Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. maí 2025 12:03 Grétar Þór segir ekki hægt að lesa beina stuðningsyfirlýsingu við Ísrael úr úrslitum gærkvöldsins í Eurovision. Inga Auðbjörg segir gengið ekki koma á óvart. Austurríki kom, sá og sigraði Eurovision söngvakeppnina í gær. Á tíma leit hinsvegar út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum, þrátt fyrir umdeilda þátttöku. Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu keppninnar en aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist ekki hissa á góðu gengi Ísrael, það sé að þakka gegndarlausum áróðri á samfélagsmiðlum. VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“ Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
VÆB bræður urðu að sætta sig við næstneðsta sæti í Eurovision söngvakeppninni sem fram fór í Basel í gær en söngvarinn JJ sigraði keppnina fyrir hönd Austurríkis. Á tíma leit út fyrir að Ísrael myndi bera sigur úr býtum í keppninni en landið rakaði inn stigum frá almenningi í símakosningu og hlaut alls 356 stig. Þátttaka Ísrael í keppninni hefur verið umdeild vegna hernaðar þeirra á Gasa og gríðarlegs mannfalls meðal Palestínumanna. Var þátttökunni mótmælt utan keppnishallarinnar sem og innan hennar. Skiptar skoðanir eru á þýðingu góðs gengis Ísraels í keppninni. Bjarki Sigurðsson fréttamaður greinir stöðuna degi eftir úrslitin á vettvangi í Basel. Ekki bein stuðningsyfirlýsing Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórnmálafræði segir Ísraelsmenn geta túlkað sigurinn sem ímyndarsigur.„Þeir geta eflaust túlkað það þannig en gott gengi þeirra í keppninni í gær getur náttúrulega líka verið vegna þess að fólki í Evrópu líkaði lagið vel og þá ekki látið það hafa nein áhrif á sig hvað Ísraelsmenn eru að gera að öðru leyti, hvað sem svo sem okkur finnst um það.“ Almenningur í Evrópu virðist ekki miðað við úrslitin í gær líta svo á að keppnin sé pólitísk að sögn Grétars. „Ég á nú síður von á því að gengi Ísraels í gær sé svona einhverskonar stuðningsyfirlýsing við það sem þeir eru að gera, að minnsta kosti ekki bein stuðningsyfirlýsing.“ Gengið komi ekki á óvart Inga Auðbjörg Straumland fyrrverandi stjórnarkona í FÁSES, félags áhugafólks um Eurovision, hefur sniðgengið keppnina undanfarin ár vegna þátttöku Ísrael. Hún segir gengi landsins ekki koma sér á óvart. „Þetta er ekkert ótrúlegt fyrir mér, þetta er bara úrslitin sem ég bjóst við. Að því sögðu ég hef ekki heyrt lagið, ég fylgdist ekki með, ég var upptekin við að keppa í Klúróvisjón á meðan en var algerlega að undirbúa mig undir það andlega að Ísrael myndi nú kannski bara hafa þessa keppni af því að þau hafa verið með gegndarlausan áróður, þó ég sé að sniðganga þá kemst ég ekki hjá því að vera vör við það, þau stilla upp auglýsingum á Youtube og flæða inn á allar Eurovision grúppur sem ég reyni að skrolla framhjá. Þannig ég er ekkert hissa, fólk pakkar í vörn og kýs sína konu tuttugu sinnum og þá bara fer þetta svona.“
Eurovision Eurovision 2025 Ísrael Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira