Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Steypuvinnu við nýja brú yfir Breiðholtsbraut lauk um helgina. Verkefnastjóri segir verkið ganga vel, en þrátt fyrir takmarkanir á umferð eru alltaf einhverjir sem virða ekki reglurnar. 11.11.2025 22:55
Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Allt að fjörutíu milljarðar króna streyma úr landi til erlendra veðmálasíðna á hverju ári. Mögulegar tekjur ríkissjóðs af netspiluninni eru ellefu milljarðar. Talið er að óbreytt staða til lengri tíma sé það versta sem gæti gerst. 11.11.2025 21:34
Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur þurfa að vera vel vakandi á tilboðsdögum dagana fyrir jól segir yfirlögfræðingur Neytendastofu. Svikasíður má finna víða og dæmi eru um að fyrirtæki hækki verð á vörum skömmu fyrir tilboðsdaga svo afslátturinn virðist meiri en hann er í raun og veru. 11.11.2025 12:09
Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Tvö ár eru liðin frá því að rýma þurfti Grindavík með hraði vegna jarðskjálfta, en tímabilið sem fylgdi á eftir hefur einkennst af óvissu og erfiðleikum. Í Grindavíkurkirkju var efnt til samverustundar. 10.11.2025 23:33
Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Ungur íslenskur maður sem lofar þeim sem gera hann að læriföður sínum gulli og grænum skógum segist ekki reka píramídasvindl. Hann vilji einfaldlega skrá sig í sögubækurnar á Íslandi sem maðurinn sem bjargaði landinu. Nemendur greiða milljónir fyrir þjónustu hans. 8.11.2025 19:02
Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Lögreglukonur sem lentu í eltihrelli segja að halda þurfi betur utan um lögreglumenn sem verða skotspónn síbrotamanna vegna vinnu sinnar. Sálfræðingur segir eltihrella geta haft gríðarleg áhrif á starfsgetu lögreglumanna. 4.11.2025 19:12
„Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Lögmaður segir ekki nægt eftirlit með störfum lögreglu. Langflestir lögreglumenn vinni vel og vandlega en í öllum stéttum séu svartir sauðir. Tveir lögreglumenn voru nýlega ákærðir fyrir brot í starfi. 4.11.2025 13:01
Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Tveir reyndir lögreglumenn hafa verið ákærðir fyrir brot í starfi. Formaður Landssambands lögreglumanna segir miður að málin séu komin á svo alvarlegt stig en þau komi honum verulega á óvart. Lögregla segir málin litin alvarlegum augum. 3.11.2025 18:33
Álftin fæli bændur frá kornrækt Fjórir þingmenn minnihlutans vilja að leyfilegt verði að veiða fjórar fuglategundir, þar á meðal álft, utan hefðbundins veiðitíma vegna ágangs þeirra á tún og kornakra. Flutningsmaður segir fuglana þess valdandi að bændur forðist að fara í stórfellda kornrækt. 3.11.2025 12:31
Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Starfsmenn Vélfags á Akureyri tóku yfir opinn fund Viðreisnar í gær. Kröfðu þeir þingmenn flokksins um svör vegna þvinganna sem fyrirtækið sætir. Stjórnarformaður segir mönnum hafa verið heitt í hamsi. 29.10.2025 13:00