Stillum áttavitann í fiskeldismálum Magnús Guðmundsson skrifar 2. september 2022 10:00 Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Magnús Guðmundsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun