Sigurjón Þórðarson

Fréttamynd

Arð­rán um há­bjartan dag?

Það er stórmerkilegt að Flokkur fólksins sé eina stjórnmálaaflið sem setur raunverulegar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á oddinn. Aðrir flokkar fara með þá fölsku möntru að kerfið sé það besta í heimi, þrátt fyrir að það liggi fyrir að það hafi leitt til minni afla í öllum tegundum og byggðaröskun.

Skoðun
Fréttamynd

Eldra fólk á betra skilið

Flokkur fólksins var stofnaður árið 2016, til að berjast gegn fátækt. Með réttlæti og sanngirni að leiðarljósi í málflutningi sínum, náði flokkurinn sínum fyrstu sætum á Alþingi árið 2017. Fyrsta frumvarp okkar á Alþingi var um afnám skerðinga á ellilífeyri vegna atvinnutekna eldri borgara - aðgerð sem við teljum óumdeilanlega vera spurningu um virðingu og réttlæti gagnvart eldra fólki.

Skoðun
Fréttamynd

Græðgin er komin út fyrir öll mörk

Morgunblaðið hratt nýlega af stað umræðu um veiðigjaldið en í umfjöllun blaðsins kom fram að gjaldið væri einfaldlega 33% af reiknuðum hagnaði útgerðarinnar. Þegar betur er að gáð þá voru þessir útreikningar hvorki einfaldir né byggðir á raunvirði aflans.

Skoðun
Fréttamynd

Læknar á lands­byggðinni

Örugg og öflug heilbrigðisþjónusta er grundvallaforsenda fyrir sjálfbærni hinna dreifðu byggða um land allt. Það er jafnframt réttur allra íbúa landsins að hafa heilsugæslu í nærumhverfi sínu enda er það sjálfsagður liður í byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Dauða­refsing Pírata

Flokkur fólksins lagði fram frumvarp í síðustu viku sem felur í sér að heimilt verði að vísa hættulegum glæpamönnum úr landi þó svo þeir hafi fengið hér stöðu flóttamanns.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­gerðar hörmungar á Flat­eyri

Spilling íslenska kvótakerfisins birtist m.a. í furðulegum undirlægjuhætti stjórnvalda með þeim stóru í greininni á meðan nýliðun er gerð erfiðari og nánast útilokuð. Það er t.d. gert með sérstökum vigtarreglur fyrir þá stóru sem reka, samhliða útgerð, eigin fiskvinnslu og eru reglurnar þeim mun hagstæðari en þær reglur sem gilda fyrir þá minni. Afleiðingin er hröð samþjöppun í greininni og byggðaröskun.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn er skrýtin skrúfa

Um árabil hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins gengið með þá hugmynd að selja Landsvirkjun og eina alþjóðlega flugvöll landsmanna. Það er í sjálfu sér hálfklikkað að ætla að selja nánast eina hliðið inn og út úr landinu, en það er augljóst að nýr rekstraraðili, ekki ólíklega erlendur, mun ekki sæta neinni samkeppni að neinu tagi.

Skoðun
Fréttamynd

Versta kerfi í heimi?

SFS hélt á dögunum ársfund undir yfirskriftinni „Best í heimi”. Einn besti og vinsælasti forsætisráðherra heimsins, Bjarni Benediktsson, flutti ræðu þar sem hann fullyrti að íslenskur sjávarútvegur væri sá allra besti í heimi.

Skoðun
Fréttamynd

Burt með sjálf­töku og spillingu

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.

Skoðun
Fréttamynd

Botn­laust hungur, skefja­laus græðgi

Í upp­hafi kjör­tíma­bils setti mat­vælaráðherra af stað einn fjöl­menn­asta starfs­hóp Íslands­sög­unn­ar und­ir nafn­inu Auðlind­in okk­ar. Mark­miðið, að koma á sátt um stjórn fisk­veiða. All­ir vita að ís­lenska kvóta­kerfið hef­ur um ára­bil mis­boðið rétt­lætis­kennd þjóðar­inn­ar.

Skoðun
Fréttamynd

Litla Rússland #2

Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem eru að sölsa undir sig auðlindir landsins og draga til sín bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Litla Rúss­land

Ísland er ríkt af auðlindum eins og Rússland sem lengi vel taldist til vinaþjóða Íslendinga. Líkt og Rússar þá eru Íslendingar hálfgerð fórnarlömb stjórnmálaelítu og auðróna landsins. Elítan þjónar fyrst og fremst fámennri stétt auðmanna og flokksgæðinga, sem er að sölsa undir sig auðlindir og draga til sína bróðurpartinn af verðmætasköpun þjóðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar Geiri fer í fríið

Peningamarkaðsnefnd Seðlabankans er fara í langt frí. Hún kemur ekki saman á ný fyrr en í haust. Það kemur sér ágætlega þar sem nú standa yfir milljarðaframkvæmdir á húsnæði Seðlabankans á aðhaldstímum og eflaust mikill ófriður í byggingunni.

Skoðun
Fréttamynd

Svan­dís í hvalnum

Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum!

Skoðun
Fréttamynd

Öruggasti pylsu­vagn í heimi

Upplifunin af leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn var í Reykjavík í vikunni olli við fyrstu sýn nokkrum vonbrigðum, nema þá kannski einna helst áhugafólki um sviðslistir.

Skoðun
Fréttamynd

Tauga­veiklun í Seðla­bankanum

Flest í efnahagslega umhverfi landsins er hagfellt; fisk- og álverð er hátt, ferðamenn streyma til landsins og hagvöxtur á kínverskum mælikvarða á sl. ári eða rúm 6%.

Skoðun
Fréttamynd

Dólgslega góð Samfylking

Nýlega datt ég óvænt inn á þing sem varaþingmaður fyrir Eyjólf Ármannsson í Flokki fólksins. Það hefur að öllu leyti verið skemmtilegur tími, sérstaklega að vinna með frábærum þingflokki og framúrskarandi starfsfólki Flokks fólksins. Það hefur jafnframt verið ánægjulegt að rekast á gamla kunningja í þingliði og starfsfólk þingsins.

Skoðun
Fréttamynd

Stefnu­mótun mat­væla­ráðu­neytisins byggir á kjafta­sögum

Stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, ráðherra Vg, undir því kaldhæðnislega slagorði „Auðlindin okkar“ verður í framtíðinni líklega notuð sem kennslubókardæmi í háskólum, í opinberri stjórnsýslu, um stefnumótun stjórnvalda í þágu almennings sem getur snúist upp í andhverfu sína þegar fram líða stundir.

Skoðun
Fréttamynd

Falskur stjórnarsáttmáli

Mikil völd felast í miðlun upplýsinga. Á það við um það hvernig og hvaða mál eru sett fram og á hvaða tímapunkti upplýsingar eru veittar.

Skoðun
Fréttamynd

Góðar samgöngur eru arðsamar

Í umræðu um samgöngumál á Íslandi er um of horft á kostnaðarhliðina, án þess að tekin sé með í reikninginn arðsemin af greiðum og öruggum samgöngum.

Skoðun
Fréttamynd

Uppboð aflaheimilda á Íslandi – Byrjum á byrjuninni

Á Íslandi ríkir gríðarleg mismunun á milli útgerða sem reka eigin fiskvinnslu og þeirra sem eru sjálfstæðar og landa fiski á markað. Sjálfstæðar útgerðir fá alla jafna helmingi hærra verð fyrir fisk á markaði, en þær sem landa afla inn í eigin vinnslu,

Skoðun
Fréttamynd

Vitleysa leiðrétt

Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa

Skoðun
Fréttamynd

Óútfyllt ávísun afstýrir uppgjöri

Hrunið er bein afleiðing af samkrulli spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframannanna í útrásarbönkunum. Almenningur hefur orðið vitni að því að furðu lítið hefur breyst í íslensku samfélagi á þeim rúmu tveimur árum sem liðin eru frá hruni nema, jú, að lífskjör

Skoðun
Fréttamynd

Illa ígrunduð og niðrandi skrif

Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desember sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurjón Þórðarson: Hundrað milljarða spurningin

Stjórnvöld leita ýmissa leiða til þess að endar nái saman í ríkisfjármálum. Skattar eru hækkaðir upp úr öllu valdi. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vg sveiflar blóðugum niðurskurðarhníf enn og aftur og búist er við að hann beri niður víðast í kerfinu. Helst er að vænta þess að pólitískt ráðnir aðstoðarmenn sem hlaðið hefur verið inn í ráðuneytin séu í öruggu skjóli. Alþingi hefur leitað vægast sagt óhefðbundinna leiða til þess að auka gjaldeyrstekjur, s.s. að semja við grunaða fjárglæframenn sem hafa komið óorði á þjóðina um sérstakan skattaafslátt til atvinnurekstrar. Ég leyfi mér að efast um að það séu til fordæmi fyrir því að nokkurt þjóðþing hafi farið þessa leið í að hygla grunuðum stórglæpamönnum.

Skoðun
Fréttamynd

Sigurjón Þórðarson: Endurreisnin verður ekki sjálfkrafa

Þeir sem vilja drepa á dreif umræðu um ábyrgð á hruninu reyna að telja fólki trú um að nær allir landsmenn hafi verið þátttakendur og beri þar af leiðandi ábyrgð á ósköpunum. Ekki er það rétt, þar sem allur þorri fólks er fórnarlamb samlífis spilltrar stjórnmálastéttar og fjárglæframanna. Í raun er þetta ósvífinn leikur að koma inn sektarkennd hjá fólki sem stendur í harðri baráttu við að greiða af stökkbreyttum lánum.

Skoðun
Fréttamynd

2.000 krónur á hvert mannsbarn í heimi

Sigurjón Þórðarson skrifar um skuldir ríkisins Það getur verið nokkuð snúið að átta sig á þeirri skuldasúpu sem íslenska þjóðin er lent ofan í undir stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar. Erlendar skuldir þjóðarbúsins hafa sjöfaldast á síðustu fjórum árum. Upphæðin sem þjóðin hefur fengið að láni er gríðarlega há, 13 þúsund milljarðar íslenskra króna, en í heiminum eru liðlega sex milljarðar manna. Við höfum því fengið að láni upphæð sem svarar til þess að 2.000 krónur hafi runnið til okkar frá hverjum einasta einstaklingi á jörðinni. Eru þá allir taldir með. Súdanar, Færeyingar, Kínverjar, vinir okkar Bretar og allir hinir.

Skoðun
Fréttamynd

Réttlæting á mistökum

Ekki er um það deilt að núverandi stjórn fiskveiða hefur alls ekki gengið eins og til var ætlast. Þegar kvótakerfinu var hleypt af stokkunum var ætlunin að byggja upp þorskstofninn á örfáum árum til þess að fá 400 til 500 þúsund tonna jafnstöðuafla en á næsta fiskveiðiári er boðað að aflinn verði 130 þúsund tonn eins og kunnugt er.

Skoðun
  • «
  • 1
  • 2