Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Björn Berg Gunnarsson skrifar 21. október 2025 07:03 Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi. 38 ára karl spyr: „Sæll. Kannski vegna þess að þú varst ekki byrjaður að skrifa þessa pistla fyrir 20 árum hef ég alltaf verið einstaklega „óheppinn“ í fjármálum og eignaðist ég því mína fyrstu íbúð fyrir tæpum þremur árum. Þá var bara verðtryggt í boði. Ef ég tek mark á umræðunni, sem ég geri lítið, þá er ég búinn að steypa mér í algjöra glötun. Er það svo eða get ég tekið einhver skynsamleg skref? Á ég að endurfjármagna umsvifalaust? Hvað þarf ég að hugsa um þegar ég geri það? Hjálp!“ Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Umræðan er varasöm og kaffistofan er sennilega hættulegasti staður landsins. Það er gott að þú viljir þó velta þessum málum vandlega fyrir þér og hver veit nema þú getir gert talsvert betur. Er svigrúm til endurfjármögnunar? Þú segist hafa átt íbúðina í þrjú ár, en þá hafi þér aðeins staðið til boða að taka verðtryggt lán. Það segir mér að sennilega var veðhlutfall við kaup ansi hátt. Áður en þú hugar að því hvort hagstæðari lán standi þér til boða þarftu að kanna hvort þú megir eða getir yfir höfuð endurfjármagnað. Við fyrstu kaup á íbúð er heimilt að taka lán fyrir allt að 85% af kaupverði og er þá oft um að ræða tvö eða jafnvel þrjú lán. Grunnlán getur verið veitt fyrir stórum hluta, en þar ofan á gætu verið viðbótarlán og fyrstu kaupa lán, á verri kjörum. Við endurfjármögnun gilda þó aðrar reglur og algengt er að miðað sé við að ekki sé skuldað meira en 70% af fasteignamati. Mér sýnist fasteignamat íbúða á landinu hafi hækkað um 29% undanfarin þrjú ár og vonandi hefur veðhlutfallið þitt því lækkað, þó lánsfjárhæðin hafi kannski vaxið í verðbólgunni. Þú skalt því fletta upp fasteignamati eignarinnar og sjá hvað þú skuldar í hlutfalli við það. Bankarnir eru væntanlega byrjaðir að miða við fasteignamat 2026, en ég reikna með að lífeyrissjóðir líti á 2025 til áramóta. Ef þú skuldar meira en 70% af fasteignamati gæti verið erfitt fyrir þig að endurfjármagna og þú gætir þurft að bíða aðeins lengur. Þú þarft þó að troða þér í gegnum fleiri síur, þar sem Seðlabankinn setur þér einnig sérstök lánþegaskilyrði. Þegar þú keyptir íbúðina mátti greiðslubyrði ná allt að 40% útborgaðra launa þinna en við aðra lántöku er miðað við 35%. Auk þessa gætir þú þurft að fara aftur í gegnum greiðslumat. Er eitthvað betra í boði? Gefum okkur nú að þú megir endurfjármagna. Gætir þú þá ef til vill gert betur en í dag? Fyrst myndi ég líta á viðbótarlánin og hvort raunhæft sé að taka eitt lán í stað tveggja eða þriggja. Það fer þá eftir fyrrnefndu veðsetningarhlutfalli og viðmiðum viðkomandi lánastofnunar. Yfirleitt eru grunnlán (sem eru hagstæðust) veitt fyrir allt að 60-70% veðsetningu. Eitt mikilvægasta viðfangsefni þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð er að ryðja viðbótarlánum burt sem fyrst. En hvað með lánskjörin sjálf? Bjóðast betri vexti en þú greiðir í dag? Berðu saman bankana og þá lífeyrissjóði sem myndu lána þér á samanburðarvef, svo sem hjá Aurbjörgu. Skráðu þig inn á síðu þíns lífeyrissjóðs, líttu á yfirlitið þitt og sjáðu hvaða lífeyrissjóði þú hefur greitt í. Farðu nú inn á þitt svæði hjá þeim öllum og flettu upp hvort þú eigir þar lántökurétt. Nú getur þú auðveldlega séð hvaða lánskjör standa þér til boða, en mundu að kanna hámarkslánsfjárhæðir, lánshlutföll og önnur viðmið. Verðtryggt eða óverðtryggt? Nú heyrist mér umræðan hafa gaukað að þér að þú hafir steypt þér í „algjöra glötun“ með því að taka verðtryggt lán. Það þarf auðvitað ekki að vera þannig, enda hefur allur þorri landsmanna getað komið yfir sig þaki og margir gert sig skuldlausa með verðtryggðri lántöku. Ég vil þó nefna tvennt í þessu samhengi. Annars vegar að það er engin leið að vita fyrirfram hvort verðtryggð eða óverðtryggð lán koma til með að reynast ódýrari. Það fer eftir vöxtum lánanna og verðbólgu á tímabilinu. Ef við berum sem dæmi saman óverðtryggt lán sem ber 8,5% vexti og verðtryggðt lán á 4,5% er líklegt að óverðtryggða lánið reynist ódýrara ef verðbólga verður undir 4% á ársgrundvelli út lánstímann. En við vitum það ekki. Vissulega er verðmætt að losna við verðbólguáhættuna af verðtryggðum lánum, en óverðtryggðum fylgir á móti sú áhætta að greiðslubyrði getur þyngst mikið með hærri vöxtum. Hitt sem ég vil benda þér á er að aðalatriðið í þessu öllu saman er hvernig þú hyggst greiða lánin niður. Það er hætt við því að reikningurinn sem þér er sendur vegna verðtryggðs láns sé það lágur að lánið hækki, þrátt fyrir að greitt sé af því. Ég reikna með að þú hafir tekið eftir því hingað til, ef þú ert með tiltölulega langt jafngreiðslulán. Það er vegna þess að þú ert ekki rukkaður um þá verðtryggingu sem bætt er við lánið í hverjum mánuði heldur er henni bætt við eftirstöðvar þess. Að greiða lánið niður Galdurinn er að reyna að keyra lánið duglega niður og leita til þess allra leiða. Ef þú getur sameinað lánin í eitt hagstæðara getur þú greitt þau hraðar niður, en þá verður þú að stytta lánstímann. Þú getur áfram lagt viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn inn á lánið og stytt það enn frekar. Nú er lag að taka stöðuna á þessu öllu saman, vera vakandi fyrir tækifærum til að gera betur og einbeita sér að því að greiða lánið niður eins hratt og kostur er. Þá verða þér allir vegir færir! Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Björn Berg Gunnarsson Tengdar fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? 72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga. 7. október 2025 07:02 Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02 Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02 „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. 9. september 2025 07:01 Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02 „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. 9. september 2025 07:01 Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? 32 ára karl spyr: Geturðu talað um heimilisbókhald (for dummies)? Hvernig heldur maður utan um heimilisfjárhaginn án þess að gera það yfirþyrmandi? 26. ágúst 2025 07:00 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Sjá meira
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni. Umræðan er varasöm og kaffistofan er sennilega hættulegasti staður landsins. Það er gott að þú viljir þó velta þessum málum vandlega fyrir þér og hver veit nema þú getir gert talsvert betur. Er svigrúm til endurfjármögnunar? Þú segist hafa átt íbúðina í þrjú ár, en þá hafi þér aðeins staðið til boða að taka verðtryggt lán. Það segir mér að sennilega var veðhlutfall við kaup ansi hátt. Áður en þú hugar að því hvort hagstæðari lán standi þér til boða þarftu að kanna hvort þú megir eða getir yfir höfuð endurfjármagnað. Við fyrstu kaup á íbúð er heimilt að taka lán fyrir allt að 85% af kaupverði og er þá oft um að ræða tvö eða jafnvel þrjú lán. Grunnlán getur verið veitt fyrir stórum hluta, en þar ofan á gætu verið viðbótarlán og fyrstu kaupa lán, á verri kjörum. Við endurfjármögnun gilda þó aðrar reglur og algengt er að miðað sé við að ekki sé skuldað meira en 70% af fasteignamati. Mér sýnist fasteignamat íbúða á landinu hafi hækkað um 29% undanfarin þrjú ár og vonandi hefur veðhlutfallið þitt því lækkað, þó lánsfjárhæðin hafi kannski vaxið í verðbólgunni. Þú skalt því fletta upp fasteignamati eignarinnar og sjá hvað þú skuldar í hlutfalli við það. Bankarnir eru væntanlega byrjaðir að miða við fasteignamat 2026, en ég reikna með að lífeyrissjóðir líti á 2025 til áramóta. Ef þú skuldar meira en 70% af fasteignamati gæti verið erfitt fyrir þig að endurfjármagna og þú gætir þurft að bíða aðeins lengur. Þú þarft þó að troða þér í gegnum fleiri síur, þar sem Seðlabankinn setur þér einnig sérstök lánþegaskilyrði. Þegar þú keyptir íbúðina mátti greiðslubyrði ná allt að 40% útborgaðra launa þinna en við aðra lántöku er miðað við 35%. Auk þessa gætir þú þurft að fara aftur í gegnum greiðslumat. Er eitthvað betra í boði? Gefum okkur nú að þú megir endurfjármagna. Gætir þú þá ef til vill gert betur en í dag? Fyrst myndi ég líta á viðbótarlánin og hvort raunhæft sé að taka eitt lán í stað tveggja eða þriggja. Það fer þá eftir fyrrnefndu veðsetningarhlutfalli og viðmiðum viðkomandi lánastofnunar. Yfirleitt eru grunnlán (sem eru hagstæðust) veitt fyrir allt að 60-70% veðsetningu. Eitt mikilvægasta viðfangsefni þeirra sem kaupa sína fyrstu íbúð er að ryðja viðbótarlánum burt sem fyrst. En hvað með lánskjörin sjálf? Bjóðast betri vexti en þú greiðir í dag? Berðu saman bankana og þá lífeyrissjóði sem myndu lána þér á samanburðarvef, svo sem hjá Aurbjörgu. Skráðu þig inn á síðu þíns lífeyrissjóðs, líttu á yfirlitið þitt og sjáðu hvaða lífeyrissjóði þú hefur greitt í. Farðu nú inn á þitt svæði hjá þeim öllum og flettu upp hvort þú eigir þar lántökurétt. Nú getur þú auðveldlega séð hvaða lánskjör standa þér til boða, en mundu að kanna hámarkslánsfjárhæðir, lánshlutföll og önnur viðmið. Verðtryggt eða óverðtryggt? Nú heyrist mér umræðan hafa gaukað að þér að þú hafir steypt þér í „algjöra glötun“ með því að taka verðtryggt lán. Það þarf auðvitað ekki að vera þannig, enda hefur allur þorri landsmanna getað komið yfir sig þaki og margir gert sig skuldlausa með verðtryggðri lántöku. Ég vil þó nefna tvennt í þessu samhengi. Annars vegar að það er engin leið að vita fyrirfram hvort verðtryggð eða óverðtryggð lán koma til með að reynast ódýrari. Það fer eftir vöxtum lánanna og verðbólgu á tímabilinu. Ef við berum sem dæmi saman óverðtryggt lán sem ber 8,5% vexti og verðtryggðt lán á 4,5% er líklegt að óverðtryggða lánið reynist ódýrara ef verðbólga verður undir 4% á ársgrundvelli út lánstímann. En við vitum það ekki. Vissulega er verðmætt að losna við verðbólguáhættuna af verðtryggðum lánum, en óverðtryggðum fylgir á móti sú áhætta að greiðslubyrði getur þyngst mikið með hærri vöxtum. Hitt sem ég vil benda þér á er að aðalatriðið í þessu öllu saman er hvernig þú hyggst greiða lánin niður. Það er hætt við því að reikningurinn sem þér er sendur vegna verðtryggðs láns sé það lágur að lánið hækki, þrátt fyrir að greitt sé af því. Ég reikna með að þú hafir tekið eftir því hingað til, ef þú ert með tiltölulega langt jafngreiðslulán. Það er vegna þess að þú ert ekki rukkaður um þá verðtryggingu sem bætt er við lánið í hverjum mánuði heldur er henni bætt við eftirstöðvar þess. Að greiða lánið niður Galdurinn er að reyna að keyra lánið duglega niður og leita til þess allra leiða. Ef þú getur sameinað lánin í eitt hagstæðara getur þú greitt þau hraðar niður, en þá verður þú að stytta lánstímann. Þú getur áfram lagt viðbótarlífeyrissparnaðinn þinn inn á lánið og stytt það enn frekar. Nú er lag að taka stöðuna á þessu öllu saman, vera vakandi fyrir tækifærum til að gera betur og einbeita sér að því að greiða lánið niður eins hratt og kostur er. Þá verða þér allir vegir færir!
Björn Berg Gunnarsson fjármálaráðgjafi ætlar að svara spurningum frá lesendum Vísis þar sem lesendum gefst kostur á að spyrja hann spurninga sem tengjast fjármálum, fjárfestingum og öðru. Sendu honum spurningu neðst í greininni.
Fjármálin með Birni Berg Fjármál heimilisins Björn Berg Gunnarsson Tengdar fréttir Á ég að hætta í núverandi sparnaði? 72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga. 7. október 2025 07:02 Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02 Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02 „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. 9. september 2025 07:01 Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02 „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. 9. september 2025 07:01 Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? 32 ára karl spyr: Geturðu talað um heimilisbókhald (for dummies)? Hvernig heldur maður utan um heimilisfjárhaginn án þess að gera það yfirþyrmandi? 26. ágúst 2025 07:00 Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Fleiri fréttir Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Sjá meira
Á ég að hætta í núverandi sparnaði? 72 ára gamall karlmaður spyr: Ég er hættur að vinna og er skuldlaus. En ég á peninga, rétt yfir 60 milljónir sem ég ávaxtaði á ávöxtunarreikningum bankanna og fékk hæstu vexti sem síðan skertu greiðslur frá TR. Þannig að ég fór til Íslandsbanka og þeir sjá um að ávaxta peningana mína í sjóðum, en það sem gerist er að á 6 mánuðum hef ég tapað 2 milljónum. Hvað á ég að gera? Taka þetta úr fjárstýringu og setja þetta inn á ávöxtunarreikninga. 7. október 2025 07:02
Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02
Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02
„Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. 9. september 2025 07:01
Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? 41 árs kona spyr: Ég er sjálf vinnusöm og fer vel með peninga. Ég hef lagt áherslu á að dætur mínar upplifi öryggi og eigi gott líf. Nú eru þær unglingar og í sumar þá vilja þær helst glápa á þætti og chilla. Á sama tíma er ég að slá blettinn, þvo þvott og dytta að húsinu. Þær hjálpa til ef ég æsi mig, en það endist stutt og ég er alltaf „vondi karlinn“. Ég hef áhyggjur af að þær hafi það of gott og er að velta fyrir mér hvernig ég kenni þeim að þær þurfi sjálfar að vinna fyrir hlutunum. Áttu ráð fyrir mig? 23. september 2025 07:02
„Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ 28 ára kona spyr: Ég er með húsnæðislán sem er um það bil 32.000.000 kr. verðtryggt lán og 7.000.000 kr. óverðtryggt viðbótarlán fyrir fyrstu kaupendur. Hvort er hagstæðara fyrir mig að ráðstafa séreignarsparnaðinum mínum inn á verðtryggða lánið eða óverðtryggða lánið? Ath. ég er fyrsti kaupandi og þurfti að strengja bogann ansi hátt til að komast inn á markaðinn og er því að leitast eftir því að vera með sem lægsta greiðslubyrði á mánuði amk. næsta árið. 9. september 2025 07:01
Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? 32 ára karl spyr: Geturðu talað um heimilisbókhald (for dummies)? Hvernig heldur maður utan um heimilisfjárhaginn án þess að gera það yfirþyrmandi? 26. ágúst 2025 07:00