Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi. Innlent 9.7.2025 08:55
Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Maður var fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás í hverfi 133. Það hverfi nær yfir Grafarholt og Úlfarsárdal. Gerandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en vitað er hver hann er. Innlent 9.7.2025 06:20
Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Þrír sakborningar Gufunessmálsins svokallaða virðast ekki hafa viljað tjá sig mikið um málið meðan á rannsókn þess stóð. Lögreglan taldi efnislitla framburði þeirra stangast á við rannsóknargögn málsins. Innlent 8.7.2025 16:15
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Innlent 7. júlí 2025 18:21
Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Lögregla leitar enn þriggja manna sem, að því er virðist að tilefnislausu, réðust á mann í miðborginni og stungu í rassinn. Innlent 7. júlí 2025 11:36
Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Lögreglunni á lögreglustöð eitt, sem sinnir verkefnum í mið- og vesturhluta borgarinnar, barst í gær tilkynning um óvelkominn aðila á öldrunarheimili. Hann var fjarlægður þaðan af lögreglumönnum. Innlent 7. júlí 2025 06:17
Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í dag vegna hraðaksturs í Hlíðunum í Reykjavík, en hann ók á 132 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu. Innlent 6. júlí 2025 17:40
Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Þolandi stunguárásarinnar við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær hlaut minniháttar áverka. Lögreglan fann ekki gerendurna en málið er komið á borð rannsóknardeildar. Innlent 6. júlí 2025 13:36
Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Það var æsingur í bænum þetta laugardagskvöldið eins og svo oft áður og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nóg að gera. Slagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaði og voru slagsmálaaðilar æstir í viðræðum við lögreglu. Þá var tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum. Innlent 6. júlí 2025 07:22
Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við. Innlent 5. júlí 2025 19:53
Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst. Innlent 5. júlí 2025 17:58
Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Þrír menn réðust á annan með hníf við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 16 í dag. Þolandinn er ekki alvarlega særður en gerendurnir leika lausum hala í borginni. Innlent 5. júlí 2025 17:18
Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Borgari var aðstoðaður í umdæmdi þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann hafði óvart læst sig úti og þurfti á aðstoð lögreglu að halda. Innlent 5. júlí 2025 08:13
Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 4. júlí 2025 22:18
„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4. júlí 2025 20:54
Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni. Innlent 4. júlí 2025 13:38
Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4. júlí 2025 13:24
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 4. júlí 2025 11:38
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 4. júlí 2025 09:39
Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Karlmaður með réttarstöðu sakbornings í umfangsmestu mansalsrannsókn Íslandssögunnar sagðist hvorki kannast við sambýliskonu bróður síns né börn þeirra. Bróðirinn, grunaður höfuðpaur í málinu, og sambýliskonan eru líka með réttarstöðu sakbornings. Sambýliskonan sagðist starfa við þrif hjá fyrirtæki eiginmannsins. Í tölvu sem fannst í herbergi hennar mátti sjá beint streymi sem sýndi frá fyrirtæki eiginmanns hennar. Innlent 4. júlí 2025 07:02
Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda ökumanna í umferðinni í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna of hraðs aksturs og fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. Innlent 4. júlí 2025 06:20
Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Innlent 3. júlí 2025 23:03
Stór lögregluaðgerð í Laugardal Umfangsmikil lögregluaðgerð fór fram í Laugardal í Reykjavík seinni partinn í dag. Lögreglumenn sem nutu liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra brutu glerútidyrahurð tvíbýlis og fóru inn. Lögreglumennirnir báru grímur en minnst þrír lögreglubílar voru á vettvangi þegar blaðamann bar að garði. Innlent 3. júlí 2025 19:21
Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Gæsluvarðhald yfir frönsku konunni sem grunuð er um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana hefur verið framlengt um fjórar vikur. Hún sætir gæsluvarðhaldi til 31. júlí á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Innlent 3. júlí 2025 18:36