
Íþróttir barna

Tímaskekkjan skólaíþróttir
Höfundur er af þeirri kynslóð sem fór í gegnum grunnskóla þegar fagið leikfimi var til staðar en ber nú nafnið skólaíþróttir. Þessi nafnabreyting hitti aldrei í mark hjá mér. Meira svona stöngin út, eins og einn háskólakennaranna minna komst að orði.

Íþróttastarf fyrir alla
Nýlega bárust íþróttafélögum bréf frá Skattinum varðandi fyrirkomulag skattgreiðslna og ráðningasambanda við þjálfara og leikmenn hjá félögunum. Þar leggur Skatturinn áherslu á að ráðningarsamband íþróttafélaganna við starfsmenn sína megi ekki vera í verktöku eins og tíðkast um meirihluta þeirra sem um ræðir. Þá er einnig athyglisvert að Skatturinn segir í bréfinu að þeir aðilar sem veljist til stjórnarsetu í aðalstjórnum félaganna beri fulla ábyrgð á skattskilum allra verktaka og starfsmanna og minna í því samhengi á refsiábyrgð.

Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna
Mennta- og barnamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga blása til fræðslufundar um verndandi þætti í lífi barna og ungmenna undir yfirskriftinni Tökum samtalið.

Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra
Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir.

Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019
Ferðakostnaður barna í íþrótta- og tómstundastarfi á landsbyggðinni hefur aukist á síðustu árum en framlag ríkisins fylgir ekki verðlagi og hefur því rýrnað umtalsvert.

Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“
Tvö íþróttafélög brjóta blað í íslenskri íþróttasögu þegar þau opna fyrir æfingar í hjólastólakörfubolta um helgina. Verkefnið verður kynnt með pompi og prakt í Kringlunni í dag.

Mikilvægi þess að eiga hetjur
Reykjavíkurleikarnir í frjálsíþróttum voru haldnir með glæsilegri umgjörð í Laugardalshöllinni í vikunni. Þar var magnað að sjá þann mikla kraft sem býr í afreksíþróttafólkinu okkar.

Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár
Eitt stærsta íþróttamót barna, Norðurálsmótið á Akranesi, heldur upp á fjörutíu ára afmæli sitt á þessu ári. Búist er við tæplega þrjú þúsund þátttakendum á mótinu.

Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins vill banna íþróttamót fyrir klukkan tíu um helgar. Það segir hún geta verið kosningaloforð sem auðvelt verði að svíkja, og sendir Flokki fólksins væna pillu um leið.

Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar
Börnin mín æfa bæði íþróttir af kappi og ég er þakklát fyrir frábært íþróttastarf sem þau hafa aðgang að. Linnulaus íþróttamót draga hins vegar úr ánægju þess að eiga börn í íþróttum. Um þessar mundir er nefnilega gerð samfélagsleg krafa um mætingu a.m.k. tveggja ættliða og helst allra systkina til að hvetja börnin áfram allt frá því þau eru nánast ómálga en geta þó þóst sparka í bolta.

„Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni
Þúsund manna bíða eftir því að komast að í golfklúbbum höfuðborgarsvæðisins og getur biðin tekið nokkur ár í sumum þeirra. Forseti Golfsambands Íslands segir biðlistana hrikalega og kallar eftir auknum stuðningi og skilningi frá sveitarfélögum.

Þarf alltaf að vera vín?
Ég lít á íþróttastarfsemi á Íslandi sem ómetanlegan þátt í samfélaginu okkar, þar sem hún þjónar heilsueflingu, forvörnum og félagslegri uppbyggingu, sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Hugmyndin um sölu áfengis og annarra vímuefna til styrktar íþróttafélaga vekur miklar áhyggjur. Mér finnst þetta ekki samræmast þeim gildum sem íþróttahreyfingin stendur fyrir.

Hefur styrkt KR um 300 milljónir
Róbert Wessman stofnandi og forstjóri lyfjafyrirtækisins Alvotech hefur á síðustu árum styrkt íþróttastarf KR í gegnum fyrirtæki sín um tæplega 300 milljónir króna.

Fjölnota íþróttahús byggt í Borgarnesi
Mikil eftirvænting er hjá íbúum Borgarbyggðar vegna nýs fjölnota íþróttahúss, sem á að fara að byggja í Borgarnesi. Húsið verður fyrst og fremst knatthús og mun kosta tæplega tvo milljarða króna. Ístak byggir.

Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar
Skautafélag Reykjavíkur hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og er stærsta skautafélag landsins. Árið 2023 æfðu yfir 800 iðkendur hjá félaginu í listskautum og íshokkí.

Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi
Íþróttir og íþróttaárangur er einfaldasta leiðin til þess að fá hóp af fólki eða til og með heila þjóð til að líða vel í tiltölulega skamman tíma.

Vinnum gullið án klósettpappírs
Öll vitum við hversu mikilvægar íþróttir og hreyfing eru fyrir heilsuna. Regluleg hreyfing dregur verulega úr hættu á langvinnum sjúkdómum, hefur jákvæð áhrif á geðheilsu, stuðlar að betri svefni og minnkar streitu, svo eitthvað sé nefnt.

Íþróttir fyrir alla!
Hver króna sem fer til íþróttafélaga er króna sem skilar sér margfalt til baka í samfélagið. Um kosti íþróttastarfs á Íslandi verður ekki deilt. Starfið er faglegt, fjölbreytt og gott.

Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað
Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar 2024 sýna vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað síðustu tvö ár. Niðurstöður sýna lækkun í tíðni kvíða og depurðar í öllum árgöngum. Enn segist þó um helmingur stúlkna í 10. bekk finna fyrir depurð. Þá hafa um þrettán prósent stúlkna í 10. bekk verið beittar kynferðisofbeldi af jafnaldra en hlutfallið lækkar á milli ára.

Íþróttir fyrir öll börn!
Markmið Æfingastöðvarinnar er að efla þátttöku barna í athöfnum sem eru þeim og fjölskyldum þeirra mikilvægar og er íþróttaiðkun sannarlega mikilvæg iðja í hugum margra. Á Íslandi æfa 80% barna á aldrinum 9-12 ára reglubundnar íþróttir.

Víðir og Reynir í eina sæng
Bæjarráð Suðurnesjabæjar, Knattspyrnufélagið Reynir í Sandgerði og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði hafa samþykkt viljayfirlýsingu um stofnun nýs íþróttafélags í sveitarfélaginu. Stefnt er að stofnun hins nýja félags haustið 2026 og að nýr aðalvöllur félagsins verði í Sandgerði en að upphitaður gervigrasvöllur verði lagður á núverandi malarvelli í Garði.

KA-strákarnir fengu að halda gullinu
Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið.

Sjálfboðaliðinn miður sín og fengið að heyra það héðan og þaðan
„Sjálfboðaliðinn er alveg miður sín og þetta hjálpar okkur ekki að menn fái svona yfir sig þegar þeir gera mistök,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, um sjálfboðaliða félagsins sem dæmdi úrslitaleikinn við Stjörnuna í C-liðum 4. flokks drengja. Framlenging leiksins, og mögulega vítaspyrnukeppni, verður endurtekin í dag.

Yfirlýsing Stjörnunnar: „Gerum ekki greinarmun á getustigi“
Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað eftir að félagið kærði úrslitin gegn KA, í úrslitaleik Íslandsmóts C-liða í 4. flokki stráka.

Óásættanleg staða fyrir fimleikadeild Keflavíkur: Loforð svikin og framtíð starfseminnar í hættu
Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa.

Knatthús á versta stað í Borgarnesi?
Mig langar að vekja athygli á því sem nú er í bígerð á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Stefnt er að því að reisa 16 metra hátt knatthús á fallegum útsýnisstað sem jafnframt er aðalútivistarsvæði bæjarins og liggur að grunnskólalóðinni.

Hefur þrisvar komið að 13 ára syni sínum meðvitundarlausum
Móðir þrettán ára drengs, sem er með ADHD og fíknivanda, stendur bæði ráðþrota og örmagna frammi fyrir kerfinu. Hún segir óskiljanlegt að ekki sé aldursskipt úrræði í boði hjá Stuðlum. Þar hafi sonur hennar vingast við eldri stráka í mun verri málum.

Svikin loforð gagnvart börnum?
Á kjörtímabilinu 2002-2006 var Hafnarfjörður undir stjórn Samfylkingarinnar fyrst allra sveitarfélaga til að taka upp frístundastyrk fyrir börn og ungmenni. Markmið með styrknum er að gera börnum kleift að taka þátt í íþrótta- og tómstundastarfi óháð efnahag fjölskyldna og að efla íþrótta- og annað forvarnarstarf. Allar götur síðan hafa fulltrúar Samfylkingarinnar verið ötulir talsmenn styrksins.

Nýtt fimleikahús óskast á Selfossi
Yfirþjálfari fimleikadeildarinnar á Selfossi skorar á bæjaryfirvöld í Árborg að byggja nýtt fimleikahús þar sem núverandi hús sé orðið allt of lítið og lélegt fyrir deildina. Níu stelpur úr fimleikunum er á leiðinni til Azerbaijan til að taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum.

Í lífshættu sextán ára en hefur öðlast nýtt líf með þyngdarstjórnunarlyfjum
Sveinn Rúnar Sveinsson er með sjaldgæfan efnaskiptasjúkdóm. Sextán ára gamall var hann orðinn 140 kíló og fékk að heyra að ef hann héldi áfram á sömu braut myndi hann ekki lifa fram á fullorðinsár. Stuttu seinna byrjaði hann á þyngdarstjórnunarlyfinu Saxenda.