Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 21. mars 2025 12:30 Eiríkur Bergmann er stjórnmálafræðiprófessor. Vísir/Arnar Stjórnmálafræðingur telur mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur ólíklegt til að leiða til falls ríkisstjórnarinnar. Vandræðagang þingflokks Flokks fólksins megi að miklu leyti rekja til reynsluleysis. Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Boðað verður til ríkisráðsfundar á næstu dögum þar sem forsætisráðherra tilkynnir forseta Íslands að Ásthildur Lóa hafi beðist lausnar úr embætti. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, telur líklegast að þegar sá fundur á sér stað verði Flokkur fólksins búinn að velja nýjan ráðherra í hennar stað og hann settur í embætti á sama fundi. Hann segir málið þó ekki líklegt til að fella ríkisstjórnina. Þá sé ekkert við málið sem kalli til þess að Ásthildur hverfi af þingi. „Mér sýnist ekkert benda til þess að ríkisstjórnin sé í hættu út af þessu máli. Það hefur smám saman verið að skýrast atburðarásin, og til dæmis virðist ekki vera sá trúnaðarbrestur gagnvart þeim sem sendi málið inn líkt og að fréttaflutningur gaf til kynna í gær. Svo sagði ráðherrann mjög snöggt af sér. Ég legg ekkert mat á það hvort það hafi verið nauðsynlegt en það léttir auðvitað pressunni af ríkisstjórninni í þessu máli,“ segir Eiríkur. Þetta er alls ekki fyrsta vandræðamál ríkisstjórnarinnar, þá sérstaklega í kringum Flokk fólksins. Styrkjamálið, biðlaun Ragnars Þórs, mál Sigurjóns Þórðarsonar gegn Morgunblaðinu, orð Ásthildar Lóu um dómstólana og símtal Ingu Sælands við skólastjóra Borgarholtsskóla. „Það er bara ekki sama reynsla og sama umgjörð og er í hinum hefðbundnari stjórnmálaflokkum sem kann að skýra að einhverjir átta sig ekki á réttri háttsemi og hegðun. Þurfa að læra það í starfi og þá kannski koma málin upp,“ segir Eiríkur. Þetta er tíunda afsögn ráðherra í Íslandssögunni, séu einungis talin skiptin sem ráðherrar gengu út úr ríkisstjórninni en færðu sig ekki á milli ráðuneyta. „Flest hafa þau mál snúið að annaðhvort fjárhagslegum atriðum, spillingu og þess háttar, eða að pólitískum vandræðagangi. En mér sýnist þetta fyrsta málið af persónulegum toga sem leiðir til afsagnar,“ segir Eiríkur.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira