Heilbrigðismál

Fréttamynd

Stöndum með Ljósinu!

Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum.

Skoðun
Fréttamynd

Segir ó­virðingu að kalla Ljósið „sam­tök úti í bæ“

Fyrrverandi heilbrigðisráðherra og formaður Vinstri grænna segir ummæli forsætisráðherra um að Ljósið séu samtök úti í bæ óvirðingu. Hún segist sammála ráðherra um að framlög til samtakanna ættu að ráðast í gegnum langtímasamninga frekar en í fjárlögum en hefur áhyggjur af lækkun framlaga til þjónustu sem sé krabbameinsgreindum nauðsynleg. 

Innlent
Fréttamynd

Á­vinningur fyrri ára í hættu

Heilbrigðiskerfið okkar er ein af grunnstoðum samfélagsins. Á síðasta kjörtímabili náðust mikilvægir áfangar í að bæta þjónustu en nú horfum við hins vegar upp á fjölmörg merki um afturför, þar sem nýjar ákvarðanir stjórnvalda virðast grafa undan þeim árangri sem náðst hefur.

Skoðun
Fréttamynd

Bið­tíminn sé dauðans al­vara sem auki á­lag ofan í á­fallið

Formaður Krabbameinsfélagsins segir íslenska heilbrigðiskerfið illa undirbúið til að veita viðunandi þjónustu við konur sem greinast með brjóstakrabbamein. Biðtími eftir geislameðferð sé óboðlegur og þrátt fyrir fögur fyrirheit um úrbætur í framtíðinni þá nýtist það ekki þeim sem nú bíða í von og óvon eftir að komast í meðferð. 

Innlent
Fréttamynd

Á hvaða veg­ferð er heil­brigðis­ráð­herra?

Heilbrigðismál hafa verið til umræðu í samfélaginu enda málaflokkur sem skiptir miklu máli. Nú þegar nýr heilbrigðisráðherra hefur fengið eitt ár til að hrinda sínum stefnumálum í framkvæmd er vert að spyrja sig - hvað hefur eiginlega verið gert í heilbrigðismálum?

Skoðun
Fréttamynd

Ég er ekki hættu­leg – ég er veik

Ég er greind með jaðarpersónuleikaröskun, eða borderline personality disorder (BPD) eins og það er kallað á ensku. Það er röskun sem margir skilja ekki, jafnvel innan heilbrigðiskerfisins sjálfs. Hún snýst ekki um að vera „erfið“ eða „óútreiknanleg“ manneskja, heldur um það að lifa með tilfinningar sem eru svo sterkar að þær taka stundum völdin af mér. Þær valda óöryggi, kvíða, vonleysi og hræðslu við að vera yfirgefin. Þær láta mig bregðast harkalega við hlutum sem aðrir gætu tekið rólega – ekki af illvilja, heldur af sársauka.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessi mála­flokkur er bara í drasli“

Mummi Týr Þórarinsson,  fyrrverandi forstöðurmaður Götusmiðjunnar, segist hafa verið sorgmæddur að heyra af því að foreldrar barna með vímuefnavanda þurfi nú að fara með þau til Suður-Afríku til að fá meðferð sem virkar.

Innlent
Fréttamynd

Vildu bregðast við sterku á­kalli fólks sem hafði misst skyndi­lega

Hjálp48 er nýtt úrræði Sorgarmiðstöðvar sem hefur það markmið að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrahússtofnana og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgd. Til að byrja með verður þjónustan afmörkuð fyrir þau sem missa í sjálfsvígi en mun svo færast yfir á annan skyndilegan og ótímabæran missi.

Innlent
Fréttamynd

Vill heldur sjá lang­tíma­samninga um fram­lög fyrir „sam­tök úti í bæ”

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir það vera undir fjárlaganefnd komið að ákvarða hvort framlögum til Ljóssins verði breytt í fyrirliggjandi fjárlögum og beinir því til heilbrigðisráðherra að svara hvernig samningar standa við félagið. Hennar persónulega skoðun á því „hvort ákveðin samtök úti í bæ“ þurfi meira fjármagn frá ríkinu ráði litlu þar um.

Innlent
Fréttamynd

Af hverju eru Ís­lendingar svona feitir?

Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. 

Skoðun
Fréttamynd

Al­gengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf

Niðurstöður samevrópskrar rannsóknar sýna að um 40 prósent Íslendinga hafa fengið lánað eða lánað lyfsseðilsskyld lyf síðasta árið. Algengast var að fólk fengi lánuð eða lánaði verkjalyf eða róandi lyf. Sextán prósent þeirra sem höfðu lánað eða fengið lánað sögðu það hafa verið gert í neyð.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall til for­sætis­ráð­herra - konur í skugga heil­brigðis­kerfisins

Sjúkratryggingar Íslands ákváðu nýverið að stöðva niðurgreiðslu á vökvagjöfum við POTS með þeim rökum að ekki sé um gagnreynda meðferð að ræða. Þrátt fyrir ítrekað ákall til Ölmu Möller heilbrigðisráðherra hefur hún tekið skýra afstöðu með ákvörðuninni og bregst með því pólitískri ábyrgð sinni gagnvart hópi sem þegar stendur höllum fæti innan heilbrigðiskerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Göngu­deild gigtar - með þér í liði!

Gigtarsjúkdómar eru margvíslegir og oft flóknir og geta herjað á fólk á öllum aldri, jafnt fullorðna sem börn. Þeir algengustu valda mestum einkennum frá stoðkerfi á meðan aðrir sjaldgæfari ráðast meira á húð og innri líffæri.

Skoðun
Fréttamynd

Alltaf hörð á því að halda með­göngunni á­fram

Hallur Guðjónsson hefur þegar gengið í gegnum meira en flestir á allri ævi sinni þrátt fyrir að vera aðeins fimm ára. Foreldrar hans hafa á sama tíma lært meira á lífið en áratugina á undan. Þrátt fyrir hrakspár lækna á meðgöngu kom aldrei annað til greina en að eignast gleðigjafann sem nýtur stuðnings allra þorpsbúa. Miklar áskoranir hafa mætt foreldrunum sem hafa þó aldrei séð eftir ákvörðun sinni.

Lífið
Fréttamynd

Tvisvar sóttur af lög­reglu eftir flótta af spítalanum

Reynir Bergmann fór í hjartastopp eftir mikla steraneyslu og var haldið sofandi í öndunarvél. Haldinn ranghugmyndum reyndi hann ítrekað að flýja af spítalanum. Áfallið tók á alla fjölskylduna og er Reynir enn hræddur við að deyja í svefni. Erfiðast var þó fyrir móður hans að vaka yfir öðru barni sínu í öndunarvél.

Lífið
Fréttamynd

Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast?

Alþjóðlegi gigtardagurinn er sunnudaginn 12. október. Slagorðið í ár er „Láttu drauma þína rætast“ (Achieve Your Dreams), sem hvetur okkur öll til að skapa tækifæri fyrir öll til að fylgja draumum sínum, óháð heilsufarslegum hindrunum. Í tengslum við þennan dag, 9. október 1976 eða fyrir 49 árum, var Gigtarfélag Íslands stofnað.

Skoðun
Fréttamynd

Flækjustig í skjóli ein­földunar

Stjórnvöld hafa kynnt áform um að leggja niður Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna og flytja verkefni þeirra til Matvælastofnunar og Umhverfis- og Orkustofnunar. Í kynningu er því haldið fram að með þessu sé verið að fækka stofnunum úr ellefu í tvær. Þessi framsetning er í besta falli villandi.

Skoðun
Fréttamynd

„Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“

Lýtalæknir sem sérhæfir sig í kynfærauppbyggingu framkvæmir eina til tvær typpastækkanir á mánuði. Litlum eða gröfnum typpum geta fylgt vandamál tengd hreinlæti, þvagláti og kynlífi. Margir upplifi lítið typpi sem fötlun.

Lífið
Fréttamynd

Dæmi um að að­stand­endur beri fíkni­efni í börn á Stuðlum

Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum

Spjallbekk hefur verið komið fyrir í Laugardalnum við inngang Grasagarðsins í tilefni af viku einmanaleikans sem nú stendur yfir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að spjallbekki sé að finna víða um heim og að þeim sé ætlað að hvetja til félagslegra samskipta og draga úr einmanaleika.

Innlent
Fréttamynd

Segir stöðuna á sjúkra­húsinu á Akur­eyri grafalvarlega

Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stöðuna á sjúkrahúsi Akureyrar grafalvarlega í kjölfar þess að stjórnendur hafi fengið fyrirmæli um að segja upp samningum við sérfræðilækna. Heilbrigðisráðherra segir ekki rétt að þau fyrirmæli hafi komið frá henni, tryggja þurfi þjónustuna með öllum ráðum, málið sé í farvegi hjá forstjóra sjúkrahússins.

Innlent