Reykjavík

Fréttamynd

Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“

Framsóknarflokkurinn lagði fram tillögu í Borgarstjórn Reykjavíkur í gær um að reglur er varða fjölda bílastæða við nýbyggingar verði endurskoðaðar. Borgarfulltrúi sakar flokka sem hafa stýrt undanfarin ár um of stífar reglur hvað varði fjölda bílastæða.

Innlent
Fréttamynd

Skorast ekki undan á­byrgð vilji flokks­menn nýjan odd­vita

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hyggst bjóða sig aftur fram í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor og kveðst ekki ætla að skorast undan ábyrgð ef flokksmenn vilji jafnvel að hún leiði listann. Hún segir þó að traust ríki í garð núverandi oddvita en fylgi flokksins hefur dvínað verulega frá síðustu kosningum.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­steinn volgur og Björg orðuð við odd­vitann

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 

Innlent
Fréttamynd

Höfuð­borgin eftir fimm­tíu ár, hvað erum við að tala um?

Um helgina voru Emmy verðlaunin afhent og athygli vakti þegar framleiðandinn Lorne Michaels, tók við verðlaunum fyrir þáttaröð sína Saturday Night Life, en hafði áður fengið verðlaun fyrir þessa sömu þáttaröð árið 1975, eða fyrir fimmtíu árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Meiri­hluti vill flug­völlinn á­fram í Vatns­mýri

Rétt rúmur helmingur svarenda í skoðanakönnun Maskínu segist hlynntur því að Reykjavíkurflugvöllur verði í Vatnsmýri til framtíðar. Eldra fólk og landsbyggðarbúar eru mun hlynntari staðsetningunni en yngra fólk og höfuðborgarbúar.

Innlent
Fréttamynd

Hildur vill leiða á­fram en Guð­laugur loðinn í svörum

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins stefna flestir á að taka slaginn í borgarstjórnarkosningunum eftir átta mánuði. Hildur Björnsdóttir stefnir ótrauð á að leiða flokkinn til sigurs. Guðlaugur Þór Þórðarson er orðaður við endurkomu í borginni en segist sem stendur ekki velta öðru fyrir sér en starfi sínu sem þingmaður.

Innlent
Fréttamynd

Að þétta byggð

Þétting byggðar er mjög lýsandi orðasamband, við skiljum það öll, en það er víðtækt og tekur yfir amk. tvær ef ekki þrjár aðgerðir sem við nánari skoðun krefjast ólíkrar aðferðafræði, og ættu með raun réttu að hafa sitt hvort nafnið.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hvetur Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, eina kjörna oddvita flokksins, til að segja sig úr flokknum eftir að hún hefur sagst mögulega ætla að bjóða sig fram fyrir annan flokk. Sanna segist fyrst hafa heyrt af þessari áskorun í fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Er það ekki sjálf­sögð krafa að fá bíla­stæði?

Það er margt sem við getum verið stolt af í Reykjavík. Við höfum einstaka náttúru allt í kringum okkur, hreint loft, nálægð við hafið og sterkt samfélag. En við megum ekki gleyma því að borgin okkar er mjög dreifð og því eru góðar samgöngur grundvöllur góðs lífs borgarbúa.

Skoðun
Fréttamynd

Fögur hæð í frönskum stíl

Við Austurbrún í Reykjavík er að finna sjarmerandi sérhæð í þríbýlishúsi sem var byggt árið 1955. Um er að ræða 109 fermetra eign sem hefur verið hönnuð í Parísarstíl. Ásett verð er 94,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka

Eigendur Parka-appsins þurfa að lækka greiðslukröfu karlmanns sem greiddi fyrir rangt stæði um 3.500 krónur eða sem nemur vangreiðslugjaldi fyrirtækisins. Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa þótti Parka ekki upplýsa með skýrum og áberandi hætti um innheimtu vangreiðslugjalds og fjárhæð þess.

Neytendur
Fréttamynd

Upp­selt á fimm­tíu sýningar á Línu Langsokk

Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á fimmtíu sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið.

Menning
Fréttamynd

Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaða­vegi

Leki er úr heitavatnslögn á Bústaðavegi við bensínstöðina nærri Hlíðunum. Loka  þarf fyrir heitt vatn á meðan aðstæður eru kannaðar og lekinn lagaður. Búið er að stöðva lekann og unnið er að viðgerð. 

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís Lóa ætlar ekki fram

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 

Innlent
Fréttamynd

Óvelkomnar alls staðar

Nýlega fékk Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, úthlutað húsnæði í Ármúla eftir margra ára leit að nýju húsnæði enda núverandi húsnæði gamalt og löngu úr sér gengið. Líkt og við var að búast hafa verðandi nágrannar áhyggjur af því að konurnar sem þangað leita muni hafa neikvæð áhrif á starfsemina sem rekin er á nærliggjandi stöðum.

Skoðun
Fréttamynd

Í straffi fyrir skila­boð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdar­verk“

Plötusnúðurinn Silja Glömmi hefur verið sett í straff á Kaffibarnum og mun ekki þeyta þar skífum framar fyrir að hafa skrifað „Free Palestine“ á veggfóðraðan vegg á staðnum. Framkvæmdastjórinn segir veggjakrot viðvarandi vandamál og að þeim sem gerist uppvísir að slíku sé ekki boðið aftur inn á staðinn, allavega tímabundið.

Innlent
Fréttamynd

Ríf­lega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400

Til viðbótar við þau 400 börn 12 mánaða og eldri á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík hafa 786 börn fengið boð um leikskólapláss en ekki hafið leikskólagöngu. Oddviti Sjálfstæðismanna í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála.

Innlent
Fréttamynd

Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins

Mikið vatn hefur lekið frá lögn í Laugardalnum í Reykjavík, við Engjaveg, og hefur pollur sem myndast hefur á veginum valdið vandræðum hjá ökumönnum. Starfsmenn Veitna eru á vettvangi að vinna að viðgerð.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta eru ekki góðar mót­tökur“

Rannsóknarstofan Sameind sækist eftir með kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála að byggingarleyfi fyrir starfsemi Konukots í Ármúla verði fellt úr gildi. Talsmaður Konukots segir kæruna skrímslavæðingu á jaðarsettum hópum en í henni lýsa forsvarsmenn Sameinda meðal annars áhyggjum af því að skjólstæðingar Konukots gætu smitað skjólstæðinga Sameinda af berklum.

Innlent