Þremur þjófum vísað úr landi Þremur erlendum ríkisborgurum, tveimur körlum og einni konu, hefur verið vísað brott frá Íslandi. Fólkið, sem er á þrítugs- og fertugsaldri og er talið tengjast skipulagðri brotastarfsemi, var handtekið 18. desember vegna þjófnaðarmála á höfuðborgarsvæðinu Innlent 2.1.2026 14:55
Banaslys á Hvolsvelli Kona á fertugsaldri lést þegar vörubíl var ekið yfir hana á bílaplani Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli að kvöldi 30. desember. Málið er rannsakað sem slys. Innlent 2.1.2026 11:25
Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á nýársnótt þar sem mikið var tilkynnt um slys vegna flugelda, hávaða vegna samkvæma, ofurölvi einstaklinga og elda í gróðri eða húsum. Sömuleiðis var mikið um ólæti í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 1.1.2026 06:51
Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til vegna ráns í gærkvöldi eða nótt, þar sem þrír karlmenn eru grunaðir um að hafa ráðist á einn með höggum og spörkum og stolið af honum farsíma. Brotaþoli var fluttur á bráðamóttöku en áverkar hans eru sagðir hafa verið minniháttar. Lögregla telur sig vita hverjir voru að verki og er málið í rannsókn. Innlent 29. desember 2025 06:22
Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Sakamál voru í brennidepli hér á landi árið 2025. Fjögur manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt fimm létu lífið. Innlent 28. desember 2025 13:01
Líkamsárás í miðbænum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af líkamsárás sem tilkynnt var um í miðbænum í nótt og er málið í rannsókn. Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt. Innlent 28. desember 2025 07:40
Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Maður sem er grunaður um ofbeldisbrot gagnvart sambýliskonu sinni var fyrr í þessum mánuði gert að sæta brottvísun af heimili þeirra og sætir jafnframt nálgunarbanni gagnvart henni. Myndefni úr öryggismyndavél sýnir gróft ofbeldi mannsins í garð konunnar. Innlent 27. desember 2025 19:35
Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í dag mann fyrir ofbeldishegðun í miðbæ Reykjavíkur. Maðurinn er sagður hafa stofnað ítrekað til slagsmála við skemmtistað. Að sögn lögreglu var hann með öllu óviðræðuhæfur sökum annarlegs ástands. Innlent 27. desember 2025 17:57
Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Leiðsögumaður var á göngu nálægt heimili sínu í Laugardalnum í Reykjavík þegar ráðist var á hana af ástæðulausu. Hún biðlar til fólks að sýna umhyggju en enginn þeirra sem voru á ferli kom henni til aðstoðar eftir árásina. Þetta er í annað skipti sem ráðist hefur verið á hana í þau sjö ár sem hún hefur búið á Íslandi. Innlent 27. desember 2025 15:59
Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Það var að eigin frumkvæði lögreglu sem ráðist var í lokanir fjögurra verslana á höfuðborgarsvæðinu í gær vegna gruns um ólöglega sölu áfengis á hátíðardögum. Forsvarsmenn fyrirtækjanna gætu átt sekt yfir höfði sér fyrir brot á reglugerð um smásölu og áfengisveitingar, að sögn Árna Friðleifssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 27. desember 2025 13:34
Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Tveir voru handteknir í nótt grunaðir um framleiðslu og sölu fíkniefna, peningaþvætti, og vörslu fíkniefna. Málið er í rannsókn. Innlent 27. desember 2025 07:32
Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögreglumenn fóru á vettvang eftir að tilkynnt var um laus hross. Lögreglan aðstoðaði við að fanga hrossin og koma þeim í öruggt skjól. Innlent 26. desember 2025 18:24
Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Lögregla gerði rassíu á starfsstöðvar Smáríkisins og Nýju vínbúðarinnar síðdegis í dag og var þeim gert að loka afhendingarstöðum sínum. Fyrirtækin verða sektuð en lögregla sagði heimsendingar í lagi þó hátíðardagur sé. Innlent 26. desember 2025 18:17
Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði menn á Keflavíkurflugvelli í vor sem voru komnir hingað til lands til að fremja ofbeldisverk. Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að ekki hafi verið um að ræða hryðjuverk gegn almenningi, heldur ákveðinn ofbeldisverknað tengdan skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 26. desember 2025 16:00
Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Fjórir unglingar voru á dögunum sakfelldir í Héraðdómi Reykjavíkur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, hótanir og rán sem beindist gegn unglingspilti í apríl í fyrra. Þau hlutu átta til fjögurra mánaða skilorðsbundna refsingu. Innlent 26. desember 2025 12:02
Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út að hóteli í Reykjavík þar sem óskað var eftir aðstoð þar sem óvelkominn einstaklingur hafði komið sér fyrir á háalofti hótelsins. Innlent 26. desember 2025 07:17
Umferðin róleg í kirkjugörðunum Bílaumferð við kirkjugarða höfuðborgarinnar gekk smurt fyrir sig yfir jólin og lögregla hefur ekki þurft að hafa afskipti af ökumönum í kirkjugarðsheimsóknum. Innlent 25. desember 2025 18:54
Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Foktjón varð á Ísafirði í óveðrinu sem gekk yfir landið í gær, aðfangadag. Lögreglumenn á Ísafirði urðu varir við að nokkrir lausir munir höfðu fokið og að í tveimur tilvikum að minnsta kosti hafi orðið skemmdir á mannlausum bílum sem stóðu á bílastæði við Hafnarstræti á Ísafirði. Innlent 25. desember 2025 08:52
Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Aðfaranótt aðfangadags jóla virðist hafa farið rólega fram ef marka má dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fimmtíu og tvö mál voru skráð í kerfi embættisins í gærkvöldi og í nótt og þrír gistu fangageymslur. Innlent 24. desember 2025 07:15
Maðurinn fundinn Maðurinn sem lögreglan lýsti eftir fyrr í dag hefur verið fundinn heill á húfi. Innlent 23. desember 2025 16:53
Ekið á konu á Langholtsvegi Ekið var á gangandi vegfaranda á gatnamótum Álfheima og Langholtsvegar í Reykjavík á ellefta tímanum í morgun. Sjúkrabíll var sendur á staðinn. Innlent 23. desember 2025 10:43
Ráðist á pilt á heimleið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú atvik þar sem menn eru sagðir hafa ráðist að ungum dreng þegar hann var á leið heim. Þetta kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar en engar frekari upplýsingar er þar að finna um málið. Innlent 23. desember 2025 06:30
Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem sótti skemmtistaðinn Auto í miðborg Reykjavíkur var fluttur á sjúkrahús á laugardagsnótt. Hann sakar hóp dyravarða sem störfuðu á næturklúbbunum um líkamsárás. Innlent 22. desember 2025 20:17
„Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Héraðssaksóknari segir að ekki sé hægt að gefa upp að svo stöddu hvenær niðurstöðu sé að vænta í Samherjamálinu svokallaða. Forstjóri Samherja segir fólk sem hefur réttarstöðu sakbornings í málinu hér heima langþreytt á að bíða eftir niðurstöðu. Innlent 22. desember 2025 20:01