Innlent

Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir eru klukkan 12.
Hádegisfréttir eru klukkan 12.

Stjórnmálafræðingur segist efins um pólitíska þýðingu Eurovision keppninnar, þar sem Ísrael hafnaði í öðru sæti. Aðdáandi sem sniðgekk keppnina segist hins vegar ekki hissa á góðu gengi landsins. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Rúmenar ganga að kjörborðinu í dag í annarri umferð forsetakosninga. Grannt er fylgst með kosningunum en valið stendur milli miðjumannsins Nicusor Dan og fjarhægrimannsins George Simion. 

Innsetningarmessa Leós fjórtánda páfa fór fram á Péturstorgi í morgun. 250 þúsund fylgdust með af torginu, þar á meðal varaforseti Bandaríkjanna, JD Vance.

Í íþróttunum heyrum við í Hilmari Smára Henningssyni, leikmanni Stjörnunnar, sem mætir Tindastóli í fjórða leik úrslitaeinvígsins um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×