Heilbrigðismál Vilja koma á óhollustuskatti Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Innlent 2.12.2025 21:21 „Íslendingar eru allt of þungir“ Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Innlent 2.12.2025 13:24 Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Heilbrigðiskerfi Íslands stendur á tímamótum. Þrátt fyrir frábært fagfólk, mikla sérþekkingu og sterka hefð fyrir jöfnu aðgengi er víða komið að þolmörkum. Á landsbyggðinni verður álagið enn sýnilegri og afleiðingarnar alvarlegri. Skoðun 2.12.2025 10:32 Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Innlent 2.12.2025 10:17 Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Innlent 2.12.2025 09:08 Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 2.12.2025 07:29 Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir í Kópavogi, sem þóttist vera í lyfjameðferð vegna banvæns krabbameins mánuðum saman og skrifaði út lyf á fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað inn læknaleyfinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan lýgur því að sínum nánustu að hún berjist við krabbamein. Innlent 30.11.2025 18:46 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Innlent 29.11.2025 21:05 Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. Innlent 29.11.2025 00:05 Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. Innlent 28.11.2025 12:01 Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Þriðji fundur í fundarröðinni Heilsan okkar haustið 2025 fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. Yfirskrift fundarins eru Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu. Innlent 28.11.2025 11:02 Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. Viðskipti innlent 27.11.2025 06:45 Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. Innlent 26.11.2025 17:15 Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni. Skoðun 26.11.2025 16:02 Þekktu efnin enn þau vinsælustu Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir talsvert færri sprauta sig með fíkniefnum en áður. Litlar breytingar á götuverði efna bendi til þess að nægt framboð sé á fíkniefnamarkaði. Amfetamín og kókaín séu enn vinsælustu ólöglegu efnin hér á landi. Innlent 26.11.2025 13:00 Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Hver man ekki eftir ögurstundunum í fréttum, um heilbrigðiskerfið undir pressu, skort á starfsfólki, tæknibúnað á mörkum, langir biðlistar. En í skugganum af fyrirsögnum, í raunveruleikanum þar sem líf fólks er undir, stendur fólk í vinnugalla, með hendur á verkum. Það fólk heitir sjúkraliðar. Skoðun 26.11.2025 09:02 Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57. Innlent 26.11.2025 09:02 Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd. Innlent 26.11.2025 06:45 Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. Innlent 25.11.2025 20:27 Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sérfræðimenntaður læknir hefur ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Hún segir engin svör að fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga segir vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum. Innlent 25.11.2025 19:03 Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli. Innlent 25.11.2025 09:03 Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Lyfjarisinn Novo Nordisk hefur greint frá því að semaglutide, virka efnið í þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy, hægi ekki á framgang Alzheimer sjúkdómsins, eins og vonir höfðu staðið til. Erlent 25.11.2025 07:44 Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent út neyðaróp vegna stöðu mála. Heilbrigðisráðherra er á leið norður í land til að funda með starfsfólkinu. Innlent 24.11.2025 20:34 Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Innlent 24.11.2025 12:43 Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Formaður Þroskahjálpar segir óásættanlegt að meira en helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málefnum fatlaðs fólks, fimmtán árum eftir að þau tóku við málaflokknum. Stór hluti sveitarfélaga fari því ekki að lögum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Innlent 23.11.2025 14:02 Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sinni sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að eldri læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta. Innlent 23.11.2025 13:00 Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Formaður Læknafélagsins leggur til að læknum verði boðin sérkjör fyrir að starfa utan höfuðborgarsvæðisins til að laða að starfsfólk. Erfitt ástand hafi skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts. Dæmi séu um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Innlent 22.11.2025 21:12 Kemur maður í manns stað? Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Skoðun 22.11.2025 21:01 Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Innlent 22.11.2025 16:43 Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Innlent 22.11.2025 14:38 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 237 ›
Vilja koma á óhollustuskatti Íslendingar eru þyngstir allra Norðurlandaþjóða samkvæmt nýrri skýrslu. Sjötíu prósent fullorðinna eru í ofþyngd og tuttugu prósent barna. Sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis vill skoða að setja á óhollustuskatt og lækka gjöld á ávexti og grænmeti. Innlent 2.12.2025 21:21
„Íslendingar eru allt of þungir“ Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga allt of þunga. Hún vinnur nú að aðgerðaráætlun til að sporna við offitu. Ný könnun sýnir að sjötíu prósent fullorðinna á Íslandi séu annaðhvort í yfirþyngd eða með offitu. Innlent 2.12.2025 13:24
Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Heilbrigðiskerfi Íslands stendur á tímamótum. Þrátt fyrir frábært fagfólk, mikla sérþekkingu og sterka hefð fyrir jöfnu aðgengi er víða komið að þolmörkum. Á landsbyggðinni verður álagið enn sýnilegri og afleiðingarnar alvarlegri. Skoðun 2.12.2025 10:32
Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Alma D. Möller heilbrigðisráðherra hefur skipað Sigurð Þórarinsson, tækni- og nýsköpunarstjóra Landspítala, í embætti forstöðumanns Stafrænnar heilsu – þróunar- og þjónustumiðstöðvar sem tekur til starfa 1. janúar 2026. Innlent 2.12.2025 10:17
Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Föðurbróðir 18 ára drengs sem fyrir fannst látinn tæpum sólarhring eftir að hann útskrifaði sig af fíknigeðdeild segir það skömm stjórnmálamanna og kerfisins alls að líf hans hafi endað með þessum hætti. Hann segir neyðarástand á Íslandi og kallar eftir raunverulegum viðbrögðum svo fleiri fari ekki sömu leið. Innlent 2.12.2025 09:08
Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Ketill Berg Magnússon hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viðskipti innlent 2.12.2025 07:29
Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir í Kópavogi, sem þóttist vera í lyfjameðferð vegna banvæns krabbameins mánuðum saman og skrifaði út lyf á fjölskyldumeðlimi sem hún neytti sjálf, hefur skilað inn læknaleyfinu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem konan lýgur því að sínum nánustu að hún berjist við krabbamein. Innlent 30.11.2025 18:46
30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Innlent 29.11.2025 21:05
Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. Innlent 29.11.2025 00:05
Flensan orðin að faraldri Tuttugu og einn lá inni á spítala vegna inflúensunnar og greindust 86 með sjúkdóminn í síðustu viku. Veikindin eru mjög útbreidd að mati sóttvarnalæknis, sem segir faraldur farinn af stað. Innlent 28.11.2025 12:01
Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Þriðji fundur í fundarröðinni Heilsan okkar haustið 2025 fer fram í Veröld, húsi Vigdísar, í dag. Yfirskrift fundarins eru Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu. Innlent 28.11.2025 11:02
Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu verkfræðistofu, segir lélega innivist geta haft bein áhrif á afköst og líðan starfsfólks auk þess að geta aukið líkur á veikindum og þannig fjölgað fjarvistum. Viðskipti innlent 27.11.2025 06:45
Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst Bið sérfræðilæknis í lyf- og blóðlækningum í fimm mánuði eftir sérfræðileyfi frá Embætti landlæknis er lokið. Innan við sólarhring eftir að hún steig fram í viðtali vegna stöðunnar sem upp var komin barst tölvupóstur um að leyfið hefði verið afgreitt. Innlent 26.11.2025 17:15
Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Dagur sjúkraliða er í dag. Því ber að fagna og ég óska sjúkraliðum til hamingju með daginn og jafnframt öllum sem á einhverjum tíma þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, því þá er næsta víst að sjúkraliðar komi að þjónustunni. Skoðun 26.11.2025 16:02
Þekktu efnin enn þau vinsælustu Framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ segir talsvert færri sprauta sig með fíkniefnum en áður. Litlar breytingar á götuverði efna bendi til þess að nægt framboð sé á fíkniefnamarkaði. Amfetamín og kókaín séu enn vinsælustu ólöglegu efnin hér á landi. Innlent 26.11.2025 13:00
Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Hver man ekki eftir ögurstundunum í fréttum, um heilbrigðiskerfið undir pressu, skort á starfsfólki, tæknibúnað á mörkum, langir biðlistar. En í skugganum af fyrirsögnum, í raunveruleikanum þar sem líf fólks er undir, stendur fólk í vinnugalla, með hendur á verkum. Það fólk heitir sjúkraliðar. Skoðun 26.11.2025 09:02
Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Edda Björk Þórðardóttir, sálfræðingur og dósent við Miðstöð í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands, mælir sterklega með því að klukkunni verði seinkað um klukkustund. Edda Björk segir marga þætti geta haft áhrif á líðan í skammdeginu og það skipti verulega miklu máli að halda rútínu. Sólarupprás í dag er um klukkan 10:31 og sólsetur um 15:57. Innlent 26.11.2025 09:02
Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Elísabet Heiðarsdóttir, leiðtogi ljósmæðra hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir ljósmæður sem sinna meðgönguvernd á Íslandi vilja hitta allar konur sem eigi von á barni. Sama hvar og hvernig þær ætla að fæða sín börn. Hún segir þjónustuna algjörlega á forsendum konunnar og harmar að einhverjar konur, þó fáar séu, vilji frekar fæða börnin sín ein og afþakka meðgönguvernd. Innlent 26.11.2025 06:45
Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Heilbrigðismálaráðherra fundaði með stjórnendum, læknahópum og fagráði á Sjúkrahúsinu á Akureyri í dag vegna alvarlegrar stöðu þar. Hún getur þó ekki tekið undir það að ástand sé í heilbrigðiskerfinu. Innlent 25.11.2025 20:27
Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sérfræðimenntaður læknir hefur ekki fengið starfsleyfi í sinni starfsgrein eftir fimm mánaða bið. Hún segir engin svör að fá frá Embætti landlæknis þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Framkvæmdastjóri lækninga segir vandamál í uppsiglingu enda skortur á sérgreinalæknum. Innlent 25.11.2025 19:03
Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Mæður drengja með hamlandi einhverfu hafa ráðist í átak til að vekja athygli á og berjast gegn löngum biðlistum eftir þjónustu fyrir fötluð og einhverf börn. Um fimm þúsund börn séu að bíða eftir þjónustu hjá talmeinafræðingi og útlit fyrir að mörg þeirra þurfi að bíða í mörg ár. Þar á meðal eru börn sem ekki geta tjáð sig. Þær segja að margir hafi hlustað en færri hafi gripið til aðgerða. Þær hafa átt samtal við heilbrigðisráðherra og fleiri stjórnmálamenn en eru enn að bíða eftir að fá áheyrn hjá Ingu Sæland, félagsmálaráðherra sem sjálf hefur lagt ríka áherslu á málefni fatlaðs fólks á sínum stjórnmálaferli. Innlent 25.11.2025 09:03
Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Lyfjarisinn Novo Nordisk hefur greint frá því að semaglutide, virka efnið í þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy, hægi ekki á framgang Alzheimer sjúkdómsins, eins og vonir höfðu staðið til. Erlent 25.11.2025 07:44
Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir stjórnendur Sjúkrahússins á Akureyri hafa sent út neyðaróp vegna stöðu mála. Heilbrigðisráðherra er á leið norður í land til að funda með starfsfólkinu. Innlent 24.11.2025 20:34
Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Pétur Magnússon hefur sagt upp sem forstjóri Reykjalundar og hefur gert samkomulag við stjórn stofnunarinnar um starfslok. Svana Helen Björnsdóttir, stjórnarformaður Reykjalundar, mun gegna starfi forstjóra þar til nýr forstjóri hefur verið ráðinn. Innlent 24.11.2025 12:43
Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Formaður Þroskahjálpar segir óásættanlegt að meira en helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málefnum fatlaðs fólks, fimmtán árum eftir að þau tóku við málaflokknum. Stór hluti sveitarfélaga fari því ekki að lögum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Innlent 23.11.2025 14:02
Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Læknar með sérmenntun frá Bandaríkjunum fá ekki starfsleyfi í sinni sérgrein hérlendis, þrátt fyrir að eldri læknar með sömu menntun hafi fengið hana samþykkta. Innlent 23.11.2025 13:00
Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Formaður Læknafélagsins leggur til að læknum verði boðin sérkjör fyrir að starfa utan höfuðborgarsvæðisins til að laða að starfsfólk. Erfitt ástand hafi skapast á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna læknaskorts. Dæmi séu um að fólk sé látið standa bakvakt í sautján sólarhringa samfleytt. Innlent 22.11.2025 21:12
Kemur maður í manns stað? Sjúkrahúsið á Akureyri er í grunninn einstaklega aðlaðandi vinnustaður. Sjúkrahúsið er vel staðsett, býr að miklum mannauði og fyrirséð er að húsakostur sjúkrahússins muni batna mikið til hins betra á komandi árum ef núverandi áætlanir ganga eftir. Skoðun 22.11.2025 21:01
Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Framkvæmdastjóri Samhjálpar segir að gera megi ráð fyrir því að ný kaffistofa Samhjálpar hefji ekki starfsemi fyrr en í fyrsta lagi eftir áramót. Sem fyrrverandi embættismaður skilji hún vel að boðuð grenndarkynning taki tíma en hún segist ekki hafa eins mikinn skilning á því hvers vegna farið sé af stað með grenndarkynningu yfirhöfuð. Innlent 22.11.2025 16:43
Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Hildigunnur Svavarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri, segir stöðuna á sjúkrahúsinu alvarlega. Það sé ákveðin áskorun í læknamönnun á sjúkrahúsinu og hún sé sérstaklega erfið á lyflæknadeildinni. Erfiðlega gangi að fá lækna til starfa á landsbyggðinni. Innlent 22.11.2025 14:38