Akureyri

Fréttamynd

N1-mót og Dyrfjallahlaup í skítaveðri

Ein stærsta ferðahelgi landsins stendur nú yfir. Landsmenn flykkjast um landið á fótboltamót, tónlistarhátíðir og langhlaup. Þessa helgina ætlar veðrið hins vegar að setja strik í reikninginn, að minnsta kosti á Norður- og Norðausturlandi. 

Innlent
Fréttamynd

Nýjar stofnanir hafi að­setur á lands­byggðinni

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis- orku og loftslagsráðuneytisins verður utan höfuðborgarsvæðisins samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar ráðherra. Embætti forstjóra nýrra stofnana verða auglýst um helgina og mun forstjóri nýrrar Umhverfis- og orkustofnun hafa aðsetur á Akureyri.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán mánaða skil­orð fyrir vörslu barnaníðsefnis

Karlmaður um fimmtugt var á dögunum dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft í vörslu sinni ljósmyndir og myndskeið sem sýndu börn á kynferðislegan eða klámfengin hátt, og fyrir að hafa dreift slíku myndefni til ótilgreindra aðila í gegn um spjallhópa á netinu.

Innlent
Fréttamynd

Vesturnorræna sam­starfið aldrei verið mikil­vægara

Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum.

Innlent
Fréttamynd

Akur­eyringar komast loksins á Prikið

„Við erum ógeðslega spenntir fyrir því að fara með þetta „show“ til Akureyrar. Síðan við spiluðum með BT músinni á þaki á Akureyri árið 2001 höfum við elskað þetta pleis,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Bent.

Lífið
Fréttamynd

Reykspúandi flugsveit veltir sér yfir Akur­eyri

Flugsýning á Akureyrarflugvelli milli klukkan 14 og 16 á morgun, laugardag, verður hápunktur flughátíðar sem haldin er í Eyjafirði um helgina. Þar verður meðal annars sýnt listflug af ýmsu tagi, þyrluflug, rafmagnsflug, svifflug og gírókoptaflug.

Innlent
Fréttamynd

Hinn grunaði í Kjarnagötu enn í gæslu­varð­haldi

Maður sem grunaður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Akureyri í lok aprílmánuðar er enn í gæsluvarðhaldi og segir Jóhannes Sigfússon aðstoðaryfirlögregluþjón á Akureyri að rannsókn málsins sé langt komin.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu tuttugu dagar júní­mánaðar í svalara lagi

Fyrstu tuttugu dagar júnímánaðar hafa verið með svalara lagi á landinu. Meðalhiti í Reykjavík hefur verið 8,2 stig sem er 1,3 stigum neðan meðallags áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef veðurfræðingsins Trausta Jónssonar Hungurdiskar. Mánuðurinn raðast þannig í 21. hlýjasta sæti af 24 sömu daga á þessari öld.

Veður
Fréttamynd

Vilja loka fyrir um­ferð um Ráð­hús­torgið á sumrin

Eigandi kaffihúss á Ráðhústorginu á Akureyri berst fyrir því að torgið verði lokað fyrir bílaumferð í bænum yfir sumarið. Hann heldur reglulega vel heppnaða viðburði á torginu en segir erfitt að þurfa sífellt að sækja um leyfi fyrir lokun svo hægt sé að halda viðburði á torginu. Bæjarfulltrúi segist tilbúin að samþykkja tillögu um að loka fyrir umferð um torgið á sumrin. 

Innlent
Fréttamynd

Skora á Sjúkra­tryggingar að semja við tvo heimilis­lækna

Yfir fimm hundruð manns hafa skrifað undir lista þar sem skorað er á Sjúkratryggirnar Íslands að semja um læknisþjónustu á Akureyri við heimilislæknana Guðrúnu Dóru Clarke og Val Helga Kristinsson eftir að starfsemi þeirra í bænum var stöðvuð tímabundið. Skjólstæðingur annars þeirra til margra ára segir út í hött að nýta ekki þá starfskrafta sem séu íbúum til boða.

Innlent
Fréttamynd

Tveimur haldið sofandi vegna slyssins

Tuttugu og tveir erlendir ferðamenn í rútunni sem valt við Öxnadal í gær. Fimm voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk.

Innlent
Fréttamynd

Svik VG í jafn­réttis­málum

Á vettvangi alþjóðamála er litið til Íslands sem fyrirmyndar hvað varðar löggjöf jafnréttismála, áherslu stjórnvalda á að sinna frumkvæðisskyldunni á sviði jafnréttismála og árangur af framkvæmd verkefna. Við formennsku Íslands í Evrópuráðinu vakti áhersla á jafnréttismál kynja mikla athygli og sóst var eftir aðkomu Íslands að ritun nýrrar kynjajafnréttisstefnu Evrópuráðsins, sem gildir til ársins 2029. Stefna Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs byggir á fjórum grunnstoðum. Meðal þeirra er kvenfrelsi og félagslegt réttlæti. Jafnréttismál eru því sannarlega málaflokkur VG.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm bíla á­rekstur á Akur­eyri

Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri á öðrum tímanum. Um er að ræða aftanákeyrslu sem varð á leið af hringtorgi og inn í bæinn.

Innlent
Fréttamynd

Nemendalýðræði á brauð­fótum

Lengi hefur verið vitað að smæð íslenskra sveitarfélaga sé ógn við menntun í landinu. Með auknum kröfum um inntak skólastarfs og stöðugt nýjum áskorunum verður smærri sveitarfélögum erfiðara um vik að uppfylla skyldur sínar. Minna hefur verið rætt um annan vanda, sem ekki á síður við stór sveitarfélög en smá, að lýðræðið á stjórnsýslustigi skólanna liggur undir skemmdum.

Skoðun
Fréttamynd

Eig­endur Akur­eyri Backpackers selja höllina

Hjónin og eigendur Akureyri Backpackers, Siguróli Kristjánsson, jafnan þekktur sem Moli, og eiginkona hans Elfa Björk Ragnarsdóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús við Mánahlíð á Akureyri til sölu. Ásett verð er 164,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Inn­rituðu sig á Akur­eyri í morgun en fljúga frá Kefla­vík

Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal.

Innlent
Fréttamynd

Flughetja selur slotið með heitum og köldum

Kristinn Elvar Gunnarsson, flugstjóri hjá Norlandair sem meðal annars hefur haldið uppi loftbrú félagsins frá Akureyri til Vopnafjarðar og Þórshafnar, hefur sett hús sitt á Akureyri á sölu. Um er að ræða glæsilegt einbýlishús að Kolgerði á frábærum stað í brekkunni.

Lífið