Viðskipti innlent

Skarp­héðinn til Sagafilm

Sagafilm hefur ráðið Skarphéðinn Guðmundsson, fyrrverandi dagskrárstjóra Ríkissjónvarpsins, sem framkvæmdastjóra Sagafilm á Íslandi. Skarphéðinn tekur við starfinu af Þór Tjörva Þórssyni. Skarphéðinn mun hefja störf snemma sumars.

Viðskipti innlent

Heið­rún Lind í stjórn Sýnar

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, verður sjálfkjörin í stjórn Sýnar á aðalfundi félagsins komandi föstudag. Fimm framboð bárust um fimm laus stjórnarsæti.

Viðskipti innlent

Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjón­máli

Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs fagnar því að lausn ÍL-sjóðsmálsins gæti verið í sjónmáli.

Viðskipti innlent

Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs

Viðræðunefnd fjármála- og efnahagsráðherra og ráðgjafar lífeyrissjóða hafa saman mótað tillögur um uppgjör HFF-bréfa sem greiða mun fyrir slitum ÍL-sjóðs, áður Íbúðalánasjóðs. Hljóti tillögurnar samþykki kröfuhafa og Alþingis mun ríkið slá lán upp á 540 milljarða króna til þess að gera upp skuldir.

Viðskipti innlent

Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár

Óli Hall, framkvæmdastjóri Food and fun, segir það ánægjulegt að svo margar konur taki þátt í ár. Gagnrýni á hátíðina í fyrra hafi opnað umræðuna. Hann er spenntur að reyna að borða hjá öllum gestakokkunum en fólk þurfi að hafa hraðar hendur ætli það að fá borð. Hátíðin hefst á miðvikudag. 

Viðskipti innlent

Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merki­legar konur

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, og Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, eru báðar á nýjum lista Harvard yfir 100 merkilegar konur heims. Listinn var birtur í gær á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Á heimasíðu listans segir að á listanum sé að finna merkilegar konur sem breyti heiminum á hverjum degi.

Viðskipti innlent

Segja upp 52 sjó­mönnum

Brim hf. hefur sagt upp tveimur áhöfnum, sem samtals telja 52 manns, á frystitogaranum Vigra RE 71. Allt bendir til þess að yfirstandandi veiðitúr sé síðasti túr skipsins.

Viðskipti innlent

Frá Seðla­bankanum í sýndarheima CCP

CCP hefur ráðið Stefán Þórarinsson, hagfræðing, frá Seðlabankanum til að vinna við þróun hagkerfa í sýndarheimum leikjafyrirtækisins. Stefán mun sérstaklega vinna við EVR Frontier, nýjasta leik fyrirtækisins þar sem nýst er við bálkakeðjutækni.

Viðskipti innlent

Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd

Einhvers konar bilun olli því að truflanir urðu á greiðsluhirðingu hjá Rapyd síðdegis. Vísi bárist ábendingar um að fólk gæti ekki greitt í greiðsluposum fyrirtækisins. Atvikið er nú yfirstaðið.

Viðskipti innlent

Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair

Icelandair flutti 251 þúsund farþega í febrúar 2025, 7% fleiri en á sama tíma í fyrra en flugframboð jókst um 8%. Þar af voru 40% farþega á leið til Íslands, 20% frá Íslandi, 33% ferðuðust um Ísland og 7% innan Íslands. Sætanýting hefur aldrei verið betri í febrúarmánuði eða 79,8% og stundvísi nam 80,5%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 

Viðskipti innlent

Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair

Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, hefur gefið út tegundarskírteini fyrir Airbus A321 XLR-þotuna knúna Pratt & Whitney-hreyflum. Áður hafði stofnunin samþykkt flugvélina með CFM LEAP-hreyflum. Sú vottun fékkst fyrir sjö mánuðum, í júlímánuði 2024, og var forsenda þess að hægt yrði að taka þotuna í almenna notkun.

Viðskipti innlent