Flokkur fólksins

Fréttamynd

Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í fram­kvæmd

Fleirum finnst Flokki fólksins ganga illa heldur en vel að koma málum sínum til framkvæmda í núverandi stjórnarsamstarfi, samkvæmt nýrri könnun. Alla jafna þykir almenningi samt núverandi stjórnarflokkum ganga betur að hrinda málum sínum í framkvæmd saman borið við fyrrverandi ríkisstjórn í desember 2023.

Innlent
Fréttamynd

Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir að hjartaaðgerð sem hann gekkst undir fyrir jól hafi tekist afar vel og að endurhæfing sé nú hafin af fullum krafti. Hann segist hlakka til að mæta aftur til starfa þegar hann hafi náð sér á fullu.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi stjórnar­flokkanna dalar

Miðflokkurinn mælist með tæplega 22 prósenta fylgi í nýjum þjóðarpúlsi Gallup en hann bætir rúmum tveimur prósentustigum við sig milli mánaða. Samanlagt fylgi stjórnarflokkanna fellur um fjögur prósentustig frá síðasta þjóðarpúlsi og mælist nú 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Bæta við allt að 200 í­búðum og mat­höll í Spöngina

Gert er ráð fyrir að við uppbyggingu í Spönginni verði um 200 íbúðum bætt við á tveimur reitum, nýrri mathöll komið fyrir og hverfistorgi þar sem hægt verður að halda viðburði. Bæta á aðgengi hjólandi og gangandi á svæðinu og samræma útlit og bæta við gróðri til að tryggja skjól. Byggja á ofan á þau hús sem eru þegar á staðnum og færa verslun sem er um hæð, miðað við tillögu Arkís arkitekta.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á ráðningu ráð­gjafa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir það skekkja myndina á milli stjórnar og stjórnarandstöðu að ráðuneytin njóti aðstoðar ráðgjafafyrirtækja auk þess að vera með aðstoðarmenn, sérfræðinga og embættismannakerfið.

Innlent
Fréttamynd

Ár­sæll hringdi beint í utan­ríkis­ráð­herra eftir fundinn

Skólameistari Borgarholtsskóla hafði samband við utanríkisráðherra sama dag og tilkynnt var að staða hans yrði auglýst til umsóknar að loknum skipunartíma hans. Utanríkisráðherra upplýsti forsætisráðherra um vendingarnar. Þá fékk forsætisráðherra að vita að hugmyndir væru uppi um að fækka skólameisturum.

Innlent
Fréttamynd

Sam­stíga ríkis­stjórn í sigri og þraut

Ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var mynduð á þessum degi fyrir réttu ári. Það var gleðidagur, eins og alltaf þegar sól fer hækkandi. Í þetta sinn eftir sögulegar kosningar þar sem þjóðin valdi nýtt upphaf.

Skoðun
Fréttamynd

Milljónir til al­manna­tengla og átta sinnum meira en í fyrra

Útgjöld mennta- og barnamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla hafa numið rúmum 16,5 milljónum á þessu ári, samanborið við tæpar tvær milljónir í fyrra. Ráðuneytið hefur meðal annars notið þjónustu almannatengslafyrirtækja vegna boðaðra skipulagsbreytinga á framhaldsskólastigi og kynningarátaks vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Innlent
Fréttamynd

Funduðu í 320 klukku­stundir og af­greiddu 37 frum­vörp

Fundir Alþingis á liðnu haustþingi voru 53 talsins og stóðu samtals í tæpar 320 klukkustundir. Af þeim 138 frumvörpum sem bárust þinginu urðu aðeins 37 að lögum og eru 101 frumvörp enn óútrædd. Þá voru samþykktar fimm þingsályktunartillögur af 66 og ráðherrar svöruðu 107 óundirbúnum fyrirspurnum.

Innlent
Fréttamynd

Telur hagræðingaráformin þau metnaðar­fyllstu

Stjórnvöld ætla að ráðast í metnaðarfyllstu hagræðingaraðgerðir í ríkisrekstri í langan tíma að mati fjármálaráðherra. Aldrei hafi verið ákveðið að spara aðra eins fjármuni eins og næstu ár eða um hundrað og sjö milljarða króna. Búist sé við að starfsfólki fækki.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin sendi leið­réttingu inn í beina út­sendingu

Bítinu á Bylgjunni bárust skilaboð frá fulltrúa stjórnarflokkanna sem vildi leiðrétta ummæli viðmælanda. Viðmælandinn hafði velt því fyrir sér hvort það væru samantekin ráð af hálfu formanna stjórnarflokkanna að hrósa hver öðrum í Silfrinu á mánudag. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar þvertók fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Ó­víst hvort Guð­mundur Ingi snúi aftur í ráðu­neytið

Óvíst er hvort Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra muni snúa aftur til starfa í menntamálaráðuneytið eftir að veikindaleyfi hans nú lýkur. Hann er á leið í opna hjartaskurðaðgerð og tíminn þarf að leiða í ljós hvernig bataferli hans verður.

Innlent
Fréttamynd

Beitir sér ekki fyrir sveigjan­legri til­högun fæðingar­or­lofs

Félags- og húsnæðismálaráðherra hyggst ekki beita sér fyrir auknum sveigjanleika vegna tilhögunar fæðingarorlofs þótt hennar persónulega skoðun sé að ríkisvaldið ætti að sleppa forræðishyggjunni í þeim efnum. Þá sé ekki einhugur í ríkisstjórninni í málaflokknum. 

Innlent
Fréttamynd

„Þessar fréttir ollu mér og fleirum van­líðan“

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingkona Flokks fólksins, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar í máli hundsins Úlfgríms en til stendur að aflífa hundinn. Hún segir fréttir af málinu hafa valdið sér vanlíðan og reiði. 

Innlent
Fréttamynd

Stóra vanda­mál Krist­rúnar er ekki Flokkur fólksins

Endalausar bommertur Flokks fólksins þar sem þingmönnum og ráðherrum flokksins virðist ómögulegt að skilja ábyrgðina sem fylgir nýfengnu valdi sínu hefur vissulega gert Kristrúnu Frostadóttur og ríkisstjórn hennar erfitt fyrir á þessu fyrsta starfsári.

Skoðun
Fréttamynd

Nýr vara­þing­maður stekkur inn í fjar­veru Guð­mundar Inga

Þóra Gunnlaug Briem tekur sæti sem varamaður á Alþingi í dag sem varaþingmaður Flokks fólksins í fjarveru Guðmundar Inga Kristinssonar, mennta- og barnamálaráðherra. Þóra Gunnlaug er 2. varamaður á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt dagskrá er gert ráð fyrir að Guðmundur Ingi verði til svara í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn, en nú er ljóst að ráðherrann er kominn í tímabundið veikindaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

Skilur von­brigðin en hafnar því að hafa tekið ó­upp­lýsta á­kvörðun

Innviðaráðherra hafnar því að ákvörðun um breytta forgangsröðun jarðganga hafi ekki verið tekin á upplýstan hátt. Hann skilji vonbrigði samfélagsins fyrir austan en segir að með nýrri forgangsröðun sem boðuð er með samgönguáætlun sé ekki verið að slá Fjarðarheiðargöng út af borðinu. Stofnun innviðafélags um stórframkvæmdir skapi forsendur til að ráðast hraðar í stór samgönguverkefni en verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráð­herra á fram­halds­skólum

Formaður Skólameistarafélags Íslands segir vendingar síðustu daga hafa fengið skólameistara víðs vegar um landið til að íhuga stöðu sína. Félagið á fund með mennta- og barnamálaráðherra og krefst formaðurinn skýringa á boðuðum breytingum sem voru rökstuðningur ráðherrans fyrir því að auglýsa tvö embætti skólameistara laus til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn

Prófessor í stjórnmálafræði segir ekkert hafa komið upp sem breytir forsendum ríkisstjórnarsamstarfsins. Ljóst hafi verið fyrir að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn í samstarfinu og að stjórnarandstaðan myndi reyna að notfæra sér það.  

Innlent
Fréttamynd

„Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“

Þingmenn stjórnarandstöðu segja allar forsendur samgönguáætlunar brostnar þar sem innviðaráðherra las ekki skýrslu sem var birt til stuðnings breyttri forgangsröðun. Höfundur skýrslunnar segir hana ekki hygla Fjarðagöngum frekar en Fjarðarheiðargöngum en innviðaráðherra segist ekki vísa í umrædda skýrslu.

Innlent
Fréttamynd

„Aldrei heyrt aðra eins fjar­stæðu á ævi minni“

Formaður Flokks fólksins furðar sig á því að lögmaður skólameistara Borgarholtsskóla vilji leiða sig og forsætisráðherra fyrir dóm í tengslum við þá ákvörðun menntamálaráðherra að auglýsa stöðu skólameistarans lausa til umsóknar.

Innlent
Fréttamynd

Ein­fald­lega til­viljun að Ár­sæll sé fyrstur í röðinni

Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir.

Innlent