Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 19:21 Páll Magnússon er meðal annars fyrrverndi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. Í færslu á samfélagsmiðlum segir Páll að fordæmingarnar og formælingarnar hafi keyrt úr öllu hófu áður en Ásthildur sagði sína hlið á málinu. „Ég hvet fólk til að lesa að því er virðist einlæga og opinskáa greinargerð Ásthildar Lóu áður en það fellir dóma í málinu. Að ég tali nú ekki um áður en það dregur fram heykvíslarnar og grjótið,“ segir Páll. Ásthildur Lóa gaf frá sér langa yfirlýsingu í morgun þar sem hún hafnaði því meðal annars að hafa verið leiðbeinandi drengsins á sínum tíma. Hún sagði að drengurinn hefði sótt mjög í hana og hún heðfi upplifað eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling. Þá hafnaði hún jafnframt öllum ásökunum um tálmun. Sambandið óheilbrigt en ekki glæpsamlegt Páll segir að í yfirlýsingu Ásthildar hafi komið fram að hún hefði ekki verið umsjónar- eða tilsjónarmaður piltsins, heldur í svipaðri stöðu og hann í trúarsöfnuðinum Trú og líf. „Úr varð, að því er virðist, frekar óheilbrigt ástarsamband en fráleitt glæpsamlegt. Og meðal annarra orða: hefðu fordæmingarnar núna orðið jafn harðvítugar ef um hefði verið að ræða 22ja ára gamlan strák og 16 ára stelpu?“ „Höfum líka í huga það sem fjölmiðlar hafa haft eftir „drengnum’“: hann leit aldrei á sig sem fórnarlamb í þessu samhengi - og þessi umfjöllun núna er ekki að hans ráði eða frumkvæði.“ Í morgun hafði Vísir eftir Eiríki Ásmundssyni, barnsföður Ásthildar, að málið væri komið upp í hans óþökk. Erindi fyrrverandi tengdamóður hans til forsætisráðuneytisins hefði verið án hans vitneskju. Í öðru viðtali við RÚV skömmu seinna áréttaði Eiríkur hins vegar að hann væri ekki mótfallinn þessari umræðu, og hann væri þakklátur fyrrverandi tengdamóður sinni að hafa komið málinu af stað. Hann sagði að ummælin á Vísi gæfu ekki rétta mynd af því hvað honum fyndist um málið. Undir lok pistils Páls Magnússonar segir hann að það verði pólitískum andstæðingum hennar ekki til framdráttar að skemmta sér með meinfýsnum orðaleikumm um börn, barnanir og barnamálaráðherra. „Af öllum óhróðrinum sem sumir hafa gusað út úr sér í þessu máli er hann einna andstyggilegastur frá þeim sem halda sig geta grætt eitthvað pólitískt á þessari 35 ára gömlu sögu ungmennanna, sem þá voru. Þeirra sem skemmta sér núna með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum um börn, barnanir og barnamálaráðherra.“ „Við þau vil ég segja: gangið hægt um þessar Þórðargleðinnar dyr, finnið ykkur önnur mál; þetta verður ykkur ekki til framdráttar. Kannski er það líka svo að sumir þeirra sem gengu fyrst og harðast fram í fordæmingunni standa ekki á þeim siðferðislega fjallstindi sjálfir að þeim fari vel að kasta fyrsta steininum. Frelsarinn kenndi okkur hver ætti gera það: Sá yðar sem syndlaus er.“ Færsla Páls. Skjáskot Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Í færslu á samfélagsmiðlum segir Páll að fordæmingarnar og formælingarnar hafi keyrt úr öllu hófu áður en Ásthildur sagði sína hlið á málinu. „Ég hvet fólk til að lesa að því er virðist einlæga og opinskáa greinargerð Ásthildar Lóu áður en það fellir dóma í málinu. Að ég tali nú ekki um áður en það dregur fram heykvíslarnar og grjótið,“ segir Páll. Ásthildur Lóa gaf frá sér langa yfirlýsingu í morgun þar sem hún hafnaði því meðal annars að hafa verið leiðbeinandi drengsins á sínum tíma. Hún sagði að drengurinn hefði sótt mjög í hana og hún heðfi upplifað eitthvað sem í dag væri kallað eltihrelling. Þá hafnaði hún jafnframt öllum ásökunum um tálmun. Sambandið óheilbrigt en ekki glæpsamlegt Páll segir að í yfirlýsingu Ásthildar hafi komið fram að hún hefði ekki verið umsjónar- eða tilsjónarmaður piltsins, heldur í svipaðri stöðu og hann í trúarsöfnuðinum Trú og líf. „Úr varð, að því er virðist, frekar óheilbrigt ástarsamband en fráleitt glæpsamlegt. Og meðal annarra orða: hefðu fordæmingarnar núna orðið jafn harðvítugar ef um hefði verið að ræða 22ja ára gamlan strák og 16 ára stelpu?“ „Höfum líka í huga það sem fjölmiðlar hafa haft eftir „drengnum’“: hann leit aldrei á sig sem fórnarlamb í þessu samhengi - og þessi umfjöllun núna er ekki að hans ráði eða frumkvæði.“ Í morgun hafði Vísir eftir Eiríki Ásmundssyni, barnsföður Ásthildar, að málið væri komið upp í hans óþökk. Erindi fyrrverandi tengdamóður hans til forsætisráðuneytisins hefði verið án hans vitneskju. Í öðru viðtali við RÚV skömmu seinna áréttaði Eiríkur hins vegar að hann væri ekki mótfallinn þessari umræðu, og hann væri þakklátur fyrrverandi tengdamóður sinni að hafa komið málinu af stað. Hann sagði að ummælin á Vísi gæfu ekki rétta mynd af því hvað honum fyndist um málið. Undir lok pistils Páls Magnússonar segir hann að það verði pólitískum andstæðingum hennar ekki til framdráttar að skemmta sér með meinfýsnum orðaleikumm um börn, barnanir og barnamálaráðherra. „Af öllum óhróðrinum sem sumir hafa gusað út úr sér í þessu máli er hann einna andstyggilegastur frá þeim sem halda sig geta grætt eitthvað pólitískt á þessari 35 ára gömlu sögu ungmennanna, sem þá voru. Þeirra sem skemmta sér núna með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum um börn, barnanir og barnamálaráðherra.“ „Við þau vil ég segja: gangið hægt um þessar Þórðargleðinnar dyr, finnið ykkur önnur mál; þetta verður ykkur ekki til framdráttar. Kannski er það líka svo að sumir þeirra sem gengu fyrst og harðast fram í fordæmingunni standa ekki á þeim siðferðislega fjallstindi sjálfir að þeim fari vel að kasta fyrsta steininum. Frelsarinn kenndi okkur hver ætti gera það: Sá yðar sem syndlaus er.“ Færsla Páls. Skjáskot
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Flokkur fólksins Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira