Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. mars 2025 20:23 Ólöf Björnsdóttir segist hafa sent erindið til forsætisráðherra í trúnaði. Skjáskot/RÚV Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar. Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Konan er Ólöf Björnsdóttir, fyrrverandi tengdamóðir barnsföður Ásthildar Lóu, en hún var til viðtals á RÚV í kvöld. „Er algjör trúnaður þar?“ Hún segist hafa hringt í ráðuneytið og spurt hvert hún gæti sent tölvupóst þannig það væri fullur trúnaður um málið. Hún hafi fengið leiðbeiningar um það hvert hún gæti beint slíkum erindum. „Er algjör trúnaður þar? Fer það ekki neitt, út um bí?“ segist Ólöf hafa spurt. „Algjör trúnaður,“ eru svörin sem hún fékk, að hennar sögn. Svo hafi hún sent svohljóðandi tölvupóst: „Góðan daginn. Ég bið um stuttan fund með Kristrúnu Frostadóttur, en það varðar Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Það er í góðu lagi að hún sitji líka fundinn, ef Kristrún vill það. Liggur á. Með kveðju, Ólöf Björnsdóttir.“ „Ég er ekki að bjóða Ásthildi Lóu á fundinn. Ég er bara að benda Kristrúnu á það, að þegar hún er búin að fá að vita hvert málefnið er ... Ef að Kristrún vildi hitta mig og fá að vita efnið, þá mætti hún kalla Ásthildi inn, og ég myndi alveg Face-a hana (mæta henni) með þessum látum,“ segir Ólöf í viðtalinu. „Ég var að reyna koma því á að það væri málefni sem væri svolítið viðkvæmt og snerti hana, Ásthildi,“ segir Ólöf. Ólöf segir það hafa komið henni í opna skjöldu þegar Ásthildur hringdi svo í hana. Þá hafi það ekki síður komið á óvart þegar hún bankaði upp á heima hjá henni klukkan 22. „Ég var bara svo rasandi. Af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði: „hún veit nafnið þitt?“ eða „megum við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa samband við þig?“ Mér fannst ráðuneytið hafa brugðist algjörlega hafa brugðist frá a til ö. Ég lít algjörlega á þetta sem trúnaðarbrest,“ sagði Ólöf. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ Ólöf segir að hún hafi viljað að barnamálaráðherra segði af sér. „Þú skreiðst upp í til fimmtán ára stráks og það er nóg fyrir mig“ segist hún hafa sagt við Ásthildi Lóu, þegar hún hringdi í Ólöfu. Ásthildur hafi svo reynt að útskýra það í 45 mínútna símtali að samband hennar Eiríks hefði verið öðruvísi en Ólöf héldi. „Ég vildi ekki hlusta,“ segir Ólöf. „Ég ætlaði samt að hlífa þessari konu. Ég var ekki búin að tala við hana þegar ég sendi erindið til Kristrúnar um að ég vildi hitta hana í fimm mínútur,“ segir Ólöf. Hún segist hafa viljað hlífa Eiríki, barnsföðurinum, og þess vegna hafi hún ekki blandað honum í málið. „Honum kemur þetta ekki við. Ég heyrði ekkert í honum, ég hringdi ekki í hann eða nokkurn skapaðan hlut en ég vildi samt að [dóttir Eiríks] segði honum að ég væri í þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við. Mér ofbýður.“ „Ég var að reyna koma á framfæri stóru máli. Að kona þurfi að segja af sér ráðuneyti af því að hún svaf hjá unglingspilti. Þetta er stórmál. Ég var að vernda hana [Ásthildi], með því að reyna fá fund með Kristrúnu .. og svo ætti hún bara að fara þegjandi, og málið væri bara dautt. Nei, ráðuneytið brást ekki bara mér og Eiríki, þau brugðust henni líka,“ segir Ólöf. Fréttin hefur verið uppfærð
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21 „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27 Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent Fleiri fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Sjá meira
Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum. 21. mars 2025 19:21
„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans. 21. mars 2025 14:27
Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi barna- og menntamálaráðherra, hafnar því að hafa verið leiðbeinandi unglingspilts sem hún eignaðist barn með og varð til þess að hún sagði af sér sem ráðherra í gærkvöldi. 21. mars 2025 09:59