Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. maí 2025 18:19 Hundrað nemendur tóku þátt í úrslitakeppninni í MH í dag. Úrslitakeppni stærðfræðikeppninnar Pangeu fyrir nemendur í 8. og 9. bekk var haldin í tíunda skiptið í dag í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Keppnin er sú stærsta sinnar tegundar á Íslandi og siguvegararnir í ár komu úr Laugardal og Hveragerði. Undankeppnir fóru fram í 67 grunnskólum þar sem 4.698 nemendur tóku þátt og var hundrað hlutskörpustu nemendunum boðið í úrslitakeppnina. Að keppninni lokinni var boðið upp á kræsingar og skemmtiatriði áður en peningaverðlaun voru veitt efstu þremur keppendum í hvorum bekk fyrir sig. Eftirfarandi hlutu verðlaun í 8. bekk: 1. sæti - Sigurður Elí Vignisson - Grunnskólinn í Hveragerði 2. sæti - Hákon Jensson - Víkurskóli 3. sæti - Malo Tristan Lefeuvere - Landakotsskóli Eftirfarandi hlutu verðlaun í 9. bekk: 1. sæti - Úlfur Freyr Reynisson - Laugalækjarskóli 2. sæti - Hrannar Ási Eydal - Ölduselsskóli 3. sæti - Catherine Sheibley - Landakotsskóli Verðlaunahafarnir sex sem komu frá fimm ólíkum skólum. Enginn hafi tekið hann alvarlega í fyrstu Keppnin í ár var styrkt af Eflu verkfræðistofu en hún er að að öðru leyti haldin í sjálfboðaliðastarfi af Félagi Horizon í samstarfi við stærðfræðinema við Háskóla Íslands. Félag Horizon eru félagasamtök sem vilja efla þátttöku og inngilidingu innflytjenda og flóttamanna á Íslandi með skipulagningu viðburða sem koma á samtali þvert á menningarheima. Krakkarnir voru vel einbeittir meðan á kepnninni stóð. „Fyrir tíu árum var ég nýfluttur til Íslands og fékk þá hugmynd að stofna stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema af öllu landinu til að auka áhuga á stærðfræði,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, stjórnarmeðlimur Horizon og einn stofnenda Pangeu á Íslandi, í tilkynningu frá Pangeu. „Þetta var mjög erfitt í fyrstu, því enginn tók mig alvarlega. Síðan komst ég í samband við nemendafélag stærðfræðinema við Haskóla Íslands og þá fóru hjólin að snúast og nú er keppnin haldin í tíunda skipti. Þetta sýnir hvað hægt er að gera ef við gefum öllum tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd,“ sagði Muhammed. Börn og uppeldi Hveragerði Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Undankeppnir fóru fram í 67 grunnskólum þar sem 4.698 nemendur tóku þátt og var hundrað hlutskörpustu nemendunum boðið í úrslitakeppnina. Að keppninni lokinni var boðið upp á kræsingar og skemmtiatriði áður en peningaverðlaun voru veitt efstu þremur keppendum í hvorum bekk fyrir sig. Eftirfarandi hlutu verðlaun í 8. bekk: 1. sæti - Sigurður Elí Vignisson - Grunnskólinn í Hveragerði 2. sæti - Hákon Jensson - Víkurskóli 3. sæti - Malo Tristan Lefeuvere - Landakotsskóli Eftirfarandi hlutu verðlaun í 9. bekk: 1. sæti - Úlfur Freyr Reynisson - Laugalækjarskóli 2. sæti - Hrannar Ási Eydal - Ölduselsskóli 3. sæti - Catherine Sheibley - Landakotsskóli Verðlaunahafarnir sex sem komu frá fimm ólíkum skólum. Enginn hafi tekið hann alvarlega í fyrstu Keppnin í ár var styrkt af Eflu verkfræðistofu en hún er að að öðru leyti haldin í sjálfboðaliðastarfi af Félagi Horizon í samstarfi við stærðfræðinema við Háskóla Íslands. Félag Horizon eru félagasamtök sem vilja efla þátttöku og inngilidingu innflytjenda og flóttamanna á Íslandi með skipulagningu viðburða sem koma á samtali þvert á menningarheima. Krakkarnir voru vel einbeittir meðan á kepnninni stóð. „Fyrir tíu árum var ég nýfluttur til Íslands og fékk þá hugmynd að stofna stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanema af öllu landinu til að auka áhuga á stærðfræði,“ segir Muhammed Emin Kizilkaya, stjórnarmeðlimur Horizon og einn stofnenda Pangeu á Íslandi, í tilkynningu frá Pangeu. „Þetta var mjög erfitt í fyrstu, því enginn tók mig alvarlega. Síðan komst ég í samband við nemendafélag stærðfræðinema við Haskóla Íslands og þá fóru hjólin að snúast og nú er keppnin haldin í tíunda skipti. Þetta sýnir hvað hægt er að gera ef við gefum öllum tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd,“ sagði Muhammed.
Börn og uppeldi Hveragerði Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Fleiri fréttir Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir