Hjúkrunarheimili á Akureyri: Óþolandi staða Hilda Jana Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 15:31 Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Akureyri Hjúkrunarheimili Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fátæk börn á Íslandi Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í vetur var 20 rýmum lokað á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri vegna endurbóta. Nú stefnir í frekari lokun rýma, jafnvel 10 rýma til viðbótar og útlit fyrir margra mánaða töfum á framkvæmdum með tilheyrandi álagi á allt kerfið. Bent hefur verið á að tafirnar megi rekja til þess að ríkið og Akureyrarbær hafi ekki komið sér saman um kostnaðarskiptingu verkefnisins. Það virðist vera rétt. Ekki liggur fyrir samkomulag um framtíðareignarhald á Hlíð né nýtingu á því húsnæði sveitarfélagsins fyrir öldrunarþjónustu. Þar sem slíkt samkomulag liggur ekki fyrir hefur Akureyrarbær upp á síðkastið hafnað að greiða reikninga vegna endurbótanna. Sú ákvörðun var ekki tekin af okkur sem sitjum í minnihluta bæjarstjórnar og reyndar tekin án okkar vitneskju. Enn bólar ekkert á nýju hjúkrunarheimili Þessu til viðbótar er nýtt hjúkrunarheimili ekki risið á Akureyri, en átti það skv. samningum sem gerðir voru árið 2020 á milli Akureyrarbæjar og heilbrigðisráðuneytisins, að vera tilbúið til notkunar í lok árs 2023. Fyrst var þar gert ráð fyrir 60 nýjum rýmum, en síðar 80. Niðurstaðan er þó að ekkert nýtt hjúkrunarrými hefur orðið að veruleika, þvert á móti fækkar þeim nú tímabundið um 30, með tilheyrandi afleiðingum. Ryk í augu bæjarfulltrúa Ég hafði fengið þær upplýsingar frá Akureyrarbæ að ekki stæði á sveitarfélaginu vegna uppbyggingar nýs hjúkrunarheimilis, né endurbóta á Hlíð. Akureyrarbær myndi einfaldlega greiða sinn hluta, boltinn væri alfarið hjá ríkinu. Hins vegar er nú ljóst að það er ekki rétt a.m.k. hvað við kemur endurbótum á Hlíð. Ég tel alveg ótrúlegt að okkur sem sitjum í minnihluta í bæjarstjórn hafi verið talin trú um að svo væri og við ekki upplýst um stöðuna í jafn mikilvægu máli og hér um ræðir. Meirihluti bæjarstjórnar á réttri leið? Ekki veit ég nákvæmlega á hvaða vegferð meirihluti Miðflokks, L-lista og Sjálfstæðisflokks er í þessu máli, enda hafnaði oddviti Sjálfstæðisflokksins beiðni minni um umræðu um málið á fundi bæjarráðs sem fram fór í morgun. Þó hef ég eins og áður segir fengið þær upplýsingar að Akureyrarbær hafi hafnað reikningum vegna endurbóta á Hlíð á þeirri forsendu að ekki sé búið að ganga frá langtíma samkomulagi um húsnæðið. Þá sé kostnaður vegna endurbótanna töluvert hærri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá er mér sagt að samtal sé í gangi milli sveitarfélagsins og ríkisins og að fundað verði á morgun með fjármálaráðuneytinu. Ekki veit ég hverjar kröfur meirihluta bæjarstjórnar eru í þessum deilum við ríkið, enda hefur mögulegt samkomulag ekki verið rætt í bæjarstjórn, né bæjarráði. Ég hefði haldið að miðað við gildandi lög og eignarhald sveitarfélagsins í húsnæði Hlíðar að kostnaðarhlutdeild Akureyrarbæjar ætti einfaldlega að vera 15% og að Akureyrarbær ætti að sjá sóma sinn í því að taka þátt í þeim kostnaði. Akureyrarbær ætti að mínu mati að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að tryggja að umræddar endurbætur gangi eins hratt og örugglega fyrir sig eins og nokkur kostur er. Á meðan bíða aldraðir Á meðan allir sem að málinu koma benda hvern á annan sem sökudólg í málinu, þá bíða hins vegar aldraðir og aðstandendur þeirra eftir nauðsynlegri þjónustu. Aldraðir bíða ekki bara heima, því að skv. síðustu tölum þa voru um 18% rýma á fullorðinsdeildum Sjúkrahússins á Akureyri, þ.e.a.s. Kristnesspítala, lyflækningadeild og skurðlækningadeild, nýtt af sjúklingum sem hafa engin önnur úrræði til að fara í. Aldraðir eiga skilið að eiga áhyggjulaust ævikvöld. Okkur öllum sem komum að málum ber rík skylda til þess að sjá til þess að svo sé. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar á Akureyri.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun