Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Miklubraut í Reykjavík í morgun. Innlent 9.7.2025 13:36
Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Kona á fimmtugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald vegna gruns um stunguárás á heimili við Trönuhjalla í Kópavogi á sunnudaginn. Innlent 9.7.2025 12:30
Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Alvarlegt mótorhjólaslys varð á Miklubraut skammt frá Sogavegi. Lögreglubílar og sjúkrabíll eru á vettvangi en takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir. Miklabraut er lokuð til vesturs frá Skeiðarvogi. Innlent 9.7.2025 08:55
Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent 8.7.2025 16:15
Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Skipstjóri var handtekinn í gærkvöldi þegar hann kom í höfn í Reykjavík. Innlent 8. júlí 2025 06:10
Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Hebu Ýr Pálsdóttur Hillers, 33 ára, en síðast er vitað um ferðir hennar á miðborgarsvæðinu á laugardag. Innlent 7. júlí 2025 23:43
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Íbúi í miðborginni segist ekki skilja hvers vegna þrír menn réðust á hann við Fógetatorg og stungu hann í rassinn. Hann heilsaði þeim á leið sinni heim eftir verslunarferð og þeir réðust á hann í kjölfarið. Hann á erfitt með svefn og lestur eftir árásina. Innlent 7. júlí 2025 18:21
Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Lögregla leitar enn þriggja manna sem, að því er virðist að tilefnislausu, réðust á mann í miðborginni og stungu í rassinn. Innlent 7. júlí 2025 11:36
Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Lögreglunni á lögreglustöð eitt, sem sinnir verkefnum í mið- og vesturhluta borgarinnar, barst í gær tilkynning um óvelkominn aðila á öldrunarheimili. Hann var fjarlægður þaðan af lögreglumönnum. Innlent 7. júlí 2025 06:17
Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Einn ökumaður var sviptur ökuréttindum í dag vegna hraðaksturs í Hlíðunum í Reykjavík, en hann ók á 132 kílómetra hraða á götu þar sem hámarkshraði er sextíu. Innlent 6. júlí 2025 17:40
Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Þolandi stunguárásarinnar við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur í gær hlaut minniháttar áverka. Lögreglan fann ekki gerendurna en málið er komið á borð rannsóknardeildar. Innlent 6. júlí 2025 13:36
Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Það var æsingur í bænum þetta laugardagskvöldið eins og svo oft áður og hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nóg að gera. Slagsmál brutust út fyrir utan skemmtistaði og voru slagsmálaaðilar æstir í viðræðum við lögreglu. Þá var tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum. Innlent 6. júlí 2025 07:22
Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Sérsveit ríkislögreglustjóra fjarlægði sprengju af bílastæði við Keflavíkurflugvöll í gærmorgun. Um lítinn flugeld var að ræða, sem búið var að eiga við. Innlent 5. júlí 2025 19:53
Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Lögreglunni barst tilkynning í dag um skemmdarverk á íbúð í Hlíðunum í Reykjavík, en þar hafði eigandi leigt íbúðina út hjá Airbnb og komið að henni í rúst. Innlent 5. júlí 2025 17:58
Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Þrír menn réðust á annan með hníf við Aðalstræti í miðbæ Reykjavíkur um klukkan 16 í dag. Þolandinn er ekki alvarlega særður en gerendurnir leika lausum hala í borginni. Innlent 5. júlí 2025 17:18
Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Borgari var aðstoðaður í umdæmdi þrjú sem sinnir verkefnum í Kópavogi og Breiðholti. Hann hafði óvart læst sig úti og þurfti á aðstoð lögreglu að halda. Innlent 5. júlí 2025 08:13
Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sex voru fluttir á með sjúkrabifreið til aðhlynningar á sjúkrahúsinu á Akureyri eftir harðan árekstur þriggja bíla í Hörgársveit í Öxnadal. Allir voru með meðvitund en frekari upplýsingar um líðan þeirra liggja ekki fyrir að svo stöddu. Innlent 4. júlí 2025 22:18
„Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Stefnuleysi ríkir í málefnum barna með erlendan bakgrunn að sögn doktorsnema. Hækkandi tíðni ofbeldis meðal barnanna og aukið einelti sýni fram á að ekki hafi verið haldið nægilega vel utan um þau. Innlent 4. júlí 2025 20:54
Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um hálft kíló af kókaíni, fjögur kíló af marijúana og á annan tug milljóna króna í reiðufé við húsleit á nokkrum stöðum í umdæminu í vikunni. Innlent 4. júlí 2025 13:38
Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. Innlent 4. júlí 2025 13:24
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Innlent 4. júlí 2025 11:38
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Innlent 4. júlí 2025 09:39
Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Karlmaður með réttarstöðu sakbornings í umfangsmestu mansalsrannsókn Íslandssögunnar sagðist hvorki kannast við sambýliskonu bróður síns né börn þeirra. Bróðirinn, grunaður höfuðpaur í málinu, og sambýliskonan eru líka með réttarstöðu sakbornings. Sambýliskonan sagðist starfa við þrif hjá fyrirtæki eiginmannsins. Í tölvu sem fannst í herbergi hennar mátti sjá beint streymi sem sýndi frá fyrirtæki eiginmanns hennar. Innlent 4. júlí 2025 07:02
Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjölda ökumanna í umferðinni í gærkvöldi og nótt, meðal annars vegna of hraðs aksturs og fyrir að fara yfir á rauðu ljósi. Innlent 4. júlí 2025 06:20
Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Íbúar í Breiðholti safna undirskriftum og krefjast þess að umferðaröryggi verði bætt við Hamrastekk eftir að sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var þar á hann. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi Reykjavíkurborg erindi vegna málsins. Innlent 3. júlí 2025 23:03