Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis verða þar kynntar breytingar, sem ræddar verða á fundi borgarstjórnar klukkan 12. Innlent 16.12.2025 11:00 Hækka hitann í Breiðholtslaug Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar. Innlent 16.12.2025 09:58 Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39 Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40 Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Innlent 15.12.2025 20:40 Umferðarslys á Breiðholtsbraut Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Einn hefur verði fluttur á sjúkrahús. Innlent 15.12.2025 19:40 Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15.12.2025 19:32 Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15.12.2025 19:12 Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði í dag ítarlegri skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. Nefndin var skipuð eftir ákall frá aðstandendum og í henni er varpað ljósi á málsatvik fyrir og eftir flóðið - og ákvarðanir yfirvalda í tengslum við það. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og ræðum við Hafstein Númason sem missti þrjú börn í snjóflóðinu. Innlent 15.12.2025 18:04 Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Bíll bilaði í Hvalfjarðargöngunum nú síðdegis. Göngin voru lokuð í skamma stund á meðan beðið var eftir dráttarbíl til þess að ná í bílinn. Innlent 15.12.2025 17:58 Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15.12.2025 17:31 Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild. Innlent 15.12.2025 16:28 Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðs í Súðavík árið 1995 er hvorki að finna álit né vangaveltur nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstaklinga á atburðum 16. janúar 1995, þegar fjórtán fórust. Í skýrslunni segir hins vegar að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Innlent 15.12.2025 16:23 Þau eru tilnefnd sem maður ársins Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Innlent 15.12.2025 16:00 Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. Innlent 15.12.2025 15:26 Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15.12.2025 14:44 Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15.12.2025 14:44 Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Innlent 15.12.2025 14:41 Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla nefndarinnar verður afhent forseta Alþingis klukkan 13 og kynnt klukkan 15. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 15.12.2025 14:34 Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Innlent 15.12.2025 14:19 Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni og afhent forseta Alþingis skýrsluna. Skýrslan verður kynnt opinberlega klukkan 15. Innlent 15.12.2025 13:18 Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Innlent 15.12.2025 12:01 Heyrði skothvellina á Bondi strönd Í hádegisfréttum verður rætt við Íslending sem býr í Sydney í Ástralíu þar sem hin mannskæða skotárás var framin um helgina. Innlent 15.12.2025 11:40 Vinstri beygjan bönnuð Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún. Innlent 15.12.2025 11:15 Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Heilt yfir gengu tónleikarnir mjög vel en það voru einhver mál sem komu inn á borð lögreglu þar sem tónleikagestir höfðu ekki aldur til að vera á tónleikunum né aldur til að vera undir áhrifum áfengis.“ Innlent 15.12.2025 10:54 „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ „Þegar fólk sér prófílmyndina mína og að ég er múslímsk kona þá finnst þeim í lagi að gera grín að trúarbrögðunum mínum, að kalla mig ákveðnum hlutum vegna trúarbragða minna og að segja mér að ég eigi ekki heima í þessu samfélagi. Að ég eigi að fara, snúa aftur þaðan sem ég kom, og svo framvegis.“ Innlent 15.12.2025 09:20 Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur hefur ákveðið að sækjast eftir öðru til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 15.12.2025 07:39 Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í nótt þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í ruslageymslu fjölbýlishúss í póstnúmerinu 105 og kveikt eld þar inni. Innlent 15.12.2025 06:37 Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Innlent 15.12.2025 06:32 Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11:30 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum Vísis verða þar kynntar breytingar, sem ræddar verða á fundi borgarstjórnar klukkan 12. Innlent 16.12.2025 11:00
Hækka hitann í Breiðholtslaug Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar. Innlent 16.12.2025 09:58
Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Nýskráningar bíla í nóvember voru tæplega þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra. Mikla aukningu má líklegast rekja til hækkunar vörugjalda um áramótin að sögn framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins. Bílaleigur sem ekki kaupa rafbíla verði fyrir hvað mestum áhrifum. Innlent 15.12.2025 23:39
Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður. Innlent 15.12.2025 22:40
Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins setur út á staðhæfingar forstjóra Sýnar um rekstur og tekjur ríkisfjölmiðilsins af auglýsingasölu. Í raun hafi tekjurnar ekki þróast í samræmi við verðlag. Hann telur það ekki skynsamlegt að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði. Innlent 15.12.2025 20:40
Umferðarslys á Breiðholtsbraut Tveir bílar skullu saman á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Jaðarsels. Einn hefur verði fluttur á sjúkrahús. Innlent 15.12.2025 19:40
Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Ljósi er varpað á málsatvik í tengslum við snjóflóðið í Súðavík í skýrslu rannsóknarnefndar sem var kynnt í dag. Formaður nefndarinnar segir hægt að draga lærdóm af skýrslunni. Innlent 15.12.2025 19:32
Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í snjóflóðinu í Súðavík árið 1995 segir nýja skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem kynnt var í dag ekki til neins ef ekki verði brugðist við henni. Hann segir ekki dag líða þar sem hann hugsi ekki til dagsins örlagaríka í janúar þetta ár, stjórnvöld hafi með því að neita að horfast í augu við ábyrgð látið eins og fráfall íbúa í Súðavík hafi ekki skipt neinu máli. Innlent 15.12.2025 19:12
Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Rannsóknarnefnd Alþingis skilaði í dag ítarlegri skýrslu um snjóflóðið í Súðavík. Nefndin var skipuð eftir ákall frá aðstandendum og í henni er varpað ljósi á málsatvik fyrir og eftir flóðið - og ákvarðanir yfirvalda í tengslum við það. Í kvöldfréttum á Sýn förum við yfir helstu niðurstöður skýrslunnar og ræðum við Hafstein Númason sem missti þrjú börn í snjóflóðinu. Innlent 15.12.2025 18:04
Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Bíll bilaði í Hvalfjarðargöngunum nú síðdegis. Göngin voru lokuð í skamma stund á meðan beðið var eftir dráttarbíl til þess að ná í bílinn. Innlent 15.12.2025 17:58
Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú. Innlent 15.12.2025 17:31
Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Félag bráðalækna telur vistun sjúklinga í bílskúr bráðamóttökunnar vera kerfisbundið brot á mannréttindum þeirra. Það sé daglegt viðfangsefni að leysa öryggisógnir vegna plássleysis en vandamálið sé ekki bráðamóttakan sjálf heldur heilbrigðiskerfið í heild. Innlent 15.12.2025 16:28
Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis vegna snjóflóðs í Súðavík árið 1995 er hvorki að finna álit né vangaveltur nefndarinnar um mögulega ábyrgð einstaklinga á atburðum 16. janúar 1995, þegar fjórtán fórust. Í skýrslunni segir hins vegar að auðvelt sé að vera vitur eftir á. Innlent 15.12.2025 16:23
Þau eru tilnefnd sem maður ársins Vísir og Reykjavík síðdegis standa fyrir vali á manni ársins árið 2025 og geta lesendur nú tekið þátt í að velja þá manneskju sem þeim þykir eiga nafnbótina skilið. Innlent 15.12.2025 16:00
Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu lögðu hald á sautján skotvopn sem voru ekki geymd á réttan hátt auk töluverðs magns af skotfærum. Eigendur vopnanna verða kærðir fyrir brot á vopnalögum. Innlent 15.12.2025 15:26
Stór mál standa enn út af Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Innlent 15.12.2025 14:44
Í takt við það sem verið hefur Breyttar innritunarreglur í framhaldsskóla fela ekki í sér hugmyndafræðilega breytingu að mati Guðjóns Hreins Haukssonar formanns Félags framhaldsskólakennara. Hann segir þær í raun staðfesta það sem iðkað hefur verið áratugum saman að skólinn sé fyrir alla. Innlent 15.12.2025 14:44
Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma. Innlent 15.12.2025 14:41
Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni. Skýrsla nefndarinnar verður afhent forseta Alþingis klukkan 13 og kynnt klukkan 15. Sjá má kynninguna í beinni útsendingu hér að neðan. Innlent 15.12.2025 14:34
Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Lenda þurfti flugvél Icelandair á leið til Manchester í Englandi í Liverpool í dag vegna lokunar á annarri tveggja flugbrauta flugvallarins í Manchester. Eftir að fyllt hafði verið á eldsneytistanka flugvélarinnar í Liverpool var flogið til Manchester, þar sem vélinni var lent tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Innlent 15.12.2025 14:19
Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Rannsóknarnefnd Alþingis vegna snjóflóðsins í Súðavík 16. janúar 1995 hefur lokið rannsókn sinni og afhent forseta Alþingis skýrsluna. Skýrslan verður kynnt opinberlega klukkan 15. Innlent 15.12.2025 13:18
Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Í dag mun rannsóknanefnd sem Alþingi skipaði til að rannsaka aðdraganda og eftirmál snjóflóðsins í Súðavík fyrir þrjátíu árum skila skýrslu sinni. Kona sem missti dóttur sína í flóðinu segist vona að sannleikurinn fái loksins að koma í ljós. Innlent 15.12.2025 12:01
Heyrði skothvellina á Bondi strönd Í hádegisfréttum verður rætt við Íslending sem býr í Sydney í Ástralíu þar sem hin mannskæða skotárás var framin um helgina. Innlent 15.12.2025 11:40
Vinstri beygjan bönnuð Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún. Innlent 15.12.2025 11:15
Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Heilt yfir gengu tónleikarnir mjög vel en það voru einhver mál sem komu inn á borð lögreglu þar sem tónleikagestir höfðu ekki aldur til að vera á tónleikunum né aldur til að vera undir áhrifum áfengis.“ Innlent 15.12.2025 10:54
„Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ „Þegar fólk sér prófílmyndina mína og að ég er múslímsk kona þá finnst þeim í lagi að gera grín að trúarbrögðunum mínum, að kalla mig ákveðnum hlutum vegna trúarbragða minna og að segja mér að ég eigi ekki heima í þessu samfélagi. Að ég eigi að fara, snúa aftur þaðan sem ég kom, og svo framvegis.“ Innlent 15.12.2025 09:20
Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Magnea Marinósdóttir stjórnmálafræðingur hefur ákveðið að sækjast eftir öðru til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Flokksvalið fer fram 24. janúar næstkomandi. Innlent 15.12.2025 07:39
Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í nótt þar sem þeir höfðu komið sér fyrir í ruslageymslu fjölbýlishúss í póstnúmerinu 105 og kveikt eld þar inni. Innlent 15.12.2025 06:37
Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Heilbrigðisráðuneytið vinnur í samstarfi við Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði að því að gera efnagreiningu aðgengilega í neyslurými og skaðaminnkandi úrræðum. Í svari frá heilbrigðisráðuneytinu um framkvæmd stefnu í skaðaminnkun sem kynnt var ráðherra í ársbyrjun kemur fram að tveimur aðgerðum sé lokið og að vinna sé hafin við tvær til viðbótar. Innlent 15.12.2025 06:32
Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Þingmenn í stjórnarandstöðu eru ekki mótfallnir byggingu Fljótaganga en telja að forgangsröðun ríkisstjórnarinnar sé röng. Formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins eru á því að Fjarðarheiðargöng ættu að fara í forgang og þingflokksformaður Framsóknarflokksins gagnrýnir yfirlýsingar um að það sé verið að rjúfa kyrrstöðu. Það sé alls ekki raunin. Ekki náðist í formann Miðflokksins vegna umfjöllunarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Innlent 14.12.2025 23:00