Innlent

Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð

Gunnari Gíslasyni, forstöðumanni Miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, líst ekki á blikuna hvað varðar umræðuna um læsi og lestrarkennslu, en hann segist óttast að verið sé að kynda undir „læsisstríði“. Hann telur það meðal annars vera lykilatriði að efla og auka áherslu á læsi og lesskilning á mið- og unglingastigi, en ekki bara í fyrstu bekkjum grunnskóla.

Innlent

Mælir fyrir samgönguáætlun í dag

Gert er ráð fyrir að Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mæli fyrir samgönguáætlun á Alþingi í dag. Um er að ræða fyrstu samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar en hún er fyrir árin 2026 til 2040 og henni fylgir einnig fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2026 til 2030.

Innlent

Fann kattarhræ í marg­nota poka úti í hrauni

Ómögulegt er að segja til um það hvað varð ketti sem fannst í poka í hrauninu í Helguvík í Reykjanesbæ að aldurtila. Að sögn starfsmanns Dýralæknastofu Suðurnesja er allt eins líklegt að honum hafi verið komið þar fyrir af eigendum sínum.

Innlent

Sam­þykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið

Það kom Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna (VG) í Reykjavík, í opna skjöldu þegar hún heyrði frá fjölmiðlum að Sanna Magdalena Mörtudóttir myndi leiða sameiginlegt framboð VG og Vors til vinstri. Það hafi ekki verið það sem samþykkt var á fundi félags VG í Reykjavík í dag. Stjórnarformaður félagsins segir að viðræður framboðanna hafi byggt á því að Sanna myndi leiða listann, þótt það hafi ekki verið formlega samþykkt. Hann segir að hugmyndir um slíkt hafi verið kynntar félagsmönnum, en það hafi ekki verið samþykkt formlega.

Innlent

VG og Sanna sam­eina krafta sína

Vinstri græn í Reykjavík og Vor til vinstri munu hafa myndað framboðsbandalag fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi mun leiða listann.

Innlent

Sala á græn­lenskum á Ís­landi nær tvö­faldast

Íslenskir fánaframleiðendur taka eftir marktækri aukningu í áhuga Íslendinga á grænlenska fánanum, Erfalasorput eins og þeir kalla hann á sínu máli. Rekstrarstjóri Fánasmiðjunnar segir að 85 prósent aukning á pöntunum á milli mánaða.

Innlent

Ekkert at­huga­vert við fundinn og stjórnin starfshæf

Stjórn Félags akademískra starfsmanna Bifrastar (FAB) segir að stjórnendur bifrastar, þar með talið rektor, byggi á því fyrir stjórn skólans að ekki hafi verið staðið rétt að málunum á fundi félagsins á miðvikudag þegar vantrausti var lýst yfir á yfirstjórn skólans. FAB segir ekkert til í þeim málflutningi.

Innlent

Stjórn­völd „í blind­flugi“ í mennta­málum í rúman ára­tug

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, stofnandi Köru Connect, segir stjórnvöld hafa verið í blindflugi í menntamálum í rúman áratug. Allir mælikvarðar hafi verið á niðurleið frá árinu 2012 og á sama tíma og önnur lönd í svipaðri stöðu hafi komið sér á strik hefur Íslendingum ekkert tekist að spyrna fótum.

Innlent

Sam­bandið aldrei verra: Ís­land gæti bæst á listann

Sendiherrar Evrópusambandsins koma saman á neyðarfundi seinna í dag vegna Grænlandstolla Bandaríkjaforseta. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir samband Bandaríkjanna og Evrópu aldrei hafa verið verra. Hún útilokar ekki að Ísland bætist á lista forsetans. 

Innlent

Dæmi um að nem­endur hafi aldrei mætt í leik­fimi

Íþróttakennari til 25 ára segir þátttöku barna í skólaleikfimi hafa dregist mjög saman á undanförnum árum. Almenn vanlíðan meðal nemenda hafi aukist og dæmi eru um að börn hafi verið í skólanum hans í nokkurn tíma án þess að hafa mætt í íþróttatíma.

Innlent

Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust

Verðbólga gæti sprengt hina svokölluðu „stöðugleikasamninga“ strax í haust. Í lok árs mældist verðbólga 4,5 prósent og Landsbankinn spáir verðbólgu upp á 5,1 prósent í janúar og Arion spaír 4,9 prósent. Forsenduákvæði kjarasamninganna sem skrifað var undir 2024 miða við 4,7 prósent.

Innlent

Ís­land standi með Græn­landi og Dan­mörku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið.

Innlent

„Veg­ferð á­kæru­valdsins til skammar“

Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. 

Innlent

Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli

Betur fór en á horfðist þegar ökumaður, sem lág staða sólar á himni hafði blindað, ók á fleygiferð aftan á kyrrstæðan bíl í vegkanti, sem hafði örfáum mínútum fyrr ekið aftan á annan kyrrstæðan bíl þar fyrir framan, með þeim afleiðingum að fyrsti bíllinn hafnaði á hliðinni, og sá seinni skall utan í ökumenn og farþega beggja síðarnefndu bílanna, þar sem þeir stóðu og fylltu út tjónaskýrslu.

Innlent

„Hef hvergi hallað réttu máli“

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri, segist ekki hafa farið með rangt mál þegar hún var spurð hvort borgin væri að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar.

Innlent

Fá þau að vera aftur á lista með Hildi?

Sjálfkjörið var í kjörnefnd Varðar sem sér um uppstillingu á lista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum. Allir núverandi borgarfulltrúar sem Vísir hefur náð tali af vilja aftur í framboð, ekki náðist í einn. Oddviti segist finna gríðarlegan áhuga fólks á því að fá sæti á lista flokksins.

Innlent

Eigum eftir að sjá hvort Guð­brandur bæti upp fyrir hegðun sína

Talskona Stígamóta segir afsögn hafa verið eina valkostinn í máli þingmanns flokksins sem hefur nú játað að hafa sóst eftir því að kaupa vændi. Hann sagði af sér þingmennsku eftir að honum var tilkynnt að fjallað yrði um málið. Formaður Viðreisnar segist vonsvikinn vegna málsins.

Innlent