Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 13:37 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum krafðist gæsluvarðhalds yfir manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna. Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness, sem birtur var í dag samhliða úrskurði Landsréttar um staðfestingu, segir að maðurinn hafi sætt rannsókn lögreglu frá 23. mars í fyrra. Þann dag hafi lögreglu borist tilkynning um að eiginkona hans hefði orðið fyrir líflátshótunum af hans hálfu. Lögregla hafi frá þeim tíma haft til rannsóknar ætluð brotmannsins gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Bjó með manninum í viku Fyrir liggi að maðurinn hafi komið hingað til lands og hlotið alþjóðlega vernd árið 2022 en eiginkonan og börnin hafi komið til landsins í mars í fyrra og flutt inn með manninum. Eiginkonan hafi yfirgefið sameiginlegt heimili fjölskyldunnar viku síðar vegna ætlaðs ofbeldis. Börnin hafi í kjölfarið verið tekin af manninum og færð til móðurinnar síðar í mars, þar sem þau hafi dvalið síðan. Eiginkonan og börnin hafi notið aðstoðar félags-og barnaverndaryfirvalda og Kvennaathvarfsins. Beitti einhver börnin kynferðislegu ofbeldi Í úrskurðinum segir að konan hafi lýst því að maðurinn hefði beitt hana áralöngu líkamlegu og andlegu ofbeldi, áður en að þau komu til Íslands. Einnig hafi hann beitt börnin ofbeldi, bæði líkamlegu og andlegu, og einhver þeirra kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn hafi sætt nálgunarbanni gagnvart eiginkonu sinni frá 26. mars 2024 til 1. janúar þessa árs. Hann hafi unað þeirri ákvörðun. Í kjölfar kæru barnaverndar gegn manninum hafi Lögreglustjórinn ákveðið þann 17. júlí í fyrra að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart börnum sínum til 18. janúar þessa árs. Í lok nóvember hafi lögreglustjórinn ákveðið að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart allri fjölskyldunni allt til 25. þessa mánaðar. Með hanska, hníf, hamar og límband í bílnum Í úrskurðinum segir að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa ítrekað og endurtekið brotið gegn nálgunarbanni. Níu slík tilvik eru talin upp, á tímabilinu 1. maí í fyrra til 14. mars þessa árs. Hann hafi til að mynda ítrekað verið fyrir utan heimili fjölskyldunnar og skóla barnanna, mætt á samkomu og reynt að ná börnunum til sín og elt þau. Í lok janúar hafi hann birt á Facebookreikningi í nafni eiginkonunnar niðrandi skilaboð og hótanir. Farið hafi verið í leit í hús og bíl varnaraðila og fundist hafi hnífur, einnota hanskar, klaufhamar og strigalímband í bílnum. Þá hafi hann sent eiginkonunni hótun um að hún hefði klukkustund til þess að taka efni út af samfélagsmiðlum, annars ætlaði hann að láta til skara skríða, taka stóra ákvörðun og hann hefði engu að tapa. Myndi halda brotum sínum áfram Í staðfestum úrskurði Héraðsdóms Reykjaness segir að af því sem liggur fyrir í málinu yrði að leggja til grundvallar að maðurinn sé undir rökstuddum grun um háttsemi sem fangelsisrefsing liggur við. „Þegar horft er á það sem fyrir liggur í málinu, gögn málsins og þann fjölda mála sem rannsókn beinist að þykir verða að fallast á að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stig.“ Því væri öllum skilyrðum um gæsluvarðhald uppfyllt og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til 11. apríl næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira