Ný stofnun verði í Skagafirði sveinn arnarsson skrifar 7. apríl 2015 07:00 Samkvæmt tillögu nefndar á vegum forsætisráðherra munu um eitt hundrað störf færast til Skagafjarðar á næstu árum. Fréttablaðið/Pjetur Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“ Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Lagt er til í skýrslu Norðvesturnefndarinnar að höfuðstöðvar nýs húsnæðislánafélags og nýrrar húsnæðisstofnunar verði á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar sem send var forsætisráðherra og birt ríkisstjórn þann 12. desember síðastliðinn. Þann 28. júní árið 2013 samþykkti Alþingi þingsályktun um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi. Aðgerðaáætlunin var í tíu liðum til að taka á skuldavanda Íslendinga. Fjórði liður í áætluninni var að skipuð yrði verkefnisstjórn, á ábyrgð Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um framtíðarskipan húsnæðismála. Þann 6. maí á síðasta ári voru tillögurnar kynntar.Eygló HArðardóttirEkki er lagt mat á það í skýrslunni hversu margir starfsmenn myndu vinna við hina nýju stofnun. Því myndu þessi störf bætast við þau 130 nýju opinberu störf á Norðvesturlandi sem Fréttablaðið hefur áður greint frá. Eygló Harðardóttir bendir á að ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun. Mikilvægt sé að hún verði tekin af yfirvegun. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um staðsetningu stofnunar sem ekki hefur enn verið samþykkt af Alþingi. Þingið mun síðan koma að því hvar staðsetning þeirrar stofnunar á að vera. Fyrst og fremst mun staðsetning stofnunarinnar ráðast af því hvar hún getur á sem auðveldastan hátt sinnt störfum sínum sem best fyrir alla landsmenn,“ segir Eygló. „Mitt verkefni er að koma frumvarpinu í gegnum þingið fyrst.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir efnisleg rök þurfa að vera til staðar áður en staðsetning opinberra stofnana er ákveðin. „Það getur vel verið að rökin séu til staðar, ég veit það ekki, en við verðum að ræða þetta í rólegheitum,“ segir Helgi.Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, tekur í sama streng. „Það er skrítið ef búið er að ákveða staðsetningu höfuðstöðva áður en stofnun er sett á fót,“ segir Árni Páll, sem kveður staðsetninguna hljóta að ráðast af eðli starfseminnar. „Það er engin leið að byggja byggðastefnu upp á hreppaflutningum og kjördæmapoti af þessu tagi,“ heldur Árni Páll áfram. „Svona aðgerðir munu aldrei duga til að skapa nein störf til framtíðar, því um þetta verður stöðug togstreita og ágreiningur. Það þarf samstöðu um uppbyggingu opinberrar starfsemi vítt og breitt um land, en ekki svona hreppaflutninga.“
Alþingi Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira