Samfylkingin

Fréttamynd

Svona sjá Pétur og Heiða leikskóla­vandann

Nýtt ár, ný tækifæri sagði skáldið og það á svo sannarlega við í ráðhúsinu því það styttist óðfluga í sveitastjórnarkosningar. Það má segja að kosningabaráttan sé í þann mund að fara á flug enda er pískrað um samgöngumál og prófkjör á öllum kaffistofum landsins.

Lífið
Fréttamynd

Bar­áttan um Sam­fylkinguna í borginni nálgast suðu­mark

Samfylkingin hefur samkvæmt síðustu alþingiskosningum og skoðanakönnunum verið stærsti flokkur Íslands á landsvísu. Eftir að Kristrún Frostadóttir formaður flokksins tók við stjórnartaumum virðist ekkert lát á vinsældunum hans. En hvað má ráða í komandi prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni? Þar virðist ýmislegt rekast á annars horn.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall til önugra femín­ista – Steinunni í borgar­stjórn!

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega spennt fyrir stjórnmálum. Ég upplifi stjórnmálaflokka og fólk vera of keimlík og þreytist fljótt á að hlusta á endurtekin loforð. Ég er almennt svartsýn og geðill að eðlisfari þannig ég að erfitt með að peppa mig upp í stemningu sem mér finnst bæði vera þunn og þvinguð.

Skoðun
Fréttamynd

Von­góð um stuðning Mið­flokksins

Formaður Samfylkingarinnar er vongóð um að hljóta stuðning Miðflokksins þegar frumvörp ríkisstjórnarinnar í útlendingamálum verða afgreidd í þinginu. Það vakti athygli á dögunum þegar hún sagði í samtali við Heimildina að hún teldi Samfylkinguna geta náð saman með Miðflokknum um ýmislegt í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Neitar að hafa sigað lög­mönnum borgarinnar á Pétur

Borgarstjóri Reykjavíkur neitar því að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á mótframbjóðanda sinn í oddvitaslag Samfylkingarinnar fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Mótframbjóðandinn gefur lítið fyrir athugun lögmannanna á lóðum sem voru í eigu félags hans, málið skipti hann engu máli.

Innlent
Fréttamynd

Funda um Evrópumálin „fjarri kast­ljósi fjöl­miðla“

Samfylkingarfélagið í Reykjavík boðar til fundar með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra um Evrópumálin í vikunni. Tekið er fram í tilkynningu félagsins að spjallið á fundinum sé „haft á lágu nótunum, fjarri kastljósi fjölmiðla.“ Formaður félagsins segir um óformlegan fund að ræða og tilviljun að fundinn beri upp á sama tíma og aukinn kraftur hafi færst í umræðu um Evrópumál.

Innlent
Fréttamynd

Ég vil breytingar

Ég var borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og tók þátt í því að móta stefnuna sem borgin hefur þróast eftir. Ég var í hópnum sem gerði nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík árið 2014 og mér finnst rétt stefna hafa verið tekin. En núna vil ég gera breytingar og ég vil að Pétur Marteinsson leiði þær breytingar. Pétur er alvöru urbanisti, áhugamaður um borgina og hefur þekkingu og reynslu til að tryggja að hún þróist í rétta átt.

Skoðun
Fréttamynd

Bróðir Dags B „orð­laus“ yfir Krist­rúnu

„Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum.

Innlent
Fréttamynd

Manst þú eftir hverfinu þínu?

Breiðholtið í kringum 1980 var algjör draumastaður til að búa á. Að minnsta kosti ef maður var sjö ára með grasgrænu á buxunum og mamma kallaði af svölunum í Suðurhólunum að það væri kominn kvöldmatur. Ég held það hafi verið gaman hjá fullorðna fólkinu líka.

Skoðun
Fréttamynd

„Ég veit ekkert hvað er í gangi“

Einhverjir hafa vafalítið rekið upp stór augu þegar þeir komu auga á nafn Natans Kolbeinssonar á lista yfir stuðningsmenn Heiðu Bjargar Hilmisdóttur. Natan er enda formaður Viðreisnar í Reykjavík. Hann kannast ekkert við að hafa skráð sig á listann og telur að hrekkjusvín hafi verið þar á ferð.

Innlent
Fréttamynd

Manna­sættir

Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært.

Skoðun
Fréttamynd

Jónas Már vill leiða Sam­fylkingu í Kópa­vogi

Jónas Már Torfason lögfræðingur vill leiða framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi. Jónas starfar sem lögfræðingur á lögmannsstofunni Réttur - Aðalsteinsson & Partners. Jónas er uppalinn í Kópavogi og flutti nýlega aftur heim. Jónas segir það hans markmið að mynda meirihluta í Kópavogi. 

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Ingi rótar fólki inn í Sam­fylkinguna

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu býður sig fram til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðmundur er með duglegri mönnum og hann hefur nú þegar fengið hundruð manna til að skrá sig í flokkinn til að geta kosið í prófkjöri sem fer fram eftir 17 daga.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur Árni vill á­fram leiða Sam­fylkingu í Hafnar­firði

Guðmundur Árni Stefánsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, ætlar sér aftur fram í næstu sveitarstjórnarkosningum í vor. Hann segir að tillaga um að setja á stofn uppstillinganefnd verði lögð fyrir félagsfund flokksins á fimmtudag. Verði sú tillaga samþykkt hafi nefndin fram í miðjan febrúar til að stilla upp lista.

Innlent
Fréttamynd

Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata

Pétur Marteinsson, sem sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að fjölbreytt reynsla sín í gegnum tíðina hafi breytt honum úr hægri frjálshyggjumanni yfir í klassískan jafnaðarmann. Hann vilji meðal annars valdefla unga fólkið, einkum unga karlmenn, og klára „leikskólabyltinguna“ í samstarfi við ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur, verði honum falið að leiða Samfylkinguna í borginni. Hann fer þó varlega í að gera kosningaloforð en segist munu láta verkin tala.

Innlent
Fréttamynd

Sækjum til sigurs í Reykja­vík

Ég ákvað fyrir skemmstu að gefa kost á mér sem oddviti Samfylkingar í Reykjavík. Prófkjör flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar fer fram með rafrænum hætti laugardaginn 24. janúar og er opið öllum skráðum flokksfélögum.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­stjórinn segist heita Heiða

Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, virðist ekki hafa tekið það stólpagrín sem gert var að henni í áramótaskaupinu inn á sig en hún svaraði því í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn í 35 prósentum

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn jókst um tvö prósentustig milli mánaða og nemur nú 35 prósentum í könnun Gallup frá því í desember. Samfylkingin tapar þremur prósentustigum. Sjálfstæðismenn gætu myndað borgarstjórnarmeirihluta með Viðreisn og Miðflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mest fengið um 34 prósenta kosningu frá því eftir hrun.

Innlent
Fréttamynd

Spunaleikari vill annað sæti Sam­fylkingarinnar í borginni

Samskiptasérfræðingurinn og spunaleikarinn Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir gefur kost á sér í 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík. Hún er formaður kvennahreyfingar flokksins og langar að leysa leikskólamálin í „eitt skipti fyrir öll.“

Innlent
Fréttamynd

Enginn for­maður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðana­bræðra

Áramótaskaupið 2025 vakti mikla lukku landsmanna en þar kenndi ýmissa grasa. Vísir hefur tínt til ýmsa forvitnilega mola sem vöktu athygli, svo sem sögulega fjarveru formanns Sjálfstæðisflokksins, skemmtilegar tengingar höfunda Skaupsins við viðföng þess og meint samsæri Rúv, Samfylkingar og Kaffi Vest gegn sitjandi borgarstjóra.

Menning
Fréttamynd

Þurfi að sann­færa flokkinn

Allt stefnir í harðan oddvitalag hjá bæði Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki að mati stjórnmálafræðings fyrir komandi kosningar. Ef Pétur Marteinsson sigri verði Samfylkingin meira til hægri. Líklegt sé að Guðlaugur Þór Þórðarsson fari fram. Framboð Viðreisnar og Miðflokksins séu enn óskrifað blað

Innlent
Fréttamynd

Vinum hans ekki litist á blikuna

„Bæði vinir mínir og ég sjálfur, aðallega vinir mínir, voru í pólitíkinni. Ég var beðinn um að vera á lista á sínum tíma 2009, sem ég gerði 2009 strax eftir hrun og held að ég hafi verið í Reykjavík norður. Ég man ekki alveg hvort það var norður eða suður.“

Innlent