Skotsilfur Markaðarins: Mikill fengur af Marinó og vogunarsjóður vildi Keahótel Ritstjórn Markaðarins skrifar 12. maí 2017 16:15 Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Kviku tókst það sem mörg önnur fjármálafyrirtæki höfðu um langt skeið reynt án árangurs – að fá Marinó Örn Tryggvason til liðs við sig þar sem hann mun taka við sem aðstoðarforstjóri. Marinó hafði starfað um árabil hjá Arion banka og forverum hans, síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri eignastýringar, og var einn af þeim sem Höskuldur Ólafsson treysti hvað best innan bankans. Marinó þykir einn sá færasti á sviði eignastýringar á markaði og með náin tengsl við helstu lífeyrissjóði. Vitað er að Guðmundur Þórðarson, stjórnarmaður í Kviku, og Sigurður Bollason, einn stærsti hluthafi bankans, beittu sér fyrir því að fá Marinó til bankans. Það ætlunarverk tókst – að lokum.Ekkert fararsnið Bandaríski vogunarsjóðurinn Anchorage Capital á það sameiginlegt með ýmsum öðrum í kröfuhafahópi föllnu bankanna að það er ekkert fararsnið á sjóðnum þótt búið sé að ljúka skuldaskilum. Sjóðurinn var stofnaður af fyrrverandi starfsmönnum Goldman Sachs, meðal annars Kevin Ulrich, og er stærsti kröfuhafi LBI. Hann keypti íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retal 2015 og er núna að skoða ýmis fjárfestingatækifæri á Íslandi en sjóðurinn var á meðal þeirra sem gerðu á dögunum skuldbindandi tilboð í Keahótel, eina stærstu hótelkeðju landsins.Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var fulltrúi Akureyrarbæjar í stjórn Tækifæris.Sat í stjórninni Fullyrðingar um að Akureyrarbær hafi verið blekktur í fyrra þegar hann tók tilboði KEA í fimmtán prósenta hlut í Tækifæri á 116 milljónir halda ekki vatni. Félagið hagnaðist um 555 milljónir í fyrra og Jarðböðin við Mývatn, verðmætasta eign félagsins, mala gull. Þeir sem neita að trúa því að Akureyrarbær hafi einfaldlega tekið tilboði í lokuðu söluferli sem var of lágt gleyma því að bærinn átti fulltrúa í stjórn, Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur, sem hefði betur kynnt sér reksturinn áður en salan var frágengin.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira