Innlent

Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur lagt til að skrásetningargjöld í opinbera háskóla á Íslandi geti orðið allt að 100 þúsund krónur fyrir skólaárið. Skrásetningargjöldin eru 75 þúsund krónur í dag og hafa verið óbreytt frá árinu 2014. Samþykki Alþingi tillöguna kæmi hún til framkvæmda á næsta ári.

Innlent

Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum

Jarðskjálfti af stærðinni 3,3 mældist í Vatnafjöllum suðaustur af Heklu rétt fyrir klukkan tvö í dag. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst þar frá því í janúar.

Innlent

Af­nemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar

Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra.

Innlent

Gestur Guð­munds­son er látinn

Gestur Guðmundsson lést í gær, 74 ára að aldri. Hann var félagsfræðingur, fræðimaður og rithöfundur sem markaði djúp spor í íslenskt menningar- og fræðasamfélag.

Innlent

Há­skólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inn­töku alþjóð­legra nema

Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára.

Innlent

Hallar á karla í fjár­laga­frum­varpi

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa.

Innlent

Féll af baki ís­lensks hests og fær engar skaða­bætur

Þýsk ferðakona fær ekki bætur frá íslensku tryggingafélagi eftir að hafa slasast á hestbaki hjá íslensku ferðaþjónustufyrirtæki. Ekki þótti sannað að fyrirtækið hefði sýnt af sér saknæma háttsemi. Öllu heldur hefði verið um viðbúið óhappatilvik að ræða.

Innlent

Ó­sáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu.

Innlent

Bylgja Dís er látin

Bylgja Dís Gunnarsdóttir, formaður Kyrrðarbænarsamtakanna á Íslandi og sópransöngkona, lést þann 3. september langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Hún var 52 ára gömul.

Innlent

„Allir vilja alltaf meira“

Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“

Innlent

Daður við drengi sem verður kyn­ferðis­legt og endar með hótun

Barnaheill merkja aukningu í svokölluðum kynlífskúgunarmálum sem beinast gegn börnum. Fórnarlömbin eru í flestum tilfellum unglingsdrengir sem eru narraðir af óprúttnum aðilum, sem þykjast vera stúlka á þeirra aldri, til að senda af sér viðkvæmar myndir sem þeir síðan nota til að kúga fé út úr drengjunum.

Innlent

Fjár­lög 2026: Ríkis­stjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár

Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni.

Innlent

Leitað að manni með öxi

Lögregla rannsakar nú mál þar sem tvö ungmenni eru sögð hafa veist að því þriðja, slegið með áhaldi og rænt. Atvikið er sagt hafa átt sér stað við verslunarmiðstöð.

Innlent

„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“

Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti.

Innlent

Syrgja fallið korna­barn: „Það er ekkert plan, engin lausn“

Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt.

Innlent

Kröftug mót­mæli brjóti ekki gegn mál­frelsi

Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi.

Innlent

Já­kvæð gagn­vart nýrri at­vinnu­stefnu

Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin.

Innlent