Húsnæðismál Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 5. febrúar 2019 21:54 Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun