Kvenheilsa

Fréttamynd

Af hverju er ég að þyngjast? Ég hef engu breytt!

Breytingaskeiðið og tíminn í kringum tíðahvörf eru ákveðin tímamót í lífi kvenna. Á þessum tíma fer starfsemi eggjastokkana dvínandi og mikil breyting verður á framleiðslu kvenhormónana Estrogens, Prógesterons og Testósterones í líkamanum.

Skoðun
Fréttamynd

Láglaunakonur heilsuveilli en konur með hærri laun

Líkamleg heilsa kvenna, sem hafa eingöngu lokið grunnskólaprófi, er verri en kvenna með meiri menntun. Þá eru konur með háskólamenntun í öllum tilfellum ólíklegri til að vera með klínísk einkenni þunglyndis, kvíða og streitu en konur með lægra menntunarstig.

Innlent
Fréttamynd

„Konur eru ekkert að leika sér að því að láta taka af sér brjóstin“

Formaður Brakkasamtakanna, Jóhanna Lilja Eiríksdóttir, telur ótækt að Sjúkratryggingar Íslands semji ekki við fyrirtækið Intuens ehf. um segulómtækismyndatöku. Fyrirtækið sé það eina á landinu sem eigi brjóstaspólur fyrir myndatöku, utan Landspítalans. Konur sem séu með BRCA genið fái aðeins þjónustu á Landspítalanum og að hún sé of óáreiðanleg.

Innlent
Fréttamynd

Féllust í faðma á tilfinningaríkri stundu

Tölum um endó – ný íslensk heimildarmynd um endómetríósu var frumsýnd í Bíó Paradís í vikunni. Myndin uppskar standandi lófaklapp fyrir fullu húsi gesta og féllust forsvarsmenn Endósamtakanna í faðma að mynd lokinni.

Lífið
Fréttamynd

„Ef stelpur byrja ungar á blæðingum er það fyrsta flaggið“

Til að koma í veg fyrir að endómetríósa þróist þannig að það hafi varanleg áhrif á lífsgæði kvenna og möguleika þeirra til að til dæmis eignast börn er mikilvægt að bregðast við snemma. Byrji stelpur ungar á blæðingum er gott að fylgjast með líðan og leita aðstoðar verði hún afar slæm.

Innlent
Fréttamynd

Hrein brjóst og leg­háls

Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. 

Skoðun
Fréttamynd

Tíða­hvörf og hormónar – að taka upp­lýsta á­kvörðun

Umræða um hormónameðferð við tíðahvörf hefur tröllriðið þjóðinni síðustu misseri og sérstaklega verið háværar þær raddir sem lofsama slíka meðferð. Í samræmi við þessa umræðu hefur hormónameðferð aukist margfalt eða estrógen tvöfalt, prógesterón áttfalt og testósterón meðferð um 16-falt hjá konum á síðustu 3-5 árum (upplýsingar frá Lyfjagagnagrunni Landlæknis).

Skoðun
Fréttamynd

Verkirnir verri þegar hún var á túr en daginn eftir að­­gerð

Tuttugu og fimm ára gömul kona segir að loks hafi verið hlustað á hana eftir að hafa kvartað í þrettán ár undan martraðakenndum tíðarverkjum. Hún fór í kviðarholsaðgerð í gær vegna legslímuflakks og segir verkina eftir aðgerðina mun betri en mánaðarlegu tíðarverkina sem hún glímdi við.

Innlent
Fréttamynd

Iss, það fara allt of margar konur í svona aðgerð

Þegar ég var 12 ára byrjaði ég á túr. Sýn mín á heiminn breyttist þá allverulega, enda var mér óskiljanlegt hvernig helmingur fólks á jörðinni gengur í gegnum þetta einu sinni í mánuði. Ég hafði hvorki hugmynd um sársaukann sem ég átti eftir að upplifa næstu þrettán ár né áhrifin sem hann myndi hafa á líf mitt.

Skoðun
Fréttamynd

Há­punktur Bleiku slaufunnar á Bleika deginum í dag

Bleiki dagurinn er í dag. Krabbameinsfélagið hvetur alla til að sýna konum sem hafa þurft að glíma við krabbamein stuðning með því að taka þátt. Hægt er að klæðast bleiku, halda bleikt boð eða borða eitthvað bleikt. 

Lífið
Fréttamynd

Ert þú hluti af þessum 70%?

Kæri lesandi, vissir þú að á Íslandi gætu verið um 25000 einstaklingar með PCOS en aðeins um 7500 af þeim veit af því? Það þýðir að 17500 einstaklingar þjást af einkennum PCOS án þess að hafa hugmynd um hvað er að plaga þau.

Skoðun
Fréttamynd

Endóvika

Hvað er endóvika? Jú það er vika til vitundavakningar og fræðslu og vekur verðskuldaða athygli á endómetríósu, sem einnig kallast legslímuflakk. Sjúkdóminn sem mátti ekki og var ekki talað um í áranna raðir. Endómetríósa, eða endó til styttingar, hrjáir konur og einstaklinga sem fæðast í kvenlíkama.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Sérfræðingur fræðir Íslendinga um breytingaskeiðið

Af hverju eru allir að tala um tíðahvörf og breytingaskeið kvenna? Hvaða áhrif hefur testósterón á kynlífið? Og er þetta bara þyngdaraukning og þras? Þessum spurningum og öðrum um breytingaskeiðið verður svarað á opnum fyrirlestri í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 19. janúar milli klukkan 17 og 19.

Innlent
Fréttamynd

Samið við Klíníkina um að­gerðir vegna endó­metríósu

Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þeir sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs. Með samningnum fjölgar því úrræðum vegna endómetríósu og þjónustan eflist enn frekar. Um stórt skref er að ræða þegar kemur að úrræðum og þjónustu við sjúklinga með endómetríósu.

Innlent
Fréttamynd

Með blöðru á stærð við epli á eggja­stokknum

Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál.

Lífið
Fréttamynd

Gekk sár­kvalin á milli lækna í sjö ár vegna breytingaskeiðs

Fimmtug kona sem reyndi að svipta sig lífi vegna heilsuleysis og stanslausra verkja segir nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn kynni sér einkenni breytingaskeiðs. Hún gekk á milli lækna í sjö ár og þurfti hálfpartinn að sannfæra sérfræðinga um að skrifa upp á hormónin sem breyttu lífi hennar.

Innlent
Fréttamynd

Tími er kominn á nýtt átak í mæðravernd

Breytingarskeið kvenna hefur verið í brennidepli upp á síðkastið og er það vel. Ævi okkar hefur verið að lengjast og ekki undarlegt að konur geri kröfur um góða heilsu á þriðja æviskeiðinu. Þá er enn tími til að njóta. En það sem einkennir kvenheilsu byrjar mun fyrr eða strax á fósturskeiði.

Skoðun
Fréttamynd

Verða konur fyrir for­dómum í heil­brigðis­kerfinu?

Ég hef átt fjölmörg samtöl við vinkonur mínar og kunningjakonur um viðmót í heilbrigðiskerfinu og hvort það kunni að vera litað af kynjuðum staðalmyndum. Þegar ég komst að því að nýlega hefði heilsufar á Íslandi verið kortlagt í úttekt á vegum heilbrigðisráðuneytisins út frá kynja- og jafnréttissjónarmiðum, ákvað ég að beina fyrirspurn að heilbrigðisráðherra um eftirfylgni vegna þeirrar vinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Umræða sem snertir okkur öll

Við karlkyns stjórnendur eigum það sjálfsagt margir sameiginlegt að hafa hingað til skilað auðu í umræðu um breytingaskeið og líkamsklukku kvenna.

Skoðun