Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:05 Nokkrir eru látnir eftir skotárás í Jersey borg. epa/ JUSTIN LANE Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53. Bandaríkin Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira
Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53.
Bandaríkin Mest lesið Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Mikil hálka þegar banaslysið varð Innlent Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Innlent „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Erlent Fleiri fréttir Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Sjá meira