Innlent

Rót­tækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Minnst níu létust og sjö særðust eftir rússneska drónaárás á almenningsrútu í Súmí héraði í norðausturhluta Úkraínu snemma í morgun. Rússar segja að árásum hafi verið beint að hernaðarinnviðum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. 

Félags- og húsnæðismálaráðherra segir að sér lítist vel á tillögur Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um róttækar breytingar á byggingareftirliti. Nauðsynlegt sé að tryggja rétt kaupenda.

Úrslit Eurovision ráðast í Basel í kvöld og verður framlag Íslands í keppninni það tíunda á svið. Okkar maður Bjarki Sigurðsson verður í beinni frá Sviss og við heyrum í Væb-bræðrum. 

Í íþróttunum förum við yfir leik Breiðabliks og Vals í Bestu deild kvenna í gærkvöldi og kíkjum vestur um haf, þar sem úrslitakeppni NBA fer nú fram.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×