Húsnæðismál Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 5. febrúar 2019 21:54 Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi er skrifað í ljósi umræðna í borgarstjórn í dag um niðurstöður átakshóps um aukið framboð á íbúðum og öðrum aðgerðum til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði. Verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk, átakshópur um aukið framboð á íbúðum, umræður um húsnæði fyrir fyrstu kaupendur. Hver er kostnaður hins opinbera, sveitarfélaga og ríkis, af öllum þessum átakshópum, sem hljóma allir vel og boða fögur fyrirheit? Hvað hafa margir verið í fullu starfi við þessar áætlanir síðan þær hafa verið settar af stað? Sem dæmi um átakshóp af þessu tagi má nefna að verkefni um ódýrar íbúðir fyrir ungt fólk var sett af stað af Reykjavíkurborg í kjölfar húsnæðisáætlunar var samþykkt í júní 2017. Í febrúar 2019, tæpum tveimur árum síðar, liggur fyrir kynning um fjölmarga reiti en íbúðirnar eru hins vegar ekki tilbúnar. Það virðist því sannarlega tilefni til þess að einfalda ferla og stytta þann tíma sem það tekur íbúðir að fara frá því að vera hugmynd á blaði og yfir í að vera heimili í raunveruleikanum. Önnur lausn sem hefur komið fram á sjónarsviðið vegna húsnæðisvandans sem hefur verið staðreynd og fyrirsjáanlegur um fjölda ára er Bjarg fasteignafélag, sem byggir nú íbúðir sem verði til leigu fyrir tekjulága. Tilgangurinn er góður, að koma þaki yfir höfuð þeirra sem hafa minna á milli handanna. En mig langar að ræða augljósa vankanta. Réttur til leigu á íbúðum Bjargs mun grundvallast á úthlutunarreglum félagsins sem listar upp ákveðin tekjuviðmið eftir högum umsækjanda. En er þessi lausn á einu vandamáli kannski uppskrift að öðru? Við höfum áður séð hvernig skyndilausnir í húsnæðismálum ætlaðar tekjulágum geta aukið líkur á að íbúasamsetning verður of einsleit og það getur leitt af sér margvísleg félagsleg vandamál, hættu á að fólk verði skilgreint út frá heimilisstað o.fl. sem getur tekið áratugi að vinda ofan af. Íbúðafélagið Bjarg mun þannig eiga allar íbúðir í fjölbýlishúsum með tiltekin götunúmer. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa áður bent á að af þessum ástæðum er hugmyndin haldin göllum. Til viðbótar hentar hún ekki öllum sem eru tekjulágir og gæti jafnvel orðið hvati til þess að þessi hópur eignist ekki, en úthlutunarreglur miðast bæði við tekjur og eignir umsækjenda og því getur staðan verið sú að þeir sem eiga eignir en eru tekjulágir geti ekki leigt hjá Bjargi. Kannanir hafa sýnt að meirihluti fólks vill eignast húsnæði en ekki leigja. Ekki má sjá af þeim hugmyndum sem liggja fyrir að gert sé ráð fyrir þeim möguleika að íbúar sem byrji í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina að lokum. Slíkt fyrirkomulag var á meðal þess sem leiðrétti húsnæðiskrísu í Singapúr, en auk þess var gætt að því að fjölbreytt samsetning íbúa væri tryggð. Tilefni eru til þess að rifja upp ummæli Eyglóar Harðardóttur, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmanns, sem sem sagði „húsnæðismál eru ekki átaksverkefni heldur viðvarandi verkefni.”Jórunn Pála Jónasdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun