Jafnréttismál

Fréttamynd

Allir og amma þeirra keppast um að skil­greina „woke“

Rökræður Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Hallgríms Helgasonar, rithöfundar, um hugtakið „woke“ hafa dregið dilk á eftir sér. „Woke“ virðist nú á allra vörum en mikil umræða á sér nú stað um hugtakið á samfélagsmiðlum. Ekki sér fyrir endann á skoðanaskiptum Sólveigar og Hallgríms.

Innlent
Fréttamynd

Sagði Sól­veigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“

Það dró til óvæntra tíðinda í umræðuþættinum Synir Egils á Samstöðinni í dag þegar Hallgrímur Helgason sakaði Sólveigu Önnu um að tala eins og Trump, þegar hún sagði alla vera þreytta á „woke leiðindaþusi.“ Hallgrímur sagðist ekki trúa eigin eyrum þegar hann heyrði skoðanir Sólveigar en baðst að lokum afsökunar á því að hafa sakað hana um Trumpisma.

Innlent
Fréttamynd

Þegar vald óttast þekkingu

Í umræðu síðustu daga um jafnréttisáætlanir og kynjafræðikennslu hefur komið glöggt í ljós að andóf gegn jafnréttisbaráttu byggir sjaldnast á skorti á upplýsingum. Þvert á móti byggir það alloft á meðvitaðri viðleitni til að gera lítið úr þeirri þekkingu sem afhjúpar róttæk kerfi misréttis og forréttinda.

Skoðun
Fréttamynd

„Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, segir að kynjafræði sé pólitísk í eðli sínu, og furðar sig á því að látið sé eins og hún sé að einhverju leyti hlutlaus þegar menn eru að innleiða róttæka kynjafræði á svið skólanna, eins og hann orðar það. Hann segir gífurlegan fjölda fólks hafa komið að máli við sig og þakkað honum fyrir að ræða þessi mál.

Innlent
Fréttamynd

Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heims­byggðina

Snorri Másson þingmaður Miðflokksins hélt ræðu á þingi í tengslum við framlagningu á „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ sem Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir. Ekki var fyrr búið að greina frá ræðunni en mikið bakslag myndaðist. Aðalritari félags kynjafræðinga mótmælti harðlega við mikinn fögnuð.

Innlent
Fréttamynd

Segir Við­reisn ófor­betran­legan stjórn­lyndis­flokk

Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, tók til máls þegar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir jafnréttisráðherra mælti fyrir „Framkvæmdaáætlun í kynjajafnréttismálum fyrir árin 2025-2028“ fyrr í vikunni. Snorri segir Viðreisn hafa tekið upp „jafnréttisáætlun“ Vinstri grænanna óbreytta.

Innlent
Fréttamynd

Laun kvenna og karla

Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Við munum birta tölfræði mánaðarlega sem varpar ljósi á kynjamisrétti. Að þessu sinni fjöllum við um launamun kvenna og karla.

Skoðun
Fréttamynd

Við viljum jafnan rétt for­eldra

Á síðasta kjörtímabili studdu þingmenn Sjálfstæðisflokksins breytingu á lögum sem vörðuðu hækkun í skrefum á hámarksgreiðslum í fæðingarorlofi. Mikilvæg breyting var gerð á málinu í þinginu á þann veg að fyrsta hækkunin gilti fyrir alla foreldra sem áttu rétt á greiðslum úr fæðingarorlofssjóði.

Skoðun
Fréttamynd

Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrir­tæki fram­tíðarinnar

„Við völdum fyrirtæki sem stúdentar eru að versla mikið við því þetta eru fyrirtæki sem við viljum einfaldlega að séu með hlutina í lagi; starfi eftir þeim gildum sem við viljum hafa að leiðarljósi,“ segir Arent Orri Jónsson Claessen, forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands um þau 400 fyrirtæki sem sjónunum er beint að í átakinu Stúdentar taka til.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Skrautfjöðurin jafnlaunavottun

Starfshópur ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri skilaði inn tillögum á dögunum. Meðal þeirra er að finna tillögu um að „létt [verði] á jafnlaunavottun og stærðarmörk hækkuð“. Í tillögum starfshópsins segir að lög um jafnlaunavottun hafi verið „mikið framfaraskref þegar þau voru sett“, en hins vegar hafi fjölmargar ábendingar borist um að kerfið sé „meira íþyngjandi en tilefni er til“.

Skoðun
Fréttamynd

Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar

Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar.

Lífið
Fréttamynd

Hvað er kona? - Þörf kynja­kerfisins til að skil­greina og stjórna konum

Nú er nýafstaðinn alþjóðlegur baráttudagur kvenna og kvára og handóðir á lyklaborðum samfélagsmiðlana hamast við að gera lítið úr og fárast yfir því að það skuli yfir höfuð vera baráttudagur kvenna, þar sem konur eru nú þegar komin með allt of mikil völd, að þeirra mati, og hvað yfir höfuð sé kona nú til dags og hvað í and****anum er eiginlega Kvár?!

Skoðun
Fréttamynd

Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár

Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný trygginga­vernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband

Málum þar sem fjárhagslegu ofbeldi er beitt í nánum samböndum fer fjölgandi. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir það geta verið ótrúlega flókið að komast úr slíkum samböndum. Hún vonar að nýjar bætur muni hjálpa til í baráttunni gegn ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Fáni okkar allra...

Ég er Íslendingur, ég er kona, ég vil frið í heiminum - en fáni Palestínu er ekki minn fáni.

Skoðun
Fréttamynd

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merki­legar konur

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ganga fylktu liði frá Arnar­hóli

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna ganga konur og kvár fylktu liði frá Arnarhóli í Iðnó þar sem baráttufundur fer fram á eftir. Skipuleggjandi segir daginn sérstaklega mikilvægan í ár vegna umræðunnar í alþjóðasamfélaginu. 

Innlent
Fréttamynd

Kynja­jafn­rétti er mannanna verk

Ísland hefur lengi verið í fararbroddi kynjajafnréttis. Við áttum fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta heims, og konur gegna í dag helstu embættum landsins. Ísland hefur árum saman verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna.

Skoðun
Fréttamynd

Bar­áttan heldur á­fram!

Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar.

Skoðun
Fréttamynd

Jafn­rétti­spara­dís?

Í dag er alþjóðabaráttudagur kvenna. Af því tilefni er gott að líta í eigin barm og fara yfir stöðuna hér á landi og í samhengi við umheiminn.

Skoðun
Fréttamynd

Konur gegn hernaði og ný­lendu­hyggju

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Í ár sameinumst við í kvennagöngu frá Arnarhóli klukkan 13 og endum á baráttufundi í Iðnó gegn hernaði og nýlenduhyggju. Við munum hlýða á ræður og tónlistaratriði frá breiðum hópi kvenna sem koma frá Íslandi, Palestínu, Úkraínu og Grænlandi.

Skoðun