Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. október 2025 12:26 Íslandsbanki bregst nú við. Íslandsbanki hefur bæst í hóp lánveitenda sem ákveðið hafa að gera hlé á veitingu verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum til einstaklinga vegna lánamálsins svokallaða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Fjármálaráðherra segir að skoðað sé hvernig búa megi til eðlileg viðmið fyrir verðtryggð lán. Dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlega. Greint var frá því á Vísi í gær að Arion banki, Landsbankinn auk þriggja lífeyrissjóða hafi ákveðið að takmarka afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í síðustu viku. Þar var fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða gegn Íslandsbanka og voru skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti dæmdir ólögmætir. Sagði fasteignasali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri þegar farið að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Vinna í ráðuneytinu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir niðurstöðu hæstaréttar skynsamlega. „Það sem hæstiréttur bendir á er að þegar gerðir eru neytendasamningar er eðlilegt og í samræmi við lög að þeir sé gegnsæir svo neytendur geti áttað sig á kostnaðinum. Afleiðingarnar eru þær að það skapast ákveðin óvissa og við höfum séð afleiðingar þess núna að bankarnir halda að sér höndum.“ Hvað varðar óverðtryggð lán séu viðmiðin stýrivextir Seðlabankans. „En það kemur upp ákveðið vandamál varðandi verðtryggða vexti og það er vinna í gangi að kanna mðe hvaða hætti við gætum búið til eðlilegt viðmið fyrir slík lán.“ Óvissan vond en nauðsynleg Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlegt sé að finna út úr málinu svo tryggja megi lánaumhverfi framtíðar. Honum hugnist ekki hugmyndir um að miða breytilega vexti verðtryggðra lána við stýrivexti Seðlabankans. Að mínu mati er það algjörlega galið. Stýrivextir Seðlabankans flökta miklu meira heldur en langtímavextir og ég sé ekki af hverju íslensk heimili eigi að búa við meiri óvissu vegna flökts á vaxtastigi heldur en íslenska ríkið. Már segist telja að miða ætti við löng ríkistryggð bréf, bæði verðtryggð og óverðtryggð. „Stýrivextir fóru upp úr 0,75 prósentum upp í 9,75 prósent. Á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa langra íslenskra skuldabréfa um um það bil helminginn af þeirri prósentu. Ef það væri miðað við stýrivexti væri enn meiri óvissa fyrir íslensk heimili heldur en ef það væri einfaldlega miðað við sambærilegt flökt hjá íslenska ríkinu.“ Íslandsbanki Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Lánamál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Greint var frá því á Vísi í gær að Arion banki, Landsbankinn auk þriggja lífeyrissjóða hafi ákveðið að takmarka afgreiðslu nýrra íbúðalána í kjölfar dóms Hæstaréttar frá því í síðustu viku. Þar var fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða gegn Íslandsbanka og voru skilmálar í lánasamningi Íslandsbanka um breytilega vexti dæmdir ólögmætir. Sagði fasteignasali í Bítinu á Bylgjunni í morgun að þetta væri þegar farið að hafa áhrif á fasteignamarkaðinn. Vinna í ráðuneytinu Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir niðurstöðu hæstaréttar skynsamlega. „Það sem hæstiréttur bendir á er að þegar gerðir eru neytendasamningar er eðlilegt og í samræmi við lög að þeir sé gegnsæir svo neytendur geti áttað sig á kostnaðinum. Afleiðingarnar eru þær að það skapast ákveðin óvissa og við höfum séð afleiðingar þess núna að bankarnir halda að sér höndum.“ Hvað varðar óverðtryggð lán séu viðmiðin stýrivextir Seðlabankans. „En það kemur upp ákveðið vandamál varðandi verðtryggða vexti og það er vinna í gangi að kanna mðe hvaða hætti við gætum búið til eðlilegt viðmið fyrir slík lán.“ Óvissan vond en nauðsynleg Már Wolfgang Mixa dósent í viðskiptafræði segir óvissuna nú vonda en nauðsynlegt sé að finna út úr málinu svo tryggja megi lánaumhverfi framtíðar. Honum hugnist ekki hugmyndir um að miða breytilega vexti verðtryggðra lána við stýrivexti Seðlabankans. Að mínu mati er það algjörlega galið. Stýrivextir Seðlabankans flökta miklu meira heldur en langtímavextir og ég sé ekki af hverju íslensk heimili eigi að búa við meiri óvissu vegna flökts á vaxtastigi heldur en íslenska ríkið. Már segist telja að miða ætti við löng ríkistryggð bréf, bæði verðtryggð og óverðtryggð. „Stýrivextir fóru upp úr 0,75 prósentum upp í 9,75 prósent. Á sama tíma hækkaði ávöxtunarkrafa langra íslenskra skuldabréfa um um það bil helminginn af þeirri prósentu. Ef það væri miðað við stýrivexti væri enn meiri óvissa fyrir íslensk heimili heldur en ef það væri einfaldlega miðað við sambærilegt flökt hjá íslenska ríkinu.“
Íslandsbanki Vaxtamálið Fjármálafyrirtæki Lánamál Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira