Verða konur fyrir fordómum í heilbrigðiskerfinu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 19. október 2022 08:30 Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu. Í byrjun þessa þingvetrar fékk ég svar frá ráðherra við fyrirspurn minni um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu. Það er skemmst frá því að segja að svar heilbrigðisráðherra er ekki mjög ítarlegt. Ráðherra telur það m.a. viðvarandi verkefni og réttlætismál að tryggja jafnræði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð kyni, og telur unnið að því að kynjasjónarmið séu einn af þeim þáttum sem mikilvægt sé að taka tillit til við skipulagningu og veitingu heilbrigðisþjónustu. Mér varð hugsað til þessarar fyrirspurnar þegar ég las grein á dögunum frá formanni Samtaka um endómetríósu, sem er sjúkdómur sem leggst á allt að 10% kvenna. Þar segir hún frá því að á einu ári hafi 124 konur greitt „að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði“, en konurnar hafa leitað til einkaaðila til að fá meðhöndlun við sjúkdómnum. Hún veltir því upp hvort það sé tilviljun að greiðsluþátttaka hins opinbera vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á konur sé svona takmörkuð. Í vikunni ræddi ég þessa stöðu við heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem ég spurði hann hvort þessi staða væri ásættanleg og hvernig unnið hefði verið að styttri greiningartíma og styttri biðtíma eftir meðhöndlun endómetríósu. Ráðherrann greindi frá því að vinna við að koma á jöfnu aðgengi sjúklinga með endómetríósu að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu væri á lokametrunum. Hann vonaðist til að samningur yrði gerður á vegum Sjúkratrygginga, en hann teldi Guðlaug Þór hafa stigið gott skref þegar hann sem heilbrigðisráðherra leiddi breytingar með setningu laga um sjúkratryggingar. Í fyrrnefndri úttekt um heilsu út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við verra heilsufar og lakari lífsgæði en karlar og að kynjaðir áhrifaþættir hafi áhrif á heilsu og líðan kynjanna. Það er mikilvægt að auka við jafnrétti kynjanna þegar kemur að heilsu og líðan. Þegar vinna heilbrigðisráðherra í þágu sjúklinga með endómetríósu ber loks árangur verður mikilvægum jafnréttisáfanga náð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Kvenheilsa Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Heilbrigðismál Jafnréttismál Tengdar fréttir Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31 Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu. Í byrjun þessa þingvetrar fékk ég svar frá ráðherra við fyrirspurn minni um kynja- og jafnréttissjónarmið í heilbrigðisþjónustu. Það er skemmst frá því að segja að svar heilbrigðisráðherra er ekki mjög ítarlegt. Ráðherra telur það m.a. viðvarandi verkefni og réttlætismál að tryggja jafnræði og jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð kyni, og telur unnið að því að kynjasjónarmið séu einn af þeim þáttum sem mikilvægt sé að taka tillit til við skipulagningu og veitingu heilbrigðisþjónustu. Mér varð hugsað til þessarar fyrirspurnar þegar ég las grein á dögunum frá formanni Samtaka um endómetríósu, sem er sjúkdómur sem leggst á allt að 10% kvenna. Þar segir hún frá því að á einu ári hafi 124 konur greitt „að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði“, en konurnar hafa leitað til einkaaðila til að fá meðhöndlun við sjúkdómnum. Hún veltir því upp hvort það sé tilviljun að greiðsluþátttaka hins opinbera vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á konur sé svona takmörkuð. Í vikunni ræddi ég þessa stöðu við heilbrigðisráðherra á Alþingi þar sem ég spurði hann hvort þessi staða væri ásættanleg og hvernig unnið hefði verið að styttri greiningartíma og styttri biðtíma eftir meðhöndlun endómetríósu. Ráðherrann greindi frá því að vinna við að koma á jöfnu aðgengi sjúklinga með endómetríósu að nauðsynlegri sérfræðiþjónustu væri á lokametrunum. Hann vonaðist til að samningur yrði gerður á vegum Sjúkratrygginga, en hann teldi Guðlaug Þór hafa stigið gott skref þegar hann sem heilbrigðisráðherra leiddi breytingar með setningu laga um sjúkratryggingar. Í fyrrnefndri úttekt um heilsu út frá jafnréttis- og kynjasjónarmiðum kemur fram að konur virðast búa við verra heilsufar og lakari lífsgæði en karlar og að kynjaðir áhrifaþættir hafi áhrif á heilsu og líðan kynjanna. Það er mikilvægt að auka við jafnrétti kynjanna þegar kemur að heilsu og líðan. Þegar vinna heilbrigðisráðherra í þágu sjúklinga með endómetríósu ber loks árangur verður mikilvægum jafnréttisáfanga náð. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Greiða 107 milljónir úr eigin vasa Kæri heilbrigðisráðherra. Hér fyrir neðan er listi yfir konur sem hafa greitt háar fjárhæðir fyrir aðgerðir sem íslenskum lögum samkvæmt ættu að vera þeim að kostnaðarlausu. Skyldi það vera tilviljun að greiðsluþátttaka vegna sjúkdóms sem leggst að mestu leyti á þá sem fæðast með leg sé svo takmörkuð að á einu ári greiði 124 konur að meðaltali 862 þúsund krónur úr eigin vasa til að öðlast betri líðan og viðunandi lífsgæði? 11. október 2022 08:31
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun