Dólgslega góð Samfylking Sigurjón Þórðarson skrifar 16. mars 2023 19:01 Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Alþingi Samfylkingin Hælisleitendur Sigurjón Þórðarson Mest lesið Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins. Eitt og annað hefur þó komið á óvart og þá einkum hve nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eiga erfitt með að ræða af yfirvegun um löggjöf og ramma utan um hælisleitendur og útlendinga. Um er að ræða bæði viðkvæman og mjög kostnaðarsaman málaflokk. Beinn kostnaður er talinn í milljarði króna mánaðarlega, auk óbeins kostnaðar vegna aukinna útgjalda á sviði heilbrigðis- og menntakerfis. Vonandi munu þeir sem hingað koma í senn njóta góðs lífs og verða ávinningur fyrir íslenskt samfélag þegar fram líða stundir. Til þess að svo verði þarf að taka vel á móti fólkinu og ekki fleirum en íslenskt samfélag ræður við. Staðan er hins vegar orðin svo þröng að það stefnir í óefni þar sem ekki til húsnæði þann stóra hóp sem streymir til landsins enda það er einfaldlega upp urið. Í viku hverri hafa komið upp á síðakastið um 20 hælisleitendur á dag, en það samsvarar að mánaðarlega streymi hingað um það bil jafnmargir og íbúar Hvammstanga. Í umræðu um nýsamþykkt lög um útlendinga kom fram að þau munu litlu breyta varðandi að ná utan um þann stóra hóp sem kemur nú í stríðum straumum frá Suður Ameríku, enda höfum við ekki borið gæfu til að afgreiða þau mál af sambærilegri skynsemi og Norðmenn. Til þess að tryggja að svo yrði lagði formaður Flokks fólksins fram breytingatillögu um að við mat á umsóknum hælisleitenda yrði ekki tekið tillit til efnahagslegra ástands í heimalandi umsækjenda. Illu heilli var sú breytingartillaga felld og verða afleiðingarnar því miður þær að erfiðara verður að forgangsraða þeim sem flýja hörmungar stríðsátaka umfram efnahagslega flóttamenn. Í stað þess að geta rætt þessa sjálfsögðu breytingatillögu af yfirvegun efnislega í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið, þá ræðst fyrrum ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir og núverandi formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, persónulega að formanni Flokks fólksins og segir hana vera „ógeðfelldan popúlista sem haldinn sé útlendingaandúð.“ Hér er gripið til gamalkunnrar lágkúru þegar rök þrýtur. Dólgslegt upphlaup Samfylkingarinnar má helst skýra með því að kappið hafi borið skynseminni ofurliði í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. Atkvæðagreiðslan var í sjálfu sér stórundarleg fegurðarsamkeppni góða fólksins sem stóð yfir í á þriðju klukkustund, þar sem þingmenn gerðu rækilega grein fyrir sínum verðleikum og mannvonsku þeirra er studdu máttlaust frumvarp, sem dugar ekki til þess að mæta þeim miklu vanda sem uppi er í málaflokknum. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar