Reykjavík Skúli sækist eftir 2. sæti Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 20.11.2025 13:25 Ístak byggir Fossvogsbrú Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. Viðskipti innlent 20.11.2025 12:24 Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. Innlent 20.11.2025 10:26 Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc. Lífið 20.11.2025 09:16 Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20.11.2025 06:44 Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. Innlent 20.11.2025 06:32 Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Ísbúð Huppu flytur af Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur í húsnæði við Ægissíðu þar sem veitingastaðurinn 2Guys var áður rekinn. Greint er frá flutningunum í Morgunblaðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 23:30 Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf. Innlent 19.11.2025 22:00 Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19.11.2025 19:08 Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu. Innlent 19.11.2025 17:28 Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Æskuheimili tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar við Laugarnesveg er komið á sölu. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar að stærð og á efstu hæð snyrtilegs fjölbýlishúss frá árinu 1959. Ásett verð er 89,9 milljónir. Lífið 19.11.2025 16:02 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Skoðun 19.11.2025 11:17 Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19.11.2025 11:14 Ó, Reykjavík Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Skoðun 19.11.2025 10:02 Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Ökumenn ættu að fara rólega og að öllu með gát á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í morgunsárið þar sem ljósin eru óvirk. Innlent 19.11.2025 08:53 „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32 Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld. Innlent 18.11.2025 22:00 Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram. Innlent 18.11.2025 21:50 Fer ekki í formanninn Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. Innlent 18.11.2025 17:09 Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Golfsumarið 2026 verður það síðasta sem kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur geta notað eigin golfbíla á völlum klúbbsins. Boðið verður upp á golfbíla til leigu á „hóflegu gjaldi“ sem í dag er 9.350 krónur. Innlent 18.11.2025 16:46 Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Skoðun 18.11.2025 15:01 Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu. Innlent 18.11.2025 13:57 Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Við Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur stendur reisulegt 275 fermetra einbýlishús á þremur hæðum. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt og fyrrverandi húsameistara ríkisins, og byggt árið 1923. Ásett verð er 495 milljónir króna. Lífið 18.11.2025 13:43 Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi allt tiltækt lið að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík á ellefta tímanum eftir að eldur kviknaði í rafmagnstöflu í tæknirými. Slökkvistarf gekk vel sem og rýming hússins. Innlent 18.11.2025 11:18 Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Undirrituð sem búum í næsta nágrenni Gufuneskirkjugarðar, krefjumst þess að deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð verði breytt, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bálstofa sem fyrirhuguð er á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði verði ekki á skipulagi í Grafarvogi. Skoðun 18.11.2025 07:47 Áhugi á Valhöll Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti. Innlent 18.11.2025 06:47 Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. Innlent 17.11.2025 19:24 Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina. Innlent 17.11.2025 17:41 Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Innlent 17.11.2025 14:31 Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. Neytendur 17.11.2025 13:34 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Skúli sækist eftir 2. sæti Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 20.11.2025 13:25
Ístak byggir Fossvogsbrú Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna. Viðskipti innlent 20.11.2025 12:24
Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú. Innlent 20.11.2025 10:26
Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc. Lífið 20.11.2025 09:16
Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti. Innlent 20.11.2025 06:44
Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. Innlent 20.11.2025 06:32
Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Ísbúð Huppu flytur af Seltjarnarnesi og í Vesturbæ Reykjavíkur í húsnæði við Ægissíðu þar sem veitingastaðurinn 2Guys var áður rekinn. Greint er frá flutningunum í Morgunblaðinu. Viðskipti innlent 19.11.2025 23:30
Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf. Innlent 19.11.2025 22:00
Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband. Innlent 19.11.2025 19:08
Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo einstaklinga í dag fyrir þjófnað í verslun Hagkaupa í Kringlunni. Alls eru fimm sem gista í fangageymslu lögreglu. Innlent 19.11.2025 17:28
Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Æskuheimili tónlistarkonunnar Bríetar Ísis Elfar við Laugarnesveg er komið á sölu. Íbúðin er rúmlega 92 fermetrar að stærð og á efstu hæð snyrtilegs fjölbýlishúss frá árinu 1959. Ásett verð er 89,9 milljónir. Lífið 19.11.2025 16:02
30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu. Skoðun 19.11.2025 11:17
Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag. Innlent 19.11.2025 11:14
Ó, Reykjavík Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“. Skoðun 19.11.2025 10:02
Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Ökumenn ættu að fara rólega og að öllu með gát á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar í morgunsárið þar sem ljósin eru óvirk. Innlent 19.11.2025 08:53
„Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Stefán Einar Stefánsson, þáttastjórnandi Spursmála á mbl.is, segir það liggja í augum uppi að það skuli teljast ögrandi að sveifla skotvopnum, árásarrifflum, í myndbandi. Hann telur að þeim sem haga sér með slíkum hætti eigi að vísa úr landi Innlent 18.11.2025 22:32
Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld. Innlent 18.11.2025 22:00
Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram. Innlent 18.11.2025 21:50
Fer ekki í formanninn Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum. Innlent 18.11.2025 17:09
Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Golfsumarið 2026 verður það síðasta sem kylfingar í Golfklúbbi Reykjavíkur geta notað eigin golfbíla á völlum klúbbsins. Boðið verður upp á golfbíla til leigu á „hóflegu gjaldi“ sem í dag er 9.350 krónur. Innlent 18.11.2025 16:46
Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Það er eins og borgarkerfið geri stundum ráð fyrir því að við séum öll steypt í sama mótið. Sama tungumálið, sama menningarlega bakgrunninn með sömu væntingar. Skoðun 18.11.2025 15:01
Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu. Innlent 18.11.2025 13:57
Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Við Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur stendur reisulegt 275 fermetra einbýlishús á þremur hæðum. Húsið var teiknað af Guðjóni Samúelssyni, arkitekt og fyrrverandi húsameistara ríkisins, og byggt árið 1923. Ásett verð er 495 milljónir króna. Lífið 18.11.2025 13:43
Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sendi allt tiltækt lið að Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík á ellefta tímanum eftir að eldur kviknaði í rafmagnstöflu í tæknirými. Slökkvistarf gekk vel sem og rýming hússins. Innlent 18.11.2025 11:18
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Undirrituð sem búum í næsta nágrenni Gufuneskirkjugarðar, krefjumst þess að deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð verði breytt, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bálstofa sem fyrirhuguð er á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði verði ekki á skipulagi í Grafarvogi. Skoðun 18.11.2025 07:47
Áhugi á Valhöll Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti. Innlent 18.11.2025 06:47
Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. Innlent 17.11.2025 19:24
Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina. Innlent 17.11.2025 17:41
Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Meirihluti í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar vill að minnismerki um rithöfundinn Gunnar Gunnarsson og konu hans Franziscu verði sett upp í Viðey en ekki í svokallaðri Gunnarsbrekku fyrir neðan Gunnarshús í Laugardal. Innlent 17.11.2025 14:31
Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka. Neytendur 17.11.2025 13:34