Innlent

Ellert B. Schram er fallinn frá

Ellert B. Schram, fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri, rithöfundur og einhver glæsilegasti íþróttamaður sem Ísland hefur alið, er fallinn frá 85 ára að aldri.

Innlent

„Það á auð­vitað að fara að lögum“

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir að fara eigi að lögum og að Flokkur fólksins fái ekki 70 milljóna króna styrk úr opinberum sjóðum eins og til stóð, þar sem hann uppfyllir ekki lagaskilyrði til þess.

Innlent

Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið

Foreldrar 60 barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Skrifstofustjóri leikskólahluta fagskrifstofu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar segir borgina hafa unnið lengi að lausn málsins.

Innlent

Boða til alls­herjar­fundar samninga­nefnda Kennara­sam­bandsins

Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi.

Innlent

Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vöru­bíla

Meginorsök banaslyss á Vesturlandsvegi í janúar í fyrra var að ökumaður fólksbifreiðar ók yfir á rangan vegarhelming og í veg fyrir tvo vörubíla. Veðurskilyrði versnuðu skyndilega og ökumaðurinn sá ekki út um framrúðuna í aflíðandi beygju með framangreindum afleiðingum.

Innlent

Óttast að í­búar utan Reykja­víkur festist í gistiskýlunum

Síðustu þrjú ár hafa 817 einstaklingar leitað til gistiskýlanna í Reykjavík vegna heimilisleysis. Í fyrra leituðu alls 394 einstaklingar til neyðarskýla en 423 árið áður. Fjöldinn í fyrra er sambærilegur þeim sem var 2022 þegar 391 leitaði í neyðarskýlin. Fjöldinn sem hefur leitað í gistiskýlin er fjölbreyttur en alls eru ríkisföng þessara 817 einstaklinga 45.

Innlent

Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt beiðni Eiríks Björns Björgvinssonar, nýs þingmanns Viðreisnar, um tímabundið leyfi frá störfum hans sem sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs borgarinnar. Samþykkt var að veita honum leyfi í allt að fimm ár.

Innlent

For­eldrar sex­tíu barna vilji leikskóla­stjórann burt

Foreldrar sextíu barna sem eru eða voru á leikskólanum Maríuborg í Grafarholti hafa sent borgarráði Reykjavíkur bréf þar sem þess er krafist að leikskólastjóra Maríuborgar verði vikið frá störfum. Í bréfinu er að finna alvarlegar kvartanir vegna starfshátta á leikskólanum.

Innlent

„Við erum al­gjör­lega komin á enda­stöð“

Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir.

Innlent

Á­fellis­dómur á stjórn­sýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur

Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar, sem segir úrskurðinn hafa komið sér í opna skjöldu.

Innlent

Fleiri skora á Guð­rúnu

Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins.

Innlent

Þau munu vinna úr hag­ræðingar­tillögunum

Fjögurra manna starfshópur hefur verið skipaður til að vinna úr þeim hagræðingartillögum sem borist hafa nýrri ríkisstjórn í Samráðsgátt stjórnvalda. Úrvinnslan er enn ekki hafin en verður snörp, að sögn eins meðlimsins.

Innlent

Borgar­stjóri vill ekki mikinn fjölda hælis­leit­enda í JL húsið

Einar Þorsteinsson borgarstjóri er mótfallinn því að miklum fjölda hælisleitenda verði komið fyrir í JL húsinu. Í Samtalinu með Heimi Má sem sýnt verður í opinni dagskrá á Stöð 2 að loknum fréttum og Íslandi í dag segir hann ekki æskilegt að mikill fjöldi hælisleitenda sé hafður á einum stað.

Innlent

Fíkni­efni í bala og milljónir í skúffu

Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald vegna gruns um stórfellt fíkniefnalagabrot. Lögregla hafði fylgst með öðrum þeirra um nokkurt skeið áður en hún fann tæp sjö kíló af amfetamíni og tæpt kíló af kókaíni í íbúð sem mennirnir höfðu til umráða.

Innlent

Spyr hvort for­eldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna

Haraldur F. Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir kæru foreldrahóps leikskólabarna vera aðför að kennurum barna þeirra en fréttastofa greindi frá því í hádegisfréttum að foreldrahópurinn hefði stefnt Kennarasambandi Íslands því hann teldi hinar ótímabundnu verkfallsaðgerðir í leikskólum vera ólöglegar.

Innlent

Dæmdur fyrir höfuð­högg sem leiddi til dauða

Íslendingur á þrítugsaldri hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða litáísks karlmanns í skemmtistaðnum Lúx í Austurstræti í Reykjavík í júní í hitteðfyrra. Hann fær tveggja ára fangelsisdóm sem er skilorðsbundinn til þriggja ára.

Innlent