Áskoranir málsvara Gyðinga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 08:01 Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar