Innlent

Ýmis ráð til taugatrekktra á Þor­láks­messu

Streita, pirringur og reiði hefur gert vart við sig í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í aðdraganda jóla og dæmi eru um að menn hafi sent hvor öðrum puttann. Sálfræðingur segir nokkur ráð vera til gegn jólastressinu.

Innlent

Ó­vissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrj­endur

Ekkert er því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa Þórsdóttir snúi aftur í embætti ráðherra ef svo fer að Flokkur fólksins þurfi að stokka upp í ráðherraliði sínu. Þetta segir stjórnmálafræðingur sem rætt verður við í kvöldfréttum Sýnar, en hann segir mikilvægt að eyða óvissu um skipan ráðherraembætta til lengri tíma. Sem stendur gegnir Inga Sæland þremur ráðherraembættum.

Innlent

For­sætis­ráðu­neytið eyddi meiru í al­manna­tengla í fyrra en í ár

Forsætisráðuneytið varði tæpum þremur milljónum í kaup á þjónustu almannatengla í fyrra. Í ár hefur sambærilegur kostnaður ráðuneytisins hins vegar aðeins numið rúmri milljón. Bæði í ár og í fyrra keypti ráðuneytið samskiptaþjónustu af ráðgjafafyrirtækinu Aton ehf. Á sama tímabili hefur innviðaráðuneytið varið litlu sem engu í slíka þjónustu, en réði þó sama fyrirtæki til þjónustu í tengslum við eitt verkefni í fyrra.

Innlent

Svan­hildur Sif heiðruð

Svanhildur Sif Haraldsdóttir var í dag heiðruð fyrir óeigingjarnt og ómetanlegt framlag í þágu barna og fjölskyldna í Kópavogsbæ. Í tilkynningu frá bænum segir að Svanhildur hafi undanfarin 25 ár tileinkað líf sitt því að vera til staðar fyrir börn í vanda.

Innlent

Á­fram auknar líkur á eld­gosi

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að á meðan kvikusöfnun haldi áfram þurfi að reikna með nýju eldgosi, , en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Hættumat helst óbreytt til 6. janúar, nema breytingar verði á virkninni.

Innlent

Ríkis­sjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Ís­lands

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að ríkið standi straum af kostnaði við að flytja táningsstúlku og ömmu hennar sem létust í bílslysi ytra heim til Íslands. Móðir drengs í fíknimeðferð í Suður-Afríku segir gjörbreytingu hafa orðið á syni hennar í meðferðinni ytra undanfarnar vikur. Sjálfur líti hann svo á að það hafi bjargað lífi hans að fara í meðferðina. Móðirin vill að ríkið greiði fyrir meðferðir drengjanna.

Innlent

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent

Fjölgun eldri kvenna í Kvenna­at­hvarfi: „Þessar konur bíða ekki“

Linda Dröfn Gunnardóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir mikilvægt að fólk hafi einhverjar aðrar leiðir en að hringja bara í 112 til að tilkynna grun um ofbeldi í nánum samböndum. Hún kallar eftir því að þróað verði áhættumat sem nýtist fólki í framlínu til að meta hvort að rjúfa eigi þagnarskyldu og bregðast við því þegar fagaðilar telja þá líf einstaklings í hættu vegna heimilisofbeldis.

Innlent

Ráðist á pilt á heim­leið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið.

Innlent

Vest­manna­eyingar fá að eiga Vest­manna­eyjar

Óbyggðanefnd hefur úrskurðað að úteyjar og sker í kringum Vestmannaeyjar, að Surtsey frátaldri, tilheyri í raun Vestmannaeyjabæ. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir úrskurðinn fullnaðarsigur í stórskrýtnu máli.

Innlent

Hyggst kæra dyra­verði Auto til lög­reglu

Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás.

Innlent

Glæ­ný Maskínukönnun og jólaóveður

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði segir að færu kosningar eins og glæný könnun Maskínu væri glæný staða komin upp í íslenskum stjórnmálum. Við skoðum könnunina og fáum Ólaf til að rýna í hana með okkur í kvöldfréttum.

Innlent

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent