Nýtt kjörtímabil hafið og baráttan heldur áfram Kolbrún Baldursdóttir skrifar 21. júní 2022 17:31 Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Í borginni eru margir viðkvæmir hópar sem hafa orðið út undan, sem hafa ekki verið settir ofarlega í forgangsröðun síðasta meirihluta. Biðlistar hafa verið tíðræddir hjá Flokki fólksins. Frá kosningum hafa biðlistar barna eftir fagfólki skóla lengst um 200 börn. Á listanum eru nú 2011 börn en þar voru um 400 börn árið 2018. Ekki sjást enn nein alvöru merki þess að taka eigi á þessu stóra og vaxandi vandamáli. Aðeins 140 milljónir hafa verið veittar í málaflokkinn á tveimur árum sem enn eru ekki fullnýttar. Því er borið við að erfitt er að ráða sálfræðinga. Það liggur í augum uppi að finna þarf leiðir til að laða sálfræðinga til að starfa hjá borginni. Svo mikið er víst að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Fátækt og vanlíðan Fátækt hefur aukist og samhliða versnandi stöðu hjá mörgum fjölskyldum eykst vanlíðan og kvíði. Flokkur fólksins vill að borgin beiti sér sérstaklega í þágu hinna verst settu til að auka megi jöfnuð. Á fundi borgarstjórnar í dag, 21. 6. leggur Flokkur fólksins fram tillögu um að veita lágtekjuheimilum sértæka aðstoð vegna gjalda tengdum börnum. Lagt er til aðskipaður verði starfshópur sérfræðinga frá skóla- og frístundasviði og velferðarsviði sem verði falið að kanna hvernig skuli útfæra slíkt styrktarúrræði. Tekjulágir foreldrar eiga einnig að fá styrk til að greiða fyrir daggæslu barns í heimahúsum, leikskólavistun og frístundaheimili, sumardvöl og þátttöku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Það verður að ná til fátækustu barnafjölskyldnanna og sem flestra barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að standa straum af kostnaði í tengslum við börn sín. Jöfn tækifæri allra barna Afar mikilvægt er að tryggja að öll börn sitji við sama borð og að hafi jöfn tækifæri án tillits til efnahags foreldra. Það er samfélagsleg skylda okkar að aðstoða foreldra sem eiga erfitt með að greiða gjöld vegna þjónustu við börn þeirra. Eins og staðan er í dag erum við aðeins að hjálpa litlum hluta af þessum börnum í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá mars sl. fá sum þessara barna gjaldfrjálsa máltíð eða 262 börn en aðeins 166 fá ókeypis leikskóladvöl og 118 ókeypis í frístundir. Ekki er mikið vitað um aðstæður þeirra tæplega 2000 barna undir 18 ára sem búa við fátækt eða eru í hættu á að líða fyrir fátækt. Ganga þarf lengra og gera betur. Um er að ræða börn fátækustu foreldra borgarinnar, börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru atvinnulausir, börn foreldra sem eru öryrkjar eða glíma við veikindi. Þessum foreldrum þarf að hjálpa þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gjöldum sem tengjast umönnun og menntun barna sinna enda iðulega ekki mikið eftir af tekjum þegar búið er að greiða húsnæðiskostnað. Sálfræðingar út í skólana Flokkur fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum frekar en í þjónustumiðstöðvum. Það fyrirkomulag er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður vegna ferða sálfræðinga út í skóla er um 3 milljónir á ári. Gera má því skóna að hafi sálfræðingar aðsetur í skólum munu geti þeir leyst verkefni sín með skilvirkari hætti og tíma þeirra verði betur varið. Það liggur í augum uppi að skólasálfræðingar eiga að starfa þar sem viðfang og verkefni þeirra eru, þar sem þeir geta verið til taks og sinnt ráðgjöf samhliða viðtölum og greiningum. Því er ekkert að vanbúnaði að taka strax þá ákvörðun að sálfræðingar flytji aðstöðu sína út í þá skóla sem hafa aðstöðu fyrir skólasálfræðinginn. Enginn kostnaður hlýst þar af og gæti flutningurinn átt sér stað nú þegar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Geðheilbrigði Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Kosningum til sveitarstjórna er lokið og ljóst hvernig landið liggur næstu fjögur árin í borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkur fólksins mun gera sitt besta til að koma mikilvægum baráttumálum í þágu borgarbúa í brennipunkt umræðunnar. Við lifum áfram í þeirri von að dropinn holi steininn. Baráttumálin okkar lúta að því að bæta þjónustu, aðstæður og líf þeirra sem minna mega sín í Reykjavík. Í borginni eru margir viðkvæmir hópar sem hafa orðið út undan, sem hafa ekki verið settir ofarlega í forgangsröðun síðasta meirihluta. Biðlistar hafa verið tíðræddir hjá Flokki fólksins. Frá kosningum hafa biðlistar barna eftir fagfólki skóla lengst um 200 börn. Á listanum eru nú 2011 börn en þar voru um 400 börn árið 2018. Ekki sjást enn nein alvöru merki þess að taka eigi á þessu stóra og vaxandi vandamáli. Aðeins 140 milljónir hafa verið veittar í málaflokkinn á tveimur árum sem enn eru ekki fullnýttar. Því er borið við að erfitt er að ráða sálfræðinga. Það liggur í augum uppi að finna þarf leiðir til að laða sálfræðinga til að starfa hjá borginni. Svo mikið er víst að allt er hægt sé viljinn fyrir hendi. Fátækt og vanlíðan Fátækt hefur aukist og samhliða versnandi stöðu hjá mörgum fjölskyldum eykst vanlíðan og kvíði. Flokkur fólksins vill að borgin beiti sér sérstaklega í þágu hinna verst settu til að auka megi jöfnuð. Á fundi borgarstjórnar í dag, 21. 6. leggur Flokkur fólksins fram tillögu um að veita lágtekjuheimilum sértæka aðstoð vegna gjalda tengdum börnum. Lagt er til aðskipaður verði starfshópur sérfræðinga frá skóla- og frístundasviði og velferðarsviði sem verði falið að kanna hvernig skuli útfæra slíkt styrktarúrræði. Tekjulágir foreldrar eiga einnig að fá styrk til að greiða fyrir daggæslu barns í heimahúsum, leikskólavistun og frístundaheimili, sumardvöl og þátttöku barns í þroskandi félags- og tómstundastarfi. Það verður að ná til fátækustu barnafjölskyldnanna og sem flestra barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að standa straum af kostnaði í tengslum við börn sín. Jöfn tækifæri allra barna Afar mikilvægt er að tryggja að öll börn sitji við sama borð og að hafi jöfn tækifæri án tillits til efnahags foreldra. Það er samfélagsleg skylda okkar að aðstoða foreldra sem eiga erfitt með að greiða gjöld vegna þjónustu við börn þeirra. Eins og staðan er í dag erum við aðeins að hjálpa litlum hluta af þessum börnum í Reykjavík. Samkvæmt tölum frá mars sl. fá sum þessara barna gjaldfrjálsa máltíð eða 262 börn en aðeins 166 fá ókeypis leikskóladvöl og 118 ókeypis í frístundir. Ekki er mikið vitað um aðstæður þeirra tæplega 2000 barna undir 18 ára sem búa við fátækt eða eru í hættu á að líða fyrir fátækt. Ganga þarf lengra og gera betur. Um er að ræða börn fátækustu foreldra borgarinnar, börn einstæðra foreldra, börn foreldra sem eru atvinnulausir, börn foreldra sem eru öryrkjar eða glíma við veikindi. Þessum foreldrum þarf að hjálpa þannig að þeir þurfi ekki að hafa áhyggjur af gjöldum sem tengjast umönnun og menntun barna sinna enda iðulega ekki mikið eftir af tekjum þegar búið er að greiða húsnæðiskostnað. Sálfræðingar út í skólana Flokkur fólksins hefur barist fyrir því allt kjörtímabilið að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum frekar en í þjónustumiðstöðvum. Það fyrirkomulag er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Kostnaður vegna ferða sálfræðinga út í skóla er um 3 milljónir á ári. Gera má því skóna að hafi sálfræðingar aðsetur í skólum munu geti þeir leyst verkefni sín með skilvirkari hætti og tíma þeirra verði betur varið. Það liggur í augum uppi að skólasálfræðingar eiga að starfa þar sem viðfang og verkefni þeirra eru, þar sem þeir geta verið til taks og sinnt ráðgjöf samhliða viðtölum og greiningum. Því er ekkert að vanbúnaði að taka strax þá ákvörðun að sálfræðingar flytji aðstöðu sína út í þá skóla sem hafa aðstöðu fyrir skólasálfræðinginn. Enginn kostnaður hlýst þar af og gæti flutningurinn átt sér stað nú þegar. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun