Fjölmiðlar í gíslingu stjórnmála Þórhallur Gunnarsson skrifar 31. desember 2022 11:01 Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Alþingi Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hvers vegna vilja stjórnmálamenn skapa ringulreið frekar en leita lausna. Skapar það meiri völd að sem flestir séu háðir styrkveitingum frá ríkinu? Allt í lagi… ég ætla ekki að hætta mér út í aðrar umræður en þær sem ég hef vit á. Í mörg ár hafa alþingismenn og ráðherrar haft miklar skoðanir á því hvernig heilbrigt fjölmiðlaumhverfi eigi að vera. Því lengur sem þessi mál eru rædd því flóknara og óheilbrigðra verður umhverfið. Er það einlægur vilji stjórnmálamanna að helst allir fjölmiðlar séu háðir fjárveitingum frá ríkinu? Telja þeir sig geta refsað með skerðingum eða umbunað með fjármunum úr ríkissjóði eftir því sem landið liggur? Umræðan um fjölmiðla er orðin ansi vandræðaleg en kannski er þetta svona í flestum þeim atvinnugreinum sem ríkið hefur aðkomu. Alþingismenn hafa í mörg ár rökrætt sér til skemmtunar hvernig rekstrarumhverfi fjölmiðla verði best fyrir komið. Þetta hefur verið rætt í áratugi í ansi mörgum rándýrum nefndum sem skila allskyns álitum sem enginn tekur mark á. Lilja Alfreðsdóttir er sá ráðherra sem fer með málaflokkinn. Hún hefur ítrekað (a.m.k. sex sinnum) sagt að hún vilji RÚV af auglýsingamarkaði en ekkert gerist. Á sama tíma hefur Ríkisstjórnin aukið framlög til RÚV um einn milljarð frá árinu 2021 án þess að taka á umsvifum þess á auglýsingamarkaði. Stjórnvöld hafa sýnt fullkomið áhugaleysi gagnvart erlendum streymisveitum og samfélagsmiðlum sem starfa á íslenskum markaði án þess að greiða skatta eða gangast undir nokkrar þær skyldur sem hvíla á innlendum fjölmiðlum. Jæja… Að mínu mati er auðvelt að skapa fyrirsjáanlegt fjölmiðlaumhverfi en þá þarf það að vera laust við kenjar stjórnmálamanna. Hægt er að ákveða að RÚV fái sanngjarnt framlag sem samið eru um til 5 ára í senn. Á sama tíma er hægt að setja 500 milljón króna þak á auglýsingatekjur RÚV (t.d. 10 % af nefskatti). Það ætti að hætta styrkveitingum til stórra sjálfbærra fjölmiðla. Ef stjórnmálamenn telja mikilvægt að styrkja landsbyggðarmiðla og þá fjölmiðla sem leggja helst áherslu á rannsóknarblaðamennsku þá geta þeir gert það…. Það þarf hins vegar ekki að halda fjölmiðlaumhverfinu í gíslingu meðan þau mál sett í nefndir. Höfundur er framkvæmdastjóri miðla hjá Vodafone og Stöð 2.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar