Við förum yfir málið og fáum við því viðbrögð frá hinum og þessum. Að auki heyrum við vonandi í ráðherrum ríkisstjórnarinnar sem hafa setið á fundi í allan morgun.
Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefur til að mynda enn ekkert tjáð sig um vendingarnar og enn er óljóst hver mun setjast í stól ráðherra í stað Ásthildar.
Að auki fjöllum við um þá óvenjulegu stöðu sem upp er komin á fjöfarnasta flugvelli heims, en sjálfur Heathrow er lokaður og verður svo fram til miðnættis.
Í sportinu er það svo grátlegt tap Íslendinga gegn Kósóvó í gærkvöldi sem verður tekið fyrir.