Af hverju eru næringarsnauð matvæli í forgrunni við íþróttaiðkun barna okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar 19. mars 2024 07:00 Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Börn og uppeldi Íþróttir barna Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Flestir sem stunda íþróttir vita að góð næring skiptir miklu máli fyrir bæði heilsu og árangur. Þegar kemur að ungmennum sem taka þátt í íþróttum er góð næring sérstaklega mikilvæg þar sem börn og unglingar ganga í gegnum miklar líkamlegar breytingar og er nauðsynlegt fyrir þau að mæta næringarþörf sinni. Mikilvægt er fyrir börn og unglinga sem stunda íþróttir að fá réttar upplýsingar um næringu sem styður við vöxt þeirra og þroska og veitir þá viðbótarorku sem getur verið þörf á í kringum þjálfun. Ungmenni í íþróttum hafa hlutfallslega meiri þörf fyrir orku og næringarefni en fullorðnir og þarf því að tryggja að þau matvæli sem ungmennin velja sér að borða séu bæði orku- og næringarrík. Matarumhverfi mótar hegðun fólks og hefur sterk áhrif á fæðuval og fæðuvenjur. Þegar börn eiga í hlut er mikilvægt að leggja áherslu á þætti sem hafa jákvæð áhrif á lífsstíl og heilsuhegðun en á þessum aldri er fæðumynstur að mótast til framtíðar. Það er því mikilvægt að byrja strax og hvetja til uppbyggilegrar heilsuhegðunar snemma á lífsleiðinni til að byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina. Við íþróttaiðkun fá börn oft misvísandi skilaboð um heilsu þar sem þau eru hvött til að hreyfa sig sér til heilsubótar en óheilsusamlegir matarkostir blasa oft við þeim, bæði í veitingasölu og á auglýsingaskiltum í íþróttasölum. Á íþróttaviðburðum er yfirleitt mikið magn af næringarsnauðum kostum eins og bakkelsi, sælgæti og gosdrykkjum til sölu. Þessar matvörur innihalda ekki mikið magn nauðsynlegra næringarefna fyrir litla kroppa sem eru að vaxa og þroskast. Það að næringarsnauðir kostir séu meira áberandi bæði í veitingasölum og sem auglýsingar á veggjum íþróttamiðstöðva þegar íþróttaviðburðir fyrir unga iðkendur eiga sér stað er ekki í samræmi við það hlutverk sem eðlilegt væri að fælist í íþróttastarfi með börnum sem ætti að hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Mikilvægt er að börn og ungmenni hafi aðgang að hollum mat og drykk við íþróttaiðkun sína og er kjörið fyrir íþróttafélög að hvetja til heilsusamlegrar næringar með því að bjóða upp á næringarríka valkosti á íþróttaviðburðum. Einnig er mikilvægt að börn í íþróttum fái fræðslu um næringarríkt, fjölbreytt og heilsusamlegt mataræði. Hins vegar dugar fræðsla oft ekki ein og sér heldur þarf einnig að taka til aðgerða á öðrum vettvangi og kemur þar umhverfið inn sem einn helsti áhrifavaldur. Með því að breyta matarumhverfinu við íþróttaiðkun barna er hægt að hafa mikil áhrif á fæðuval þeirra. Ungmenni í íþróttum líta gjarnan upp til eldri iðkenda, þjálfara og foreldra og þurfum við því öll að vera góðar fyrirmyndir þegar það kemur að heilsusamlegum lífsstíl og sérstaklega þegar það kemur að næringu. Við sem erum fyrirmyndir fyrir þennan hóp þurfum að hafa í huga hvað við erum sjálf að borða, hvaða mat við erum að bjóða upp á heima, í veitingasölum íþróttamiðstöðva og við æfingar og keppni ungra barna. Hér ber einnig að nefna markaðssetningu, en í mörgum tilfellum sjáum við afreksíþróttafólkið okkar auglýsa orkudrykki, gosdrykki og próteinbættar matvörur sem eru ekki æskilegar börnum í tengslum við íþróttaiðkun. Ábyrgðin liggur því víða og við þurfum að leggjast öll á eitt við að auka til muna aðgengi og sýnileika á hollri fæðu og drykkjum við íþróttaiðkun ungmenna og hvetja til heilsusamlegs lífsstíls bæði hvað varðar hreyfingu og næringu. Það ætti að vera stefna hvers íþróttafélags að styðja við heilbrigðar fæðuvenjur ungra iðkenda sinna. Ég hvet sveitarfélög og íþróttafélög til að setja sér stefnu í næringarmálum og bjóða upp á næringarrík matvæli í íþróttamiðstöðum og á íþróttaviðburðum barna. Á heilsuveru er að finna ýmsar upplýsingar tengt næringu barna við íþróttaiðkun og hugmyndum af máltíðum https://www.heilsuvera.is/efnisflokkar/naering/ithrottir-og-naering/naering-barna-i-ithrottum/. Höfundur er næringarfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og aðjúnkt við menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun