Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða Hilda Jana Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 15:31 Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Halldór 26.07.2025 Halldór Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skoðun Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun