Innlent Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita. Innlent 29.1.2026 11:01 Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu. Innlent 29.1.2026 10:38 Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mikla stéttskiptingu innan verkalýðshreyfingarinnar og stöðu verkafólks erfiða. Hún segist vona að kjarasamningar haldi í haust þegar forsenduákvæði verða endurskoðuð en Efling komi alltaf tilbúin til leiks og hún sé tilbúin í slaginn. Innlent 29.1.2026 09:51 Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. Innlent 29.1.2026 08:32 Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps var ekki heimilt að taka ákvörðun um að banna íbúa að halda hund. Íbúinn hafði fengið áminningu vegna brota á samþykkt um hundahald. Kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var vísað frá vegna þess að sveitarstjórn hefði átt að taka ákvörðun um að svipta manninn leyfi til hundahalds. Innlent 29.1.2026 06:30 Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar innbrot á veitingastað, þar sem ýmsum munum var stolið. Innbrotsþjófarnir hafa þegar verið handteknir og þýfinu skilað til eigenda. Þá er einnig til rannsóknar þjófnaður í skartgripaverslun. Innlent 29.1.2026 06:24 Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sautján ára drengur meiddist á fótum eftir að hafa reynt að koma nágranna sínum til aðstoðar í eldsvoða í Reykjanesbæ. Hann reyndi að brjóta niður hurð nágrannans sem var föst inni í íbúðinni sinni. Innlent 29.1.2026 06:00 Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Hátt í sjötíu ár eru síðan eins lítil úrkoma hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu í janúar líkt og nú. Snjóleysið hefur veruleg áhrif á skíðafólk. Innlent 28.1.2026 23:03 Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti vöngum yfir því á þingi í dag hvort Palestínumenn sem komið hafa hingað til lands sem flóttamenn fari aftur til síns heima. Kominn væri friður í Palestínu og mikil uppbygging í vændum á Gasaströndinni. Innlent 28.1.2026 22:23 Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld. Innlent 28.1.2026 21:56 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Gleðin var við völd hjá embætti Ríkislögreglustjóra yfir leiknum, enda er ríkislögreglustjóri sjálfur mikill handboltasérfræðingur. Hann segir oft stutt í að hann missi kúlið yfir skjánum, en reynir að halda andliti fyrir framan starfsfólk sitt. Innlent 28.1.2026 21:13 Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Stór hluti þeirra umsagna sem bárust um frumvarp um lagareldi barst erlendis frá og virðist hægt að rekja þær til alþjóðlega fyrirtækisins Patagonia. Atvinnuvegaráðherra og þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og segja erlent fyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska löggjöf. Innlent 28.1.2026 20:48 Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. Innlent 28.1.2026 20:09 Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Þjóðin er í sigurvímu eftir stórsigur Íslendinga gegn Slóveníu á EM í dag. Íslendingar eru komnir í undanúrslit á mótinu í þriðja sinn í sögunni. Við verðum í beinni frá Malmö, kíkjum á stemninguna og gerum leikinn upp. Þá fylgjumst við með leiknum með ríkislögreglustjóra sem þjálfaði nokkra í liðinu. Innlent 28.1.2026 18:07 Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins heyra í sér á Alþingi þegar sá síðarnefndi lagði fram breytingatillögu um útlendingafrumvarp sem greidd voru atkvæði um í þingsal á versta tíma, yfir landsleik Íslands og Slóveníu í handbolta. Innlent 28.1.2026 16:34 Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra hefur sett Elísabetu Benedikz tímabundið í embætti landlæknis á meðan María Heimisdóttir landlæknir er í veikindaleyfi. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur leyst Maríu af síðustu mánuði. Innlent 28.1.2026 16:06 Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gagnvart eigin syni árið 2023, þegar sonurinn var sextán ára. Honum er gefið að sök að hafa tekið piltinn hálstaki með báðum höndum og þrýst honum upp við borð. Innlent 28.1.2026 14:43 Metaðsókn í starfsendurhæfingu Aldrei hafa jafn margir nýtt sér þjónustu VIRK líkt og á liðnu ári. Um áramótin voru tæplega þrjú þúsund einstaklingar í starfsendurhæfingu. Innlent 28.1.2026 14:09 Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún gefi kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá segir hún ekki hafa verið ákveðið hvort bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey tefli fram lista í kosningunum. Innlent 28.1.2026 13:56 Konan enn þungt haldin Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel. Innlent 28.1.2026 13:42 Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins. Innlent 28.1.2026 13:30 Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem sætir ákæru fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, er einnig ákærður fyrir að hafa greitt fyrir vændi sama kvöld. Innlent 28.1.2026 12:54 Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Annar þeirra segir að það sé alls ekki gott að opinberar stofnanir nýti sér ekki alla þá þekkingu sem er til á landinu vegna persónulegs ágreinings. Hann vill að settur verði á fót óháður hópur til að skoða viðbrögð við eldgosatímabilinu á Reykjanesi. Innlent 28.1.2026 12:53 „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg. Innlent 28.1.2026 12:45 Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Innlent 28.1.2026 11:36 Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fjármálaráðgjafi segir fjárhag barna vera eitt stærsta lífeyrismál foreldranna. Foreldrar eigi það til að seinka því að fara á eftirlaun eða skuldsetja sig til að aðstoða börnin fjárhagslega. Innlent 28.1.2026 11:17 Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Hjalti Már Björnsson bráðalæknir ritar pistil á Vísi þar sem hann lýsir þeim hörmungum sem áfengisneysla hefur leitt yfir mannskepnuna. Innlent 28.1.2026 11:15 Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 28.1.2026 10:35 Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026 hefur verið samþykktur. Fundur félgasmanna fór fram í gærkvöldi. Innlent 28.1.2026 10:08 Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Mikið tjón varð á iðnaðarhúsnæði við Haukamýri á Húsavík þegar eldur kom upp í húsinu í morgun. Um er að ræða nokkurra fermetra iðnaðarhúsnæði en mestur eldur logaði í og við kaffistofu húsnæðisins. Slökkvistarfi er að mestu lokið en húsið verður áfram vaktað í dag og slökkt í þeim glæðum sem enn kunna að loga. Innlent 28.1.2026 09:14 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Þórhallur Jónsson, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri, gefur kost á sér til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann kallar eftir því að farið verði í prófkjör og segir trúnaðarbrest að fyrrverandi formaður fulltrúaráðs, sem tók ákvörðun um röðun á lista, bjóði sig nú fram til oddvita. Innlent 29.1.2026 11:01
Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra leggur til að leigubílar verði auðkenndir með lituðum númeraplötum og að þeir sem ætli að þreyta próf til að aka leigubíl geri það án utanaðkomandi aðstoðar. Þetta leggur ráðherra til í tillögu í samráðsgátt um ýmsar breytingar á reglugerð um leigubifreiðaþjónustu. Innlent 29.1.2026 10:38
Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir mikla stéttskiptingu innan verkalýðshreyfingarinnar og stöðu verkafólks erfiða. Hún segist vona að kjarasamningar haldi í haust þegar forsenduákvæði verða endurskoðuð en Efling komi alltaf tilbúin til leiks og hún sé tilbúin í slaginn. Innlent 29.1.2026 09:51
Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Guðjón Hreinn Hauksson, sitjandi formaður Félags framhaldsskólakennara (FF) og frambjóðandi til formanns, vísar ásökunum mótframbjóðanda síns um óeðlileg afskipti varaformanns af kosningu á bug. Tveir eru í framboði til formanns, Guðjón og Simon Cramer Larsen, stjórnarmaður í FF. Kosning hófst þann 26. janúar og lýkur í dag. Guðjón Hreinn hefur gegnt formennsku frá árinu 2019. Innlent 29.1.2026 08:32
Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps var ekki heimilt að taka ákvörðun um að banna íbúa að halda hund. Íbúinn hafði fengið áminningu vegna brota á samþykkt um hundahald. Kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var vísað frá vegna þess að sveitarstjórn hefði átt að taka ákvörðun um að svipta manninn leyfi til hundahalds. Innlent 29.1.2026 06:30
Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar innbrot á veitingastað, þar sem ýmsum munum var stolið. Innbrotsþjófarnir hafa þegar verið handteknir og þýfinu skilað til eigenda. Þá er einnig til rannsóknar þjófnaður í skartgripaverslun. Innlent 29.1.2026 06:24
Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Sautján ára drengur meiddist á fótum eftir að hafa reynt að koma nágranna sínum til aðstoðar í eldsvoða í Reykjanesbæ. Hann reyndi að brjóta niður hurð nágrannans sem var föst inni í íbúðinni sinni. Innlent 29.1.2026 06:00
Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Hátt í sjötíu ár eru síðan eins lítil úrkoma hefur mælst á höfuðborgarsvæðinu í janúar líkt og nú. Snjóleysið hefur veruleg áhrif á skíðafólk. Innlent 28.1.2026 23:03
Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Jens Garðar Helgason, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, velti vöngum yfir því á þingi í dag hvort Palestínumenn sem komið hafa hingað til lands sem flóttamenn fari aftur til síns heima. Kominn væri friður í Palestínu og mikil uppbygging í vændum á Gasaströndinni. Innlent 28.1.2026 22:23
Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Frambjóðendur til oddvitasætis Viðreisnar í Reykjavík gerðu sitt besta til að halda dyrum opnum þegar þau voru spurð í kappræðum flokksins í kvöld hvort þau gætu frekar hugsað sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum eða Samfylkingunni. Oddvitar mættust í kappræðum í Austurbæjarbíó í kvöld. Innlent 28.1.2026 21:56
28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Gleðin var við völd hjá embætti Ríkislögreglustjóra yfir leiknum, enda er ríkislögreglustjóri sjálfur mikill handboltasérfræðingur. Hann segir oft stutt í að hann missi kúlið yfir skjánum, en reynir að halda andliti fyrir framan starfsfólk sitt. Innlent 28.1.2026 21:13
Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Stór hluti þeirra umsagna sem bárust um frumvarp um lagareldi barst erlendis frá og virðist hægt að rekja þær til alþjóðlega fyrirtækisins Patagonia. Atvinnuvegaráðherra og þingmenn hafa lýst yfir áhyggjum vegna þessa og segja erlent fyrirtæki reyna að hafa áhrif á íslenska löggjöf. Innlent 28.1.2026 20:48
Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. Innlent 28.1.2026 20:09
Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Þjóðin er í sigurvímu eftir stórsigur Íslendinga gegn Slóveníu á EM í dag. Íslendingar eru komnir í undanúrslit á mótinu í þriðja sinn í sögunni. Við verðum í beinni frá Malmö, kíkjum á stemninguna og gerum leikinn upp. Þá fylgjumst við með leiknum með ríkislögreglustjóra sem þjálfaði nokkra í liðinu. Innlent 28.1.2026 18:07
Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lét Brynjar Níelsson þingmann Sjálfstæðisflokksins heyra í sér á Alþingi þegar sá síðarnefndi lagði fram breytingatillögu um útlendingafrumvarp sem greidd voru atkvæði um í þingsal á versta tíma, yfir landsleik Íslands og Slóveníu í handbolta. Innlent 28.1.2026 16:34
Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Heilbrigðisráðherra hefur sett Elísabetu Benedikz tímabundið í embætti landlæknis á meðan María Heimisdóttir landlæknir er í veikindaleyfi. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur leyst Maríu af síðustu mánuði. Innlent 28.1.2026 16:06
Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás gagnvart eigin syni árið 2023, þegar sonurinn var sextán ára. Honum er gefið að sök að hafa tekið piltinn hálstaki með báðum höndum og þrýst honum upp við borð. Innlent 28.1.2026 14:43
Metaðsókn í starfsendurhæfingu Aldrei hafa jafn margir nýtt sér þjónustu VIRK líkt og á liðnu ári. Um áramótin voru tæplega þrjú þúsund einstaklingar í starfsendurhæfingu. Innlent 28.1.2026 14:09
Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún gefi kost á sér í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þá segir hún ekki hafa verið ákveðið hvort bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey tefli fram lista í kosningunum. Innlent 28.1.2026 13:56
Konan enn þungt haldin Kona liggur enn þungt haldin eftir að eldur kviknaði í íbúð hennar við Vatnsholt í Reykjanesbæ á sunnudagskvöld. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir eldsupptök enn ekki liggja fyrir. Rannsókn lögreglu miði vel. Innlent 28.1.2026 13:42
Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Atvinnuvegaráðherra hefur í samráði við fjármála- og efnahagsráðherra ákveðið að ráða Jarþrúði Ásmundsdóttur til að leiða samningaviðræður við Bændasamtök Íslands vegna endurskoðunar stuðningskerfis landbúnaðarins. Innlent 28.1.2026 13:30
Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Helgi Bjartur Þorvarðarson, sem sætir ákæru fyrir að nauðga tíu ára dreng í Hafnarfirði, er einnig ákærður fyrir að hafa greitt fyrir vændi sama kvöld. Innlent 28.1.2026 12:54
Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Annar þeirra segir að það sé alls ekki gott að opinberar stofnanir nýti sér ekki alla þá þekkingu sem er til á landinu vegna persónulegs ágreinings. Hann vill að settur verði á fót óháður hópur til að skoða viðbrögð við eldgosatímabilinu á Reykjanesi. Innlent 28.1.2026 12:53
„Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og líklegt má telja að frumvarpið fljúgi í gegnum þingið. Þingmaður Miðflokksins vill þó að gengið verði lengra þannig að hægt verði að svipta þá vernd sem framið hafa ítrekuð brot, þrátt fyrir að þau teljist ekki alvarleg. Innlent 28.1.2026 12:45
Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Innlent 28.1.2026 11:36
Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Fjármálaráðgjafi segir fjárhag barna vera eitt stærsta lífeyrismál foreldranna. Foreldrar eigi það til að seinka því að fara á eftirlaun eða skuldsetja sig til að aðstoða börnin fjárhagslega. Innlent 28.1.2026 11:17
Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Hjalti Már Björnsson bráðalæknir ritar pistil á Vísi þar sem hann lýsir þeim hörmungum sem áfengisneysla hefur leitt yfir mannskepnuna. Innlent 28.1.2026 11:15
Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sigfús Aðalsteinsson fasteignasali leiðir lista Okkar borgar – Þvert á flokka í sveitarstjórnarkosningum í vor. Baldur Borgþórsson mun skipa annað sæti listans. Tilkynnt var um framboðið í október í fyrra. Hlynur Áskelsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur þriðja sæti á listanum. Sigfús og Baldur voru til viðtals um væntanlegt framboð í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Innlent 28.1.2026 10:35
Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2026 hefur verið samþykktur. Fundur félgasmanna fór fram í gærkvöldi. Innlent 28.1.2026 10:08
Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Mikið tjón varð á iðnaðarhúsnæði við Haukamýri á Húsavík þegar eldur kom upp í húsinu í morgun. Um er að ræða nokkurra fermetra iðnaðarhúsnæði en mestur eldur logaði í og við kaffistofu húsnæðisins. Slökkvistarfi er að mestu lokið en húsið verður áfram vaktað í dag og slökkt í þeim glæðum sem enn kunna að loga. Innlent 28.1.2026 09:14