Vill drónavarnir á Íslandi Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir atburði síðustu daga sýna að íslensk stjórnvöld þurfi að skoða að setja upp drónaloftvarnir. Rússar flugu drónum tvisvar inn fyrir lofthelgi NATO-ríkja í síðustu viku. 14.9.2025 21:00
Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í umfangsmiklar aðgerðir í gærkvöldi í Auðbrekku í Kópavogi með aðstoð sérsveitar þar sem Hells Angels á Íslandi hélt samkvæmi. Þrír voru handteknir á vettvangi en lögregla hefur varist allra frétta af málinu. Rætt verður við afbrotafræðing um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Sýnar. 14.9.2025 18:01
Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Þrír sem handteknir voru í aðgerðum lögreglu og sérsveitar í Auðbrekku í Kópavogi í gær þar sem Hells Angels skipulögðu hitting hefur verið sleppt úr haldi. Lögregla gerði út mikinn mannskap til þess að fylgjast með viðburðinum í gærkvöldi. Rætt verður við lögreglu í hádegisfréttum Bylgjunnar. 14.9.2025 11:44
Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Utanríkisráðherra fundar um helgina með kollegum sínum á Norðurlöndunum á Grænlandi. Hún segir mikilvægt að Ísland sýni Grænlendingum að við styðjum þá í að taka eigin ákvarðanir. 14.9.2025 11:40
ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Rætt verður við vínsala í kvöldfréttum Sýnar, sem hefur reynt að koma sjö víntegundum í fastasölu hjá Vínbúðinni án árangurs. Hann segir reynslukerfi ÁTVR misnotað af fjársterkari heildsölum sem kaupi sjálfir birgðir af eigin víni þegar reynslutíma er við það að ljúka. Hann segist binda vonir við að nýr forstjóri bregðist við en ljóst sé að ÁTVR græði milljónir á þessu framferði og neytendur verði af fjölbreyttara úrvali. 13.9.2025 18:00
Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Ósætti er með áform borgarinnar um að færa grenndargáma Ártúnsholts. Íbúar hafa gríðarlegar áhyggjur af nýju staðsetningunni, sem er við fjölfarna gönguleið barna hverfisins. 12.9.2025 23:01
Play sé ekki að fara á hausinn Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. 12.9.2025 20:02
Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Tafir hjá Útlendingastofnun og Háskóla Íslands hafa komið í veg fyrir að tugir erlendra nemenda gætu hafið nám við skólann í haust. Alþjóðafulltrúi segir háskólann ekki jafn samvinnuþýðan í ár og áður. 10.9.2025 22:56
Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Verkefnastjóri hjá RÚV telur afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision á næsta ári verði Ísrael með. Ótti hafi gripið um sig á keppninni í ár þegar það leit út fyrir að Ísrael gæti unnið keppnina. 9.9.2025 20:02
Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Viðskiptafræðingur veltir því fyrir sér hvort núverandi starfsumhverfi veðmálafyrirtækja valdi því að íslensk íþróttafélög verði af milljörðum króna. Flest íþróttafélaga landsins lepji nánast dauðann úr skel. 6.9.2025 19:58