Framsóknarflokkurinn sniðgengur börn af erlendum uppruna í borginni Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 22. apríl 2022 10:31 Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík. Á dögunum sagðist nýr oddviti Framsóknarflokksins í borginni styðja formanninn sinn og reyndi að aftengja framboð flokksins í Reykjavík frá formanninum og óréttlætanlegri framgöngu hans gagnvart konu af erlendum uppruna. Um leið sagði hann kjósendum að að Framsókn væri umburðalyndur fjölmenningarsinnaður velferðaflokkur og þau sem væru í framboði bæru hag fjölmenningarsamfélagsins mjög fyrir brjósti. Ef Framsóknarflokknum væri í raun umburðarlyndur fjölmenningasinnaður velferðarflokkur þá myndi flokkurinn ekki standa fyrir þeirri mismunun ár eftir ár að Reykjavíkurborg sé útilokuð frá framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna grunnskólareksturs og þjónustu við börn með annað móðurmál en íslensku. Við erum að tala um einn viðkvæmasta hóp barna í íslensku skólakerfi. Sigurður Ingi hefði, sem innviðaráðherra, getað komið til móts við borgina og leiðrétt þennan mismun en gerði það ekki og virðast hvorki barna- og menntamála ráðherra, Ásmundur Einar Daðason, né ráðherra íslenskunnar, Lilja Alfreðsdóttir, heldur hafa áhuga málinu. Bæði eru þau flokkssystkyni Einars og Sigurðar Ingar. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Er Framsókn að hugsa um grunnskólabörn í borginni? Nei. Er Framsókn að hugsa um stöðu barna af erlendum uppruna? Nei. Að minnsta ekki þeim meirihluta barna af erlendum uppruna sem býr í Reykjavík. Línuleg fjölgun fjöltyngdra barna í borginni Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar síðustu sex árin. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir síðasta kjörtímabil í grunnskólum borgarinnar hefur þeim fjölgað úr rúmlega 2.200 yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021. Jöfnunarsjóður greiðir 130.000 krónur með börnum annarra sveitarfélaga en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna tæplega 390 milljónum króna bara fyrir árið 2021. Á þessu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu, Breiðholti. Ef Framsókn er umburðarlyndur, fjölmenningasinnaður velferðarflokkur, hvers vegna láta þá formaður flokksins, tveir Reykjavíkurþingmenn á ráðherrastólum og oddviti borgarstjórnarframboðsins, nýfluttur í Breiðholt, þennan ójöfnuð viðgangast? Lýðskrum Framsóknarflokkurinn hefur markvisst sniðgengið grunnskóla í borginni og börn með annað móðurmál en íslensku með svimandi háum fjárhæðum, sjá nánar í grein sem ég skrifaði fyrr í vetur um þá fjármuni sem borgin verður af. Þannig hafa fyrrnefndir þrír ráðherrar flokksins sniðgengið ítrekað börn af erlendum uppruna. Það sem er enn áhugaverða er að bæði Lilja og Ásmundur eru oddvitar í þinginu fyrir Reykvíkinga. Lilja hreykir sér af því á tyllidögum að vera Breiðhyltingur, mætir galvösk í Gísla Marteinn og segist þykja svo vænt um gamla hverfið sitt og Fellaskóla. Nýr oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, er ný fluttur upp í Breiðholt. Fluttur inn í mekka fjölmenningar og fjölbreytileika. Öll tala fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið í börn með annað móðurmál en íslensku. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp í þinginu fyrir stuttu ásamt níu öðrum þingmönnum úr minnihluta þar sem lagt er til að bundinn verði endi á þessa mismunun gegn börnum í Reykjavík. Ef Framsóknarflokkurinn vill vera trúverðugur í málflutningi sínum sem umburðalyndur, fjölmenningasinnaður velferðaflokkur þá munu þingmenn flokksins, ráðherra Jöfnunarsjóðs, barna- og menntamála ráðherra og ráðherra íslenskunnar tala fyrir þessu frumvarpi og samþykkja. Ef ekki þá er flokknum ekki treystandi sem málsvara barna af erlendum uppruna eða sem borgarflokks heldur er um hreint lýðskrum að ræða. Samfylkingin í borginni forgangsraðar í þágu barna af erlendum uppruna Í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslensku færni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Framlög til íslenskukennslu voru hækkuð um tæpan helming eða 143 milljónir á ári eða 429 milljónir króna alls. Samfylkingin mismunar ekki börnum út frá uppruna og búsetu eins og Framsóknarflokkurinn gerir. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna með annað móðurmál en íslensku enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Samfylkingin Framsóknarflokkurinn Reykjavík Börn og uppeldi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunnskólar Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Öll sveitarfélög landsins fá framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga vegna barna af erlendum uppruna - nema Reykjavík. Borgin hefur stefnt ríkinu vegna þessa og stefnir allt í að þessi framlög verði útkljáð fyrir dómstólum. Öll börn í Garðabæ af erlendum uppruna fá fjármagn frá Jöfnunarsjóði, öll börn í Kópavogi, öll börn í Hafnarfirði - öll börn nema í Reykjavík. Á dögunum sagðist nýr oddviti Framsóknarflokksins í borginni styðja formanninn sinn og reyndi að aftengja framboð flokksins í Reykjavík frá formanninum og óréttlætanlegri framgöngu hans gagnvart konu af erlendum uppruna. Um leið sagði hann kjósendum að að Framsókn væri umburðalyndur fjölmenningarsinnaður velferðaflokkur og þau sem væru í framboði bæru hag fjölmenningarsamfélagsins mjög fyrir brjósti. Ef Framsóknarflokknum væri í raun umburðarlyndur fjölmenningasinnaður velferðarflokkur þá myndi flokkurinn ekki standa fyrir þeirri mismunun ár eftir ár að Reykjavíkurborg sé útilokuð frá framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna grunnskólareksturs og þjónustu við börn með annað móðurmál en íslensku. Við erum að tala um einn viðkvæmasta hóp barna í íslensku skólakerfi. Sigurður Ingi hefði, sem innviðaráðherra, getað komið til móts við borgina og leiðrétt þennan mismun en gerði það ekki og virðast hvorki barna- og menntamála ráðherra, Ásmundur Einar Daðason, né ráðherra íslenskunnar, Lilja Alfreðsdóttir, heldur hafa áhuga málinu. Bæði eru þau flokkssystkyni Einars og Sigurðar Ingar. Skilaboðin gætu ekki verið skýrari. Er Framsókn að hugsa um grunnskólabörn í borginni? Nei. Er Framsókn að hugsa um stöðu barna af erlendum uppruna? Nei. Að minnsta ekki þeim meirihluta barna af erlendum uppruna sem býr í Reykjavík. Línuleg fjölgun fjöltyngdra barna í borginni Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið heldur úti má sjá línulega fjölgun fjöltyngdra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar síðustu sex árin. Hvergi á Íslandi er fjölbreyttari samsetning íbúa en í hverfinu mínu, Breiðholti. Þegar horft er á fjölgun barna yfir síðasta kjörtímabil í grunnskólum borgarinnar hefur þeim fjölgað úr rúmlega 2.200 yfir í tæplega 3.000 börn á árinu 2021. Jöfnunarsjóður greiðir 130.000 krónur með börnum annarra sveitarfélaga en Reykjavik og því verða börn af erlendum uppruna tæplega 390 milljónum króna bara fyrir árið 2021. Á þessu kjörtímabili erum við að tala um rúmlega 1,4 milljarð króna sem börn af erlendum uppruna hafa verið sniðgengin um og fjölmennasti hópurinn býr í hverfinu mínu, Breiðholti. Ef Framsókn er umburðarlyndur, fjölmenningasinnaður velferðarflokkur, hvers vegna láta þá formaður flokksins, tveir Reykjavíkurþingmenn á ráðherrastólum og oddviti borgarstjórnarframboðsins, nýfluttur í Breiðholt, þennan ójöfnuð viðgangast? Lýðskrum Framsóknarflokkurinn hefur markvisst sniðgengið grunnskóla í borginni og börn með annað móðurmál en íslensku með svimandi háum fjárhæðum, sjá nánar í grein sem ég skrifaði fyrr í vetur um þá fjármuni sem borgin verður af. Þannig hafa fyrrnefndir þrír ráðherrar flokksins sniðgengið ítrekað börn af erlendum uppruna. Það sem er enn áhugaverða er að bæði Lilja og Ásmundur eru oddvitar í þinginu fyrir Reykvíkinga. Lilja hreykir sér af því á tyllidögum að vera Breiðhyltingur, mætir galvösk í Gísla Marteinn og segist þykja svo vænt um gamla hverfið sitt og Fellaskóla. Nýr oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson, er ný fluttur upp í Breiðholt. Fluttur inn í mekka fjölmenningar og fjölbreytileika. Öll tala fyrir fyrir velferð og hagsmunum barna en skilja börnin í grunnskólum borgarinnar eftir og reka svo smiðshöggið í börn með annað móðurmál en íslensku. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar lagði fram frumvarp í þinginu fyrir stuttu ásamt níu öðrum þingmönnum úr minnihluta þar sem lagt er til að bundinn verði endi á þessa mismunun gegn börnum í Reykjavík. Ef Framsóknarflokkurinn vill vera trúverðugur í málflutningi sínum sem umburðalyndur, fjölmenningasinnaður velferðaflokkur þá munu þingmenn flokksins, ráðherra Jöfnunarsjóðs, barna- og menntamála ráðherra og ráðherra íslenskunnar tala fyrir þessu frumvarpi og samþykkja. Ef ekki þá er flokknum ekki treystandi sem málsvara barna af erlendum uppruna eða sem borgarflokks heldur er um hreint lýðskrum að ræða. Samfylkingin í borginni forgangsraðar í þágu barna af erlendum uppruna Í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslensku færni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Framlög til íslenskukennslu voru hækkuð um tæpan helming eða 143 milljónir á ári eða 429 milljónir króna alls. Samfylkingin mismunar ekki börnum út frá uppruna og búsetu eins og Framsóknarflokkurinn gerir. Fáum við skýrt umboð frá borgarbúum í kosningunum 14. maí nk munum við áfram forgangsraða í þágu barna með annað móðurmál en íslensku enda ekkert eins mikilvægara og að tryggja börnum jöfn tækifæri til menntunar. Setjum X- við S þann 14. maí 2022. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, búsett í Breiðholti og skipar 7. sæti á lista Samfylkingar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 14. maí 2022.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun