Einn lögreglumaður og nokkrir almennir borgarar látnir í skotárás í Jersey Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. desember 2019 22:05 Nokkrir eru látnir eftir skotárás í Jersey borg. epa/ JUSTIN LANE Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53. Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Lögreglumaður var einn sex einstaklinga sem voru skotin til bana í Jersey borg í Bandaríkjunum í harkalegum skotbardaga. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Tveir lögreglumenn til viðbótar særðust í skotbardaganum sem hófst eftir að árásarmennirnir byrgðu sig inni í búð. Nokkrir skólar og fyrirtæki lokuðu og voru í viðbragðsstöðu vegna atviksins. Enn er ekki vitað hver kveikjan var að árásinni en yfirvöld hafa greint frá því að þau telji árásina ekki vera hryðjuverk. Þá nafngreindu yfirvöld lögreglumanninn sem lést en það var Joseph Seals, 39 ára gamall, og var hann hluti af verkefnahópi sem vann að því að uppræta ólögleg vopn í New Jersey fylki. Alríkislögreglan og sérsveitin voru kallaðar á vettvang.EPA/Justin Lane Í samtali við fréttamenn sagði Mike Kelly, lögreglustjóri í Jersey borg, að Seals hafi verið „í forystu þegar kom að því að uppræta ólögleg vopn af götunum.“ Kelly greindi frá því að skot hafi fyrst hlaupið af í kirkjugarði í hverfinu rétt eftir 12 á hádegi að staðartíma. Þá er talið að Seals hafi verið myrtur þegar hann reyndi að nálgast hina grunuðu. Hinir grunuðu, sem eru tveir, flúðu vettvanginn á pallbíl og leituðu skjóls í nálægri matvöruverslun þar sem þeir héldu áfram að hleypa skotum af að lögreglu. epa/justin lane Tugir vopnaðra lögreglumanna, þar á meðal sérsveitarlögreglumenn og lögreglumenn Alríkislögreglunnar, fóru á staðinn en fimm létust í búðinni og er talið að tveir hinna látnu séu árásarmennirnir. Þá greindi lögreglan frá því að hinir grunuðu hafi verið vopnaðir aflmiklum rifflum og hafi skotið hundruðum skota á meðan á skotbardaganum stóð. Kelly sagði að talið væri að þrír hafi verið myrtir af hinum grunuðu inni í búðinni en hann tók það sérstaklega fram að rannsóknin væri enn á frumstigi og enn ætti margt eftir að koma í ljós. Minnst einn komst lífs af innan úr búðinni og er hann nú á sjúkrahúsi í aðhlynningu og eru sprengjusérfræðingar að rannsaka bílinn sem hinir grunuðu notuðu.Fréttin var uppfærð kl. 02:53.
Bandaríkin Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira