Reykjavík

Fréttamynd

Skúli sækist eftir 2. sæti

Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Ís­tak byggir Fossvogsbrú

Betri samgöngur annars vegar og Ístak hf. & Per Aarsleff AS hins vegar skrifuðu undir verksamning um smíði Fossvogsbrúar fyrr í dag. Fyrirtækin áttu lægra af tveimur tilboðum í verkið og hljóðar samningurinn upp á um 7,7 milljarða króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú

Sjö af hverjum tíu landsmönnum eru hlynntir lagningu Sundabrautar milli Sæbrautar og Kjalarness. Þjóðin skiptist hinsvegar í fylkingar þegar spurt er hvort Sundabrautin ætti að vera göng eða hvort hún ætti að vera brú.

Innlent
Fréttamynd

Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars

Bandaríska hiphop-sveitin Mobb Deep kemur fram á Íslandi þann 24. mars næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í húsnæði KR við Frostaskjól. Mobb Deep var stofnuð á tíunda áratugnum í New York og var hljómsveitin þá skipuð þeim Prodigy og Havoc.

Lífið
Fréttamynd

Maður að trufla um­ferð og eldur í bakaríi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gærkvöldi eða nótt vegna manns sem var sagður standa úti á miðri götu í miðborginni og trufla umferð. Hann hljóp á brott undan lögreglu en fannst skömmu síðar. Maðurinn var handtekinn, enda ekki í ástandi til að sýsla með eigin hagsmuni, segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar. Hann er grunaður um sölu og dreifingu fíkniefna og peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Bílastæða­sjóður hætti eftir­liti á bíla­stæðum við Land­spítala og HR

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, hefur lagt til við umhverfis- og skipulagsráð að Reykjavíkurborg segi upp samningum Bílastæðasjóðs um rekstur gjaldskyldu fyrir einkaaðila á gjaldsvæði 4 (P4). Tillagan var tekin fyrir á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í dag og vísað til borgarráðs til afgreiðslu. 

Innlent
Fréttamynd

Tók fjórar mínútur að koma heimilis­fólki á Hrafnistu í skjól

Það tók innan við fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í öruggt skjól þegar eldur kom upp á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í gær. Heimilisfólkinu var nokkuð brugðið og býðst áfallahjálp eftir atvikið, en ríflega tuttugu íbúar dvelja nú í tímabundnum úrræðum á meðan unnið er að því að koma deildinni aftur í horf.

Innlent
Fréttamynd

Stilla á lista Miðflokks í Kópa­vogi

Á stjórnarfundi Miðflokksdeildar Kópavogs var samþykkt að framboðslisti Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar verði ákveðinn af uppstillingarnefnd. Í tilkynningu eru allir sem hafa áhuga á að taka þátt hvattir til að hafa samband.

Innlent
Fréttamynd

30 milljarðar í út­svar en engin rödd í kosningum

Inngilding íbúa af erlendum uppruna er ein stærsta samfélagslega áskorun Íslands í dag. Það sést skýrt í pólitískri umræðu. Reykjavíkurborg kynnti nýverið drög að nýrri fjölmenningarstefnu sem byggir á inngildingu.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­fylkingin blæs til próf­kjörs í borginni

Samfylkingin í Reykjavík mun halda prófkjör um sex efstu sætin í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Ákvörðun um þetta var tekin á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarfélaganna í Reykjavík í fyrradag.

Innlent
Fréttamynd

Ó, Reykja­vík

Fyrir um ári birtist grein í breska dagblaðinu The Guardian þar sem fyrirsögnin er „Rifnir niður svo byggja megi fleiri hótelherbergi: Tónleikastaðir í Reykjavík gleyptir af ferðamannaiðnaðinum“.

Skoðun
Fréttamynd

Kæra niður­stöðu lög­reglu að loka rann­sókn á meintu of­beldi

Deildarstjóri á leikskólanum Múlaborg er komin í veikindaleyfi vegna streitu og álags meðal annars í tengslum við meint kynferðisbrot starfsmanns á deildinni. Foreldrar eins barns hafa kært niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi starfsmannsins gegn barninu þeirra. Móðir stúlku sem greindi frá því fyrir rúmu ári að hana grunaði að brotið hefði verið á dóttur sinni segir allt kerfið hafa brugðist. Fjallað var um málið í Kveik á RÚV í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið við hreinsun vegna á­reksturs á Hring­braut

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er við vinnu á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur vegna áreksturs. Samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi varðstjóra var enginn fluttur slasaður á spítala. Slökkvilið var aðeins fengið á staðinn til að hreinsa. Búast má við einhverjum töfum í umferð á meðan hreinsun fer fram.

Innlent
Fréttamynd

Fer ekki í for­manninn

Einar Þorsteinsson hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til formanns Framsóknarflokksins. Hann sækist eftir oddvitasæti flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, og segir gríðarlega mikilvægt að koma núverandi meirihluta frá völdum.

Innlent
Fréttamynd

Yfir hring­torg og í undir­göng gangandi veg­far­enda

Ökumaður jeppa á leið til Reykjavíkur missti stjórn á honum í gær eftir umferðaróhapp á Suðurlandsvegi með þeim afleiðingum að bíllinn flaug yfir hringtorg og hafnaði í undirgöngum fyrir gangandi vegfarendur í Norðlingaholti. Íbúar hafa áhyggjur af öryggi gangandi í hverfinu.

Innlent
Fréttamynd

Opið bréf til borgar­stjórnar Reykja­víkur

Undirrituð sem búum í næsta nágrenni Gufuneskirkjugarðar, krefjumst þess að deiliskipulagi fyrir Gufuneskirkjugarð verði breytt, sbr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og bálstofa sem fyrirhuguð er á Hallsholti í Gufuneskirkjugarði verði ekki á skipulagi í Grafarvogi.

Skoðun
Fréttamynd

Á­hugi á Val­höll

Sjálfstæðismenn hafa fengið góð viðbrögð frá áhugasömum kaupendum vegna sölunnar á Valhöll. Ekki er hægt að upplýsa um stöðuna á söluferlinu að öðru leyti.

Innlent
Fréttamynd

Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina

Sendiferðabíll á vegum byggingaverktakans BYGG lenti í Reykjavíkurtjörn síðdegis í dag. Bifreiðin var mannlaus þegar atvikið átti sér stað og er grunur um aftanákeyrslu. Lögreglan kom á staðinn og kallaði út dráttarbíl. 

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn á heil­brigðis­stofnun og lyfjum stolið

Brotist var inn á heilbrigðisstofnun í Ármúla í Reykjavík og lyfjum stolið þaðan. Lögreglan rannsakar nú málið en einnig voru skemmdir og mögulegt tjón unnið á tækjum. Innbrotið uppgötvaðist í morgun en var líklega framið um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR

Forsvarsmenn Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur í Gnoðarvogi við Glæsibæ hafa hafið gjaldskyldu á bílastæðinu við íþróttahús félagsins. Framkvæmdastjóri segir að nauðsynlegt hafi verið að grípa til aðgerða, bílastæðið hafi verið vel sótt. Félagsmenn séu ánægðir og gjaldskyldan þegar farin að virka.

Neytendur