Innlent

Meira í varnar­mál og heitar um­ræður í beinni

Úkraínumenn standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun, að missa annað hvort mikilvægan bandamann eða virðinguna. Þetta sagði Úkraínuforseti í ávarpi til þjóðarinnar nú þegar stjórnvöld hafa einungis nokkurra daga frest til þess að svara friðaráætlun Bandaríkjamanna sem er líkt við óskalista Pútíns. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Sýnar. Þá verður einnig rætt við forsætisráðherra um framlög Íslendinga til varnarmála sem munu hækka um einn og hálfan milljarð króna á milli ára.

Innlent

Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar.

Innlent

Kanna fýsileika landeldis á Bakka

Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur.

Innlent

Hyggjast reisa fjöru­tíu í­búðir í rað­húsum í Breið­holti

Uppbygging fjörutíu íbúða í raðhúsum við Suðurhóla í Breiðholti var samþykkt á fundi borgarráðs í gær en í dag er þar að finna grasblett sem nýttur hefur verið sem boltavöllur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar lögðu fram sérbókanir um málið, fögnuðu uppbyggingu en lýstu yfir áhyggjum af þéttleika byggðarinnar og skorti á bílastæðum.

Innlent

Vara við netsvikum í nafni Skattsins

Lögreglan á höfuðbogarsvæðinu varar við svokölluðum vefveiðum í nafni Skattsins. Embættinu hafa borist tilkynningar vegna málsins, að því er fram kemur í tilkynningu.

Innlent

Hafa á­hyggjur af fjár­mögnun lofts­lagsað­gerða stjórn­valda

Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn.

Innlent

Stöðvar fram­kvæmdir við nýja Kaffi­stofu Sam­hjálpar

Framkvæmdastjóri Samhjálpar hefur stöðvað framkvæmdir á nýrri Kaffistofu Samhjálpar við Grensásveg 46 þar til grenndarkynningu er lokið. Hópur íbúa sem býr í nágrenni við nýtt húsnæði kaffistofunnar hefur mótmælt opnun kaffistofunnar í hverfinu en í íbúagrúppu hverfisins á Facebook eru íbúar aftur á móti mjög jákvæðir.

Innlent

Ör­yrkjar fá nú síður gjaf­sókn

Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu.

Innlent

For­eldrar eigi líka að leggja símann frá sér

Yfir eitt hundrað börn sem eru saman komin á barnaþingi munu grilla ráðherra ríkisstjórnarinnar í dag. Reglur um snjallsímanotkun eru þeim ofarlega í huga að sögn umboðsmanns barna sem telur mikilvægt að yngri kynslóðin komi enn frekar að ákvarðanatöku í samfélaginu.

Innlent

Spáir enn desembergosi

Landris er stöðugt við Svartsengi á Reykjanesskaga en lítil skjálftavirkni mælist á svæðinu að sögn eldfjallafræðings. Hann spáir eldgosi á svæðinu í seinni hluta desember.

Innlent

Margir skorað á Ingi­björgu í for­manninn

Ingibjörg Isaksen þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir ýmsa hafa komið að máli við sig og hvatt hana til þess að bjóða sig fram til formanns flokksins. Hún segist þakklát fyrir traustið og hvatninguna, enn sé langt í flokksþing og of snemmt að segja til um formannsframboð.

Innlent

Játaði líkams­á­rás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara

Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás.

Innlent

Bílvelta og á­rekstur í hálkunni

Árekstur varð á gatnamótum Lyngáss og Hafnarfjarðarvegar á ellefta tímanum og þá valt bíll á Nesjalvallaleið við Eiturhól. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu varar við hálku í borginni.

Innlent

Vilja tryggja stöðu ungs fólks í próf­kjöri Sam­fylkingarinnar

Hallveig, félag Ungs jafnaðarfólks í Reykjavík, ákvað á félagsfundi þann 12. nóvember að halda forprófkjör í desember 2025 fyrir prófkjör Samfylkingar í sveitarstjórnarkosningum 20226. Forseti segir það tilraun hreyfingarinnar til að koma ungu fólki að í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Illa hafi gengið í síðasta prófkjöri að koma ungum einstaklingum að.

Innlent

Kanna hug Grind­víkinga til fram­tíðar í Grinda­vík

Grindavíkurnefndin ætlar nú, tveimur árum frá rýmingu, að kanna hvernig Grindvíkingum líður og skoða hvaða afstöðu fólk hefur til framtíðar í Grindavík. Jóhanna Lilja Birgisdóttir, sálfræðingur og nefndarmaður í Grindavíkurnefnd, segir stefnt að því að hafa fyrstu niðurstöður könnunar tilbúnar í janúar. Vinnu eigi að vera lokið áður en Grindavíkurnefndin lýkur störfum í maí á næsta ári.

Innlent

Skipu­lagðir glæpahópar farnir að útvista of­beldi

Tilfellum þar sem skipulagðir glæpahópar beita öðrum fyrir sig til ofbeldisverka gegn greiðslu fer fjölgandi hér á landi. Sérfræðingur segir þetta í takti við þróunina á Norðurlöndum. Fjórum var vísað frá á landamærunum í sumar vegna þessa. Ljóst sé að efla þurfi alþjóðasamstarf þar sem ljóst sé að brotahópar virði ekki landamæri.

Innlent

Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi tvo karlmenn frá Rúmeníu, sem eru grunaðir um vasaþjófnað. Mennirnir komu hingað til lands í fyrradag og sterkur grunur leikur á að þeir hafi komið hingað eingöngu til þess að fremja auðgunarbrot. Málið er í rannsókn.

Innlent

Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala

Mohamed Hicham Rahmi hefur verið dæmdur í fjögurra ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot. Hann var dæmdur fyrir að standa að innflutningi kókaíns auk þess sem fjöldi fíkniefna fannst í fórum hans ætlaður til söludreifingar. Þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítugur á maðurinn þegar dóma á bakinu í Svíþjóð og hér heima fyrir dópsölu. Sjálfa var meðal sönnunargagna í málinu.

Innlent