Stillum áttavitann í fiskeldismálum Magnús Guðmundsson skrifar 2. september 2022 10:00 Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Magnús Guðmundsson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er fyrirsögn á pistli Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í Morgunblaðinu 1.9.2022. Já gerum það endilega. Stillum áttavitann í fiskeldismálum, það hefði átt að gera það frá upphafi. Nú er tillaga að Strandsvæðaskipulagi Austfjarða og Vestfjarða í kynningu og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 15.9.2022. Af hverju eru bara þessir tveir landshlutar í skipulagsvinnunni. Jú, það er af því að þar er eftirspurn eftir sjókvíaeldi. En á að fara í skipulagsvinnu fyrir hagsmuni eins fyrirtækis? Af hverju er ekki verið að vinna strandsvæðaskipulag fyrir landið í heild sinni og það unnið að virðingu, skynsemi og rökhugsun með komandi kynslóðir í huga. Sjókvíaeldi er ekki framtíðin, komum eldinu upp á land. Það þarf að hlusta á vísindafólkið okkar og byrja á réttum enda. Rannsaka allt fyrst og klára skipulagið áður en ráðist er í úthlutanir og framkvæmdir. Svandís, þú þarft að stoppa allar leyfisveitingar á umsóknum, sem eru í gangi, á meðan nefndir á þínum vegum rannsaka þau mál sem þú biður um. Að sjálfsögðu á að taka gjald fyrir hvert einasta leyfi í landinu og viðkomandi sveitarfélag á að fá að njóta þess. Það er hægt að breyta lögum þ.a. þau nái yfir þau leyfi, sem þegar hefur verið úhlutað. Ekkert verbúðarrugl aftur. Það er ekki eins og sjókvíaeldi hafi ekki áhrif á lífríkið og nærumhverfið allt. Smitsjúkdómanefnd, ekki veitir af. Leyfum nefndinni að láta gera allar rannsóknir sem þarf. T.d. á Blóðþorranum fyrir austan og öðrum sjúkdómum, og ekki gefa neinn afslátt af hvíldartíma eða gefa út ný leyfi meðan niðurstaða liggur ekki fyrir. Laxeldisfyrirtækin eru sannarlega ekki alltaf að fara að lögum. Þar má nefna koparoxíðið, sem notað var í leyfisleysi á Vestfjörðum í mörg ár. Svo eru það slæmar og rangar merkingar á matvælaumbúðum , eins kemur fram í grein í Fréttablaðinu. Svandís, það þarf að endurgera þessa röngu og tæknilega gölluðu tillögu um Strandsvæðaskipulag, sem nú er í kynningu. Hvað Seyðisfjörð varðar er 10.000 tonna umsókn um sjókvíaeldi í ferli, og strandsvæðaskipulagið í firðinum snýst um það. Í Seyðisfirði er Farice-1 strengurinn , sem var lagður 2003. Hann á helgunarsvæði 926 m, og þar er mega engar akkerisfestingar vera. Fjarskiptastrengir hafa verið í firðinum frá 1906. Ríkið á þessa dýru eign, sem er fjarskiptastrengur allra landsmanna og hana ber að vernda. Vegna strengsins hefði Seyðisfjörður aldrei átt að fara í burðarþolsmat. Þarna byrjaði ríkisvaldið eða þáverandi sjávarútvegsráðherra á öfugum enda. Seyðisfjörður er grunnetshöfn og ferjuhöfn til Evrópu til tæpra 50 ára. Siglingaleiðina um fjörðinn ber að vernda og þar mega engir farartálmar vera. Brjótum ekki sigling- og vitalög. Lagt er til að sjókvíaeldi verði á hættusvæði C í Selsstaðavík. Engar eldiskvíar standast högg og hljóðbylgju snjóflóða og slysaslepping verður mikil. Neðansjávarskriður eru skráðar 26 í Seyðisfirði og litlar rannsóknir þar að baki. Annars er félagsfólk í VÁ – Félagi um vernd fjarðar búið fyrir þó nokkru að senda þér Svandís og þrem öðrum ráðherrum bréf en ekki fengið viðbrögð við því. VÁ hefur líka kvartað til Umboðsmanns Alþingis og þar höfum við fengið númer yfir málið okkar. Við bíðum spennt eftir að vita hvort ríkið fær að brjóta lög sem ríkið hefur sjálft sett. Við höfum á tilfinningunni að í djúpneti íslenskra stjórnmála sé búið að ákveða að sjókvíaeldi verði í Seyðisfirði, þó það komist ekki fyrir. En gangi þér og öllu vísindafólkinu vel í allri rannsóknarvinnunni, sem framundan er. Rétta leiðin er að rannska fyrst og framkvæma svo, ef það er þá hægt þegar niðurstaða liggur fyrir. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur og félagi í VÁ.
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar