu ekki að vera saman

Annar hundanna sem grunaðir eru um að hafa banað ketti í Laugardalnum gær er nú í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri þar segir hundana ekki hafa átt að vera á sama heimilinu. Málið sé nú til rannsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Kærastinn fær á­heyrn í Menningarnæturmálinu

Héraðsdómur Reykjavíkur þarf að taka fyrir skaðabótakröfu pilts í Menningarnæturmálinu svokallaða. Héraðsdómur hafði áður vísað kröfunni frá dómi, en Landsréttur hefur vísað málinu aftur í hérað.

Innlent
Fréttamynd

Laugarneshverfi verður á­fram eitt skóla­hverfi

Skóla- og frístundaráð hefur fallið frá hugmyndum sínum um að skipta Laugarneshverfi upp í nokkur skólahverfi. Þess í stað hefur verið ákveðið að hverfið verði enn eitt skólahverfi, að sett verði upp skólaþorp á meðan Laugarnesskóli er lagaður og að byggður verði nýr safnskóli fyrir elstu börnin. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“

„Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum.

Innlent
Fréttamynd

„Við ætlum ekki að skaffa Land­spítalanum fleiri verk­efni“

Umfangsmikilli jóladagskrá Árbæjarsafns sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna mikillar hálku. Telur starfsfólk að þetta sé í fyrsta sinn sem hún verður ekki á sínum stað frá því að hefðin hófst árið 1989, ef frá eru talin hin óvenjulegu Covid-ár.

Innlent