Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða Hilda Jana Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 15:31 Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun